Fleiri fréttir Þrír látnir af völdum salmonellu í Danmörku Þrír eru látnir eftir að hafa smitast af salmonellu í Danmörku á síðustu dögum. Nítján hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna sýkingarinnar og þá hafa 33 hið minnsta veikst. 16.4.2021 08:36 Hafa gefið út „opnunartíma“ fyrir gosstöðvarnar um helgina Sama fyrirkomulag verður við gosstöðvarnar í dag og um helgina og verið hefur undanfarna daga. Gossvæðið verður vaktað af lögreglu og björgunarsveitum frá kl. 12 á hádegi og fram til miðnættis en svæðinu lokað kl. 21 og rýmt kl. 23. 16.4.2021 08:18 Berlínarbúar mótmæltu ógildingu á þaki á leiguverði Þúsundir Berlínarbúa mótmæltu á götum úti í gær niðurstöðu stjórnlagadómstóls Þýskalands að ákvörðun yfirvalda í höfuðborginni að setja þak á leiguverð standist ekki stjórnarskrá. Leigjendur óttast að niðurstaðan muni leiða til skyndilegrar hækkunar á leiguverði. 16.4.2021 07:51 „Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn“ Ari Eldjárn er nýjasta viðfangsefni þeirra sem standa fyrir þrálátri óværu/svindli á Facebook. 16.4.2021 07:45 Víða sunnanátt með skúrum á landinu Veðurstofan reiknar með sunnan og suðaustan tíu til átján metrum á sekúndu og rigningu eða súld fyrri part dags. Bjart verður að mestu norðaustantil á landinu. Hiti á landinu verður fimm til fjórtán stig, þar sem hlýjast verður á Norður- og Austurlandi. 16.4.2021 07:17 Átta sagðir látnir í skotárás í Indianapolis Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás í Indianapolis í Bandaríkjunum og margir særðir. Vitni segjast hafa heyrt skothvelli á starfsstöðvum FedEx og einn segist hafa séð mann hleypa af sjálfvirku skotvopni. 16.4.2021 07:12 Hátæknivæddi lúxusrafbíllinn EQS frumsýndur Mercedes-EQ frumsýndi lúxusbílinn EQS í stafrænni heimsfrumsýningu í gær, 15. apríl. Nýr EQS er hreinn rafbíll og einn tæknivæddasti bíll heims. 16.4.2021 07:02 Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16.4.2021 06:37 Skóli braut persónuverndarlög við meðferð eineltismáls Grunnskóli braut gegn persónuverndarlögum þegar hann miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum um nemanda til ráðgjafafyrirtækis eftir að ákvörðun var tekin um að fyrirtækið kæmi ekki lengur að málinu. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 16.4.2021 00:01 Będą kontrole podczas kwarantanny Epidemiolog zasugerował wzmożone monitorowanie osób, które wybrały domową kwarantannę. 15.4.2021 23:25 Hræringarnar búnar að auka orku Svartsengis Umbrotahrinan á Reykjanesskaga hefur fært aukinn kraft í jarðhitakerfi Svartsengis, sem skilar núna meiri gufu til orkuframleiðslu hjá HS Orku. 15.4.2021 23:10 Katti Frederiksen hlýtur Vigdísarverðlaunin 2021 Grænlenska málvísindakonan, ljóðskáldið og baráttukonan Katti Frederiksen, núverandi mennta- og menningarmálaráðherra Grænlands, hlaut í dag alþjóðleg menningarverðlaun sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. 15.4.2021 23:03 Dæmdur fyrir að hafa „laumast til kynmaka“ Ungur karlmaður í Árósum í Danmörku var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun en dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa „laumast til kynmaka“ með jafnöldru sinni í sumarhúsi í Odder í janúar á þessu ári. Var talið að maðurinn hafði ekki haft ásetning til nauðgunar þegar brotið var framið. 15.4.2021 22:56 Danir taka upp Covid-vegabréf í síma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu. 15.4.2021 22:02 Vilja rannsaka leka nektarmyndar af þingmanni Þingmenn á kanadíska þinginu hafa kallað eftir rannsókn á því hvernig mynd af lokuðum fundi fór í dreifingu. Umrædd mynd sýnir þingmanninn Will Amos nakinn, þar sem hann gleymdi að slökkva á vefmyndavél sinni þegar hann skipti um föt á meðan fundi stóð. 15.4.2021 21:46 Rafhlaupahjól dró tíu ára barn í veg fyrir bíl Lítið mátti út af bregða þegar tíu ára gamalt barn missti stjórn á rafhlaupahjóli á Akureyri með þeim afleiðingum að það dró barnið út á akbraut. Hársbreidd munaði að bifreið yrði ekið á barnið en 50 kílómetra hámarkshraði var í umræddri götu. 15.4.2021 21:22 Lækningaleyfi veitt að loknu sex ára námi Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerðarbreytingu sem kveður á um að læknaleyfi verði veitt að loknu sex ára læknanámi við Háskóla Íslands. Starfsnám sem hefur farið fram á kandídatsári, og verið hluti af grunnnámi lækna hingað til, verður nú hluti af sérnámi. 15.4.2021 20:21 Sigríður Dögg býður sig fram til formanns Blaðamannafélagsins Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, hefur ákveðið að gefa kost sér í stöðu formanns Blaðamannafélags Íslands. Býður hún sig fram ásamt Heimi Má Péturssyni, fréttamanni á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem tilkynnti framboð sitt í mars. 15.4.2021 20:05 Færri þurft að leggjast inn á spítala en gert var ráð fyrir er breska afbrigðið greindist Mun færri hafa verið lagðir inn á spítala hér á landi undanfarnar vikur vegna Covid-19 en gert var ráð fyrir. Breska afbrigði veirunnar virðist ekki hafa reynst eins hættulegt og óttast var. Landlæknir segir að Covid- göngudeild sé alltaf að eflast. 15.4.2021 20:00 Telur ósennilegt að Reykvíkingar muni finna mikinn mun Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir boðaða lækkun hámarkshraða á götum í eigu borgarinnar mikla afturför sem lengja muni ferðatíma Reykvíkinga. Samgönguverkfræðingur telur hins vegar að áhrif á ferðatíma verði hverfandi. 15.4.2021 20:00 Fengu tíu milljóna styrk eftir að samstarfi við Íslandsspil var slitið Formaður SÁÁ segir ákvörðun samtakanna um að slíta formlega samstarfi við Íslandsspil sýna samtökin meti mannúð fram yfir peninga. Hann telur það mikið gæfuspor fyrir samtökin, sem geti nú loks tekið þátt í umræðu um spilafíkn út frá skjólstæðingum sínum. Í kjölfar ákvörðunarinnar veitti einstaklingur samtökunum tíu milljóna styrk til að koma til móts við fyrirsjáanlegan tekjumissi. 15.4.2021 19:13 Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15.4.2021 19:09 Sífellt fleiri leita til heilsugæslunnar vegna langvinnra eftirkasta af Covid-19 Á fjórða hundrað manns hafa leitað til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi eftirkasta af Covid-19 frá upphafi faraldursins. Fólk kvartar aðallega yfir mikilli þreytu, úthaldsleysi og heilsukvíða. 15.4.2021 18:31 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15.4.2021 18:00 Drottningin situr ein við útförina Þrjátíu verða viðstödd útför Filippusar prins sem fer fram í kapellu St. Georgs við Windsor-kastala næstkomandi laugardag. Elísabet Bretadrottning, eiginkona Filippusar, mun sitja ein við útförina. 15.4.2021 17:49 Samþykkt að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður Nýsköpunarmiðstöð verður lögð niður og nýtt tæknisetur tekur við verkefnum hennar samkvæmt frumvarpi sem var samþykkt á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu harðlega við atkvæðagreiðslu. Málið væri skaðlegt og vanhugsað. 15.4.2021 17:42 Lög um skipta búsetu barna samþykkt á þingi Barn getur nú verið skráð í þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum eftir að Alþingi samþykkti lagafrumvarp um skipta búsetu barns. 15.4.2021 15:50 Steingrímur sloj og dregur sig í hlé Ýmsir þingmenn voru hugsi, í ljósi almennra tilmæla sóttvarnaryfirvalda að þeir sem væru með flensueinkenni, héldu sig til hlés, á þinginu í dag. En þar var Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, afar aumingjalegur að sjá. 15.4.2021 15:44 Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15.4.2021 15:23 Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15.4.2021 15:21 Segir sig úr Samfylkingunni sem sé orðin „jaðarsamfélag vina“ Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, hefur sagt sig úr Samfylkingunni. Hann segir flokkinn upphaflega hafa verið breiðfylkingu en nú pólitískt jaðarsamfélag vina. Hann eigi því ekki lengur erindi innan flokksins. 15.4.2021 15:14 Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan krefst endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar RÚV sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa þverbrotið siðareglur stofnunarinnar. 15.4.2021 14:39 Gætu slegið nokkrar flugur í einu höggi með lægri hámarkshraða Áform borgaryfirvalda um að lækka hámarkshraða til að útrýma alvarlegum umferðarslysum gæti einnig dregið umtalsvert úr loftmengun. Hagsmunasamtök bíleigenda eru ósátt við áformin en samgönguverkfræðingur segir annað en hámarkshraða ráða meiru um ferðatíma bíla í borginni. 15.4.2021 14:00 Skora á Kolbein að gefast ekki upp og fara fram í Reykjavík Hólmfríður Árnadóttir, sigurvegari úr prófkjöri Vg í Suðurkjördæmi, gerir fastlega ráð fyrir því að konur skipi þrjú efstu sæti á lista Vg þar. 15.4.2021 13:56 WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15.4.2021 13:33 Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að tíu rússneskum erindrekum verður vikið úr landi og refsiaðgerðum beitt gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Þar að auki verður bandarískum bönkum meinað að taka þátt í ríkisskuldabréfaútboðum í rúblum. 15.4.2021 13:30 Þrjátíu undirflokkar undirliggjandi sjúkdóma skapa flókna stöðu Fólk eldra en 65 ára með undirliggjandi sjúkdóma er að þiggja bólusetningu um land allt þessa dagana. Því fylgir ærin áskorun fyrir starfsfólk heilsugæsla, enda eru undirliggjandi sjúkdómar mjög margvíslegir að eðli og alvarleika. 15.4.2021 13:01 Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. 15.4.2021 12:51 Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. 15.4.2021 12:46 Viðbragðsaðilar gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga verða lokaðar almenningi í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár. Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir að viðbragðsaðilar muni vakta svæðið og gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun ekki að vettugi. Sem stendur er mannlaust á gosslóðum. 15.4.2021 12:29 Danir gætu gefið fátækari ríkjum AstraZeneca-bóluefni Dönsk stjórnvöld kanna nú möguleikann á því að deila skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem þau hafa ákveðið að hætta alfarið að nota með þróunarríkjum. Notkunin í Danmörku var stöðvuð vegna fátíðra tilfella blóðtappa. 15.4.2021 12:29 Jeden z największych luksusowych jachtów na świecie w Akureyri Mający 143 metrów długości super jacht może pozostać w okolicy Akureyri nawet przez parę tygodni. 15.4.2021 12:20 Fólk í heimasóttkví fær heimsóknir en ekki frá lögreglu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að eftirlit með fólki sem kemur til landsins og fer í heimasóttkví verði aukið með tvennum hætti. Annars vegar skerpt á símtölum til fólks og þeim fjölgað. Hins vegar fær fólk í heimasóttkví heimsókn frá aðilum sem þó er ekki lögregla. 15.4.2021 12:14 Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. 15.4.2021 12:01 Ekki borga!: Lögregla varar við fjárkúgunartilraunum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa upp á síðkastið verið að berast tilkynningar um fjárgkúgunartilraunir tengdar kynferðislegum myndsamtölum á netinu. 15.4.2021 11:59 Sjá næstu 50 fréttir
Þrír látnir af völdum salmonellu í Danmörku Þrír eru látnir eftir að hafa smitast af salmonellu í Danmörku á síðustu dögum. Nítján hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna sýkingarinnar og þá hafa 33 hið minnsta veikst. 16.4.2021 08:36
Hafa gefið út „opnunartíma“ fyrir gosstöðvarnar um helgina Sama fyrirkomulag verður við gosstöðvarnar í dag og um helgina og verið hefur undanfarna daga. Gossvæðið verður vaktað af lögreglu og björgunarsveitum frá kl. 12 á hádegi og fram til miðnættis en svæðinu lokað kl. 21 og rýmt kl. 23. 16.4.2021 08:18
Berlínarbúar mótmæltu ógildingu á þaki á leiguverði Þúsundir Berlínarbúa mótmæltu á götum úti í gær niðurstöðu stjórnlagadómstóls Þýskalands að ákvörðun yfirvalda í höfuðborginni að setja þak á leiguverð standist ekki stjórnarskrá. Leigjendur óttast að niðurstaðan muni leiða til skyndilegrar hækkunar á leiguverði. 16.4.2021 07:51
„Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn“ Ari Eldjárn er nýjasta viðfangsefni þeirra sem standa fyrir þrálátri óværu/svindli á Facebook. 16.4.2021 07:45
Víða sunnanátt með skúrum á landinu Veðurstofan reiknar með sunnan og suðaustan tíu til átján metrum á sekúndu og rigningu eða súld fyrri part dags. Bjart verður að mestu norðaustantil á landinu. Hiti á landinu verður fimm til fjórtán stig, þar sem hlýjast verður á Norður- og Austurlandi. 16.4.2021 07:17
Átta sagðir látnir í skotárás í Indianapolis Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás í Indianapolis í Bandaríkjunum og margir særðir. Vitni segjast hafa heyrt skothvelli á starfsstöðvum FedEx og einn segist hafa séð mann hleypa af sjálfvirku skotvopni. 16.4.2021 07:12
Hátæknivæddi lúxusrafbíllinn EQS frumsýndur Mercedes-EQ frumsýndi lúxusbílinn EQS í stafrænni heimsfrumsýningu í gær, 15. apríl. Nýr EQS er hreinn rafbíll og einn tæknivæddasti bíll heims. 16.4.2021 07:02
Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16.4.2021 06:37
Skóli braut persónuverndarlög við meðferð eineltismáls Grunnskóli braut gegn persónuverndarlögum þegar hann miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum um nemanda til ráðgjafafyrirtækis eftir að ákvörðun var tekin um að fyrirtækið kæmi ekki lengur að málinu. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 16.4.2021 00:01
Będą kontrole podczas kwarantanny Epidemiolog zasugerował wzmożone monitorowanie osób, które wybrały domową kwarantannę. 15.4.2021 23:25
Hræringarnar búnar að auka orku Svartsengis Umbrotahrinan á Reykjanesskaga hefur fært aukinn kraft í jarðhitakerfi Svartsengis, sem skilar núna meiri gufu til orkuframleiðslu hjá HS Orku. 15.4.2021 23:10
Katti Frederiksen hlýtur Vigdísarverðlaunin 2021 Grænlenska málvísindakonan, ljóðskáldið og baráttukonan Katti Frederiksen, núverandi mennta- og menningarmálaráðherra Grænlands, hlaut í dag alþjóðleg menningarverðlaun sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. 15.4.2021 23:03
Dæmdur fyrir að hafa „laumast til kynmaka“ Ungur karlmaður í Árósum í Danmörku var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun en dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa „laumast til kynmaka“ með jafnöldru sinni í sumarhúsi í Odder í janúar á þessu ári. Var talið að maðurinn hafði ekki haft ásetning til nauðgunar þegar brotið var framið. 15.4.2021 22:56
Danir taka upp Covid-vegabréf í síma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu. 15.4.2021 22:02
Vilja rannsaka leka nektarmyndar af þingmanni Þingmenn á kanadíska þinginu hafa kallað eftir rannsókn á því hvernig mynd af lokuðum fundi fór í dreifingu. Umrædd mynd sýnir þingmanninn Will Amos nakinn, þar sem hann gleymdi að slökkva á vefmyndavél sinni þegar hann skipti um föt á meðan fundi stóð. 15.4.2021 21:46
Rafhlaupahjól dró tíu ára barn í veg fyrir bíl Lítið mátti út af bregða þegar tíu ára gamalt barn missti stjórn á rafhlaupahjóli á Akureyri með þeim afleiðingum að það dró barnið út á akbraut. Hársbreidd munaði að bifreið yrði ekið á barnið en 50 kílómetra hámarkshraði var í umræddri götu. 15.4.2021 21:22
Lækningaleyfi veitt að loknu sex ára námi Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerðarbreytingu sem kveður á um að læknaleyfi verði veitt að loknu sex ára læknanámi við Háskóla Íslands. Starfsnám sem hefur farið fram á kandídatsári, og verið hluti af grunnnámi lækna hingað til, verður nú hluti af sérnámi. 15.4.2021 20:21
Sigríður Dögg býður sig fram til formanns Blaðamannafélagsins Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, hefur ákveðið að gefa kost sér í stöðu formanns Blaðamannafélags Íslands. Býður hún sig fram ásamt Heimi Má Péturssyni, fréttamanni á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem tilkynnti framboð sitt í mars. 15.4.2021 20:05
Færri þurft að leggjast inn á spítala en gert var ráð fyrir er breska afbrigðið greindist Mun færri hafa verið lagðir inn á spítala hér á landi undanfarnar vikur vegna Covid-19 en gert var ráð fyrir. Breska afbrigði veirunnar virðist ekki hafa reynst eins hættulegt og óttast var. Landlæknir segir að Covid- göngudeild sé alltaf að eflast. 15.4.2021 20:00
Telur ósennilegt að Reykvíkingar muni finna mikinn mun Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir boðaða lækkun hámarkshraða á götum í eigu borgarinnar mikla afturför sem lengja muni ferðatíma Reykvíkinga. Samgönguverkfræðingur telur hins vegar að áhrif á ferðatíma verði hverfandi. 15.4.2021 20:00
Fengu tíu milljóna styrk eftir að samstarfi við Íslandsspil var slitið Formaður SÁÁ segir ákvörðun samtakanna um að slíta formlega samstarfi við Íslandsspil sýna samtökin meti mannúð fram yfir peninga. Hann telur það mikið gæfuspor fyrir samtökin, sem geti nú loks tekið þátt í umræðu um spilafíkn út frá skjólstæðingum sínum. Í kjölfar ákvörðunarinnar veitti einstaklingur samtökunum tíu milljóna styrk til að koma til móts við fyrirsjáanlegan tekjumissi. 15.4.2021 19:13
Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15.4.2021 19:09
Sífellt fleiri leita til heilsugæslunnar vegna langvinnra eftirkasta af Covid-19 Á fjórða hundrað manns hafa leitað til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi eftirkasta af Covid-19 frá upphafi faraldursins. Fólk kvartar aðallega yfir mikilli þreytu, úthaldsleysi og heilsukvíða. 15.4.2021 18:31
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15.4.2021 18:00
Drottningin situr ein við útförina Þrjátíu verða viðstödd útför Filippusar prins sem fer fram í kapellu St. Georgs við Windsor-kastala næstkomandi laugardag. Elísabet Bretadrottning, eiginkona Filippusar, mun sitja ein við útförina. 15.4.2021 17:49
Samþykkt að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður Nýsköpunarmiðstöð verður lögð niður og nýtt tæknisetur tekur við verkefnum hennar samkvæmt frumvarpi sem var samþykkt á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu harðlega við atkvæðagreiðslu. Málið væri skaðlegt og vanhugsað. 15.4.2021 17:42
Lög um skipta búsetu barna samþykkt á þingi Barn getur nú verið skráð í þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum eftir að Alþingi samþykkti lagafrumvarp um skipta búsetu barns. 15.4.2021 15:50
Steingrímur sloj og dregur sig í hlé Ýmsir þingmenn voru hugsi, í ljósi almennra tilmæla sóttvarnaryfirvalda að þeir sem væru með flensueinkenni, héldu sig til hlés, á þinginu í dag. En þar var Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, afar aumingjalegur að sjá. 15.4.2021 15:44
Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15.4.2021 15:23
Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15.4.2021 15:21
Segir sig úr Samfylkingunni sem sé orðin „jaðarsamfélag vina“ Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, hefur sagt sig úr Samfylkingunni. Hann segir flokkinn upphaflega hafa verið breiðfylkingu en nú pólitískt jaðarsamfélag vina. Hann eigi því ekki lengur erindi innan flokksins. 15.4.2021 15:14
Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan krefst endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar RÚV sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa þverbrotið siðareglur stofnunarinnar. 15.4.2021 14:39
Gætu slegið nokkrar flugur í einu höggi með lægri hámarkshraða Áform borgaryfirvalda um að lækka hámarkshraða til að útrýma alvarlegum umferðarslysum gæti einnig dregið umtalsvert úr loftmengun. Hagsmunasamtök bíleigenda eru ósátt við áformin en samgönguverkfræðingur segir annað en hámarkshraða ráða meiru um ferðatíma bíla í borginni. 15.4.2021 14:00
Skora á Kolbein að gefast ekki upp og fara fram í Reykjavík Hólmfríður Árnadóttir, sigurvegari úr prófkjöri Vg í Suðurkjördæmi, gerir fastlega ráð fyrir því að konur skipi þrjú efstu sæti á lista Vg þar. 15.4.2021 13:56
WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15.4.2021 13:33
Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að tíu rússneskum erindrekum verður vikið úr landi og refsiaðgerðum beitt gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Þar að auki verður bandarískum bönkum meinað að taka þátt í ríkisskuldabréfaútboðum í rúblum. 15.4.2021 13:30
Þrjátíu undirflokkar undirliggjandi sjúkdóma skapa flókna stöðu Fólk eldra en 65 ára með undirliggjandi sjúkdóma er að þiggja bólusetningu um land allt þessa dagana. Því fylgir ærin áskorun fyrir starfsfólk heilsugæsla, enda eru undirliggjandi sjúkdómar mjög margvíslegir að eðli og alvarleika. 15.4.2021 13:01
Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. 15.4.2021 12:51
Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. 15.4.2021 12:46
Viðbragðsaðilar gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga verða lokaðar almenningi í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár. Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir að viðbragðsaðilar muni vakta svæðið og gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun ekki að vettugi. Sem stendur er mannlaust á gosslóðum. 15.4.2021 12:29
Danir gætu gefið fátækari ríkjum AstraZeneca-bóluefni Dönsk stjórnvöld kanna nú möguleikann á því að deila skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem þau hafa ákveðið að hætta alfarið að nota með þróunarríkjum. Notkunin í Danmörku var stöðvuð vegna fátíðra tilfella blóðtappa. 15.4.2021 12:29
Jeden z największych luksusowych jachtów na świecie w Akureyri Mający 143 metrów długości super jacht może pozostać w okolicy Akureyri nawet przez parę tygodni. 15.4.2021 12:20
Fólk í heimasóttkví fær heimsóknir en ekki frá lögreglu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að eftirlit með fólki sem kemur til landsins og fer í heimasóttkví verði aukið með tvennum hætti. Annars vegar skerpt á símtölum til fólks og þeim fjölgað. Hins vegar fær fólk í heimasóttkví heimsókn frá aðilum sem þó er ekki lögregla. 15.4.2021 12:14
Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. 15.4.2021 12:01
Ekki borga!: Lögregla varar við fjárkúgunartilraunum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa upp á síðkastið verið að berast tilkynningar um fjárgkúgunartilraunir tengdar kynferðislegum myndsamtölum á netinu. 15.4.2021 11:59