Styttri vinnutími í kirkjugörðum dauðans alvara Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 16:26 Í kirkjugörðum Reykjavíkur eru starfsmenn héðan í frá í fríi eftir hádegi á föstudögum. Þetta kemur að sögn útfararstjóra svo mikið niður á þjónustunni þá daga, að fólk neyðist til að jarða á öðrum tíma vikunnar. Vísir/Vilhelm Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg er ekki fórnarlambslaus glæpur. Megn óánægja hefur grafið um sig hjá útfararstjórum borgarinnar með Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmanna, sem hafa að sögn útfararstjóra nánast skrúfað fyrir greftranir á vinsælasta útfarardegi vikunnar. Þar sem vinnuvika starfsfólks kirkjugarðanna í Reykjavík er nú um fjórum tímum styttri, er allt steindautt á þeim bænum eftir hádegi á föstudögum. Enginn er jarðaður. Útfarir eldsnemma á morgnana eru síðan ekki fýsilegur kostur að mati margra, þannig að Sverrir Einarsson útfararstjóri lítur svo á að föstudagar séu í raun og veru fallnir út sem útfarardagar. Sverrir Einarsson hefur starfað við útfararþjónustu frá 1979 og er eigandi Útfararstofu Íslands.Útfararstofa Íslands Þar með missa ýmsir í hans geira spón úr aski sínum en enn fremur bitnar skerðing á þjónustu á aðstandendum, segir Sverrir. Það er auðvitað grafalvarlegt mál. „Það hefur verið gríðarlega mikil óánægja bæði hjá aðstandendum og prestum, sem hafa verið mjög ósáttir. Við höfum lent í tómu veseni með þetta og kollegar mínir hafa sagt mér að þetta sé ekki þægilegt,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Vilji fólk halda útför á föstudegi verður hún nú að hefjast klukkan 10 um morgun til að greftrunin rúmist innan vinnutímans í kirkjugarðinum. Þar með þarf kistulagning að eiga sér stað um níuleytið ef allt á að ganga upp. „Þetta er mjög bagalegt,“ segir útfararstjórinn og útskýrir að vinsælasti jarðarfaratími vikunnar hafi hingað til verið á milli eitt og þrjú á föstudögum. Þetta er „einkennileg ráðstöfun“ að mati Sverris og hún veldur því að álagið verður þeim mun meira á öðrum dögum. „Fólkið heldur áfram að deyja og það þarf áfram að jarða það,“ segir útfararstjórinn. Telur að góð sátt ríki Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir að komið hafi verið til móts við fólk með því að leyfa greftranir klukkan 10. Upphaflega stóð það ekki til. Hann telur að það sleppi að hafa kistulagninguna þá klukkan hálftíu enda vari hún sjaldnast lengur en í rúmt korter. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis.Vísir/Baldur „Starfsmenn vinna nú til 12 á föstudögum eftir að ákvörðun var tekin um að stytta vinnudaginn þá. Ég held að það sé góð sátt um þetta svona. Ég heyri ekki annað,“ segir Þórsteinn. Á forræði hans eru kirkjugarðarnir í Fossvogi, Gufunesi, Kópavogi og Hólavallagarður. Vinnutímabreytingin hefur aðeins áhrif á jarðarfarir, en ekki bálfarir. Þegar kistan er brennd kveðja aðstandendur hinn látna í kirkjunni og bálförin er jafnan haldin síðar. Lífskjarasamningurinn, sem var undirritaður vorið 2019, kvað á um styttingu vinnuvikunnar hjá ákveðnum hópum. Víða gátu starfsmenn samið í krafti hans um styttingu um fjórar klukkustundir í viku og er útfærslan ærið misjöfn eftir vinnustöðum. Enn er unnið að því að innleiða breytingarnar. Kirkjugarðar Reykjavík Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Þar sem vinnuvika starfsfólks kirkjugarðanna í Reykjavík er nú um fjórum tímum styttri, er allt steindautt á þeim bænum eftir hádegi á föstudögum. Enginn er jarðaður. Útfarir eldsnemma á morgnana eru síðan ekki fýsilegur kostur að mati margra, þannig að Sverrir Einarsson útfararstjóri lítur svo á að föstudagar séu í raun og veru fallnir út sem útfarardagar. Sverrir Einarsson hefur starfað við útfararþjónustu frá 1979 og er eigandi Útfararstofu Íslands.Útfararstofa Íslands Þar með missa ýmsir í hans geira spón úr aski sínum en enn fremur bitnar skerðing á þjónustu á aðstandendum, segir Sverrir. Það er auðvitað grafalvarlegt mál. „Það hefur verið gríðarlega mikil óánægja bæði hjá aðstandendum og prestum, sem hafa verið mjög ósáttir. Við höfum lent í tómu veseni með þetta og kollegar mínir hafa sagt mér að þetta sé ekki þægilegt,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Vilji fólk halda útför á föstudegi verður hún nú að hefjast klukkan 10 um morgun til að greftrunin rúmist innan vinnutímans í kirkjugarðinum. Þar með þarf kistulagning að eiga sér stað um níuleytið ef allt á að ganga upp. „Þetta er mjög bagalegt,“ segir útfararstjórinn og útskýrir að vinsælasti jarðarfaratími vikunnar hafi hingað til verið á milli eitt og þrjú á föstudögum. Þetta er „einkennileg ráðstöfun“ að mati Sverris og hún veldur því að álagið verður þeim mun meira á öðrum dögum. „Fólkið heldur áfram að deyja og það þarf áfram að jarða það,“ segir útfararstjórinn. Telur að góð sátt ríki Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir að komið hafi verið til móts við fólk með því að leyfa greftranir klukkan 10. Upphaflega stóð það ekki til. Hann telur að það sleppi að hafa kistulagninguna þá klukkan hálftíu enda vari hún sjaldnast lengur en í rúmt korter. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis.Vísir/Baldur „Starfsmenn vinna nú til 12 á föstudögum eftir að ákvörðun var tekin um að stytta vinnudaginn þá. Ég held að það sé góð sátt um þetta svona. Ég heyri ekki annað,“ segir Þórsteinn. Á forræði hans eru kirkjugarðarnir í Fossvogi, Gufunesi, Kópavogi og Hólavallagarður. Vinnutímabreytingin hefur aðeins áhrif á jarðarfarir, en ekki bálfarir. Þegar kistan er brennd kveðja aðstandendur hinn látna í kirkjunni og bálförin er jafnan haldin síðar. Lífskjarasamningurinn, sem var undirritaður vorið 2019, kvað á um styttingu vinnuvikunnar hjá ákveðnum hópum. Víða gátu starfsmenn samið í krafti hans um styttingu um fjórar klukkustundir í viku og er útfærslan ærið misjöfn eftir vinnustöðum. Enn er unnið að því að innleiða breytingarnar.
Kirkjugarðar Reykjavík Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira