Fleiri fréttir Töluvert um ölvun í höfuðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum fjölda útkalla vegna ölvaðs fólks í gærkvöldi og nótt. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í miðbænum. 14.3.2021 07:58 Stærsti skjálftinn í nótt 4,2 að stærð Jarðhræringar á Reykjanesskaga héldu áfram í nótt og var stærsti jarðskjálftinn 4,2 að stærð þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í fimm í morgun. Alls mældust sjö skjálftar þrír eða stærri eftir miðnætti í nótt. 14.3.2021 07:24 Fer á milli hesthúsa og skiptir faxi á hestum Sautján ára stelpa í Mosfellsbænum hefur meira en nóg að gera að fara á milli hesthúsa og skipta faxi á hestum. Hún segir að hestunum líki mjög vel við slíkt dekur en það tekur hana um fjörutíu og fimm mínútur að skipta faxinu með tilheyrandi föndri. 14.3.2021 07:04 Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13.3.2021 22:38 Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13.3.2021 22:07 Færeyski skattstjórinn segist ekkert kannast við staðhæfingu Samherja Færeyski skattstjórinn segist ekki hafa sagt Samherja að þeir væru ekki til rannsóknar í Færeyjum. Útgerðarfélagið hafnaði því í dag að það væri til rannsóknar. Skattstjórinn segir ljóst að um einhver konar misskilning sé að ræða. 13.3.2021 20:46 „Hraustleg endurnýjun“ á lista Pírata Prófkjöri Pírata fyrir næstu Alþingiskosningar lauk nú síðdegis. Talsverð endurnýjun verður í flokknum enda hafa þrír af sex þingmönnum hans ákveðið að gefa ekki kost á sér að nýju. 13.3.2021 20:01 Segir lækna beita sjúklingum fyrir sig hætti þeir að hafa milligöngu um greiðslur Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að verið sé að kanna hvort stofulæknar hætti að hafa milligöngu um greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Heilbrigðisráðherra segist vera hissa á að læknar ætli að beita sjúklingum fyrir sig. 13.3.2021 19:44 Rúmlega 1900 skjálftar hafa mælst frá miðnætti Frá því á miðnætti í dag hafa rúmlega 1900 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Virknin var mest við Fagradalsfjall eins og undanfarna daga en nokkrir skjálftanna áttu upptök sín suður af Keili. 13.3.2021 19:32 Fresta uppsögnum 150 starfsmanna um mánuð Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð hafa ákveðið að fresta uppsögnum 150 starfsmanna hjúkrunarheimila um mánuð. Þau krefjast þess að velferðarnefnd Alþingis leysi úr þeirri óvissu sem nú ríki. 13.3.2021 19:00 Hjörvar Steinn bar sigur úr býtum í fyrri skák úrslitaeinvígsins Hjörvar Steinn Grétarsson fór með sigur af hólmi í fyrri skák úrslitaeinvígsins á Íslandsbikarnum síðdegis í dag. Hann atti kappi við Hannes Hlífar Stefánsson og hófst viðureignin klukkan tvö í dag. 13.3.2021 18:34 Fólk varað við að nálgast hvalinn Mikill mannfjöldi var í fjörunni á Garðskaga í dag en þar hefur hnúfubakur sem rak á land legið í nokkra daga. Fólk hefur verið varað við því að fara of nálægt hvalnum, en að sögn vísindamanna frá Hafrannsóknarstofnun mun hvalurinn brátt springa í loft upp vegna gasmyndunar. 13.3.2021 18:14 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar klukkan hálf sjö segjum við frá nýjum úrslitum í prófkjöri Pirata sem lauk í dag. 13.3.2021 17:57 Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13.3.2021 16:59 Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi. 13.3.2021 16:57 Úrslitaeinvígið í Íslandsbikarnum hafið Nú er teflt til úrslita á Íslandsbikarnum í skák, en tveir stigahæstu skákmenn landsins, þeir Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson mætast í úrslitaeinvíginu. Sigur tryggir farseðilinn á heimsbikarmótið í skák. 13.3.2021 15:49 Landsréttur segir lögreglu heimilt að kalla verjanda í skýrslutöku Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um heimild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að taka skýrslu af verjanda Íslendings sem sætir nú farbanni vegna rannsóknar á hinu svokallaða Rauðagerðismáli. 13.3.2021 14:47 Snjóbíll björgunarsveitar fór niður um ís á hálendinu Engan sakaði þegar snjóbíll frá Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík sem var æfingarferð fór niður um ís nálægt Landmannalaugum snemma í morgun. Unnið er að því að koma bílnum aftur upp á fast land. Varhugarverðar aðstæður eru nú á hálendingu vegna hlákutíðar undanfarið. 13.3.2021 14:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13.3.2021 13:58 Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku um 150 manns á ráðstefnu stjórnarandstöðu- og óháðra stjórnmálamanna í Moskvu í dag. Þeir eru sakaðir um að tilheyra „óæskilegum“ samtökum. Á meðal þeirra eru nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu. 13.3.2021 13:30 Ekki hægt að opna gamla Suðurstrandarveg að fullu vegna grjóthrunshættu Bæjaryfirvöldum í Grindavík hafa borist ábendingar um að gamli Suðurstrandarvegurinn sé lokaður. Það geti skapað hættu ef það gjósi vestan við Grindavík og komi til rýmingar um Suðurstrandarveg. Atli Geir Júlusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá bænum segir ekki hægt að opna allan veginn að svo stöddu vegna hættu á grjóthruni. 13.3.2021 13:09 Blús og rokkhátíð á Höfn Hornfirðingar sitja ekki með hendur í skauti um helgina því nú stendur yfir á Höfn blús og rokkhátíð þar sem færri komust að en vildu. 13.3.2021 12:28 Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13.3.2021 12:26 Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13.3.2021 11:59 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um áframhaldandi skjálftavirkni á Reykjanesskaga og nýjustu upplýsingar um hvort gos kunni að hefjast á svæðinu. Rætt verður við sérfræðing hjá Veðurstofu Íslands sem greinir frá nýjustu upplýsingum. 13.3.2021 11:45 Mál Þóru gegn Óperunni fær áfrýjunarleyfi hjá Landsrétti Landsréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni söngkonunnar Þóru Einarsdóttur í máli hennar á hendur Íslensku óperunni vegna meintra vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraði en málið fær nú að fara fyrir Landsrétt. 13.3.2021 11:21 Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13.3.2021 11:21 Enginn greindist í gær og á annað hundrað losna úr sóttkví Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, að því er fram kemur í bráðabirgðatölum sem fréttastofa hefur fengið frá almannavörnum. 13.3.2021 10:56 Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær. 13.3.2021 10:42 Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum. 13.3.2021 10:09 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13.3.2021 09:19 Ítalir herða tökin aftur af ótta við nýja bylgju faraldursins Verslunum, veitingastöðum og skólum verður lokað víðast hver á Ítalíu á mánudag vegna fjölgunar smitaðra undanfarna daga. Mario Draghi, forsætisráðherra, varar við því að ný bylgja kórónuveirufaraldursins sé í uppsiglingu. 13.3.2021 08:32 Ólöglega lagðir bílar töfðu för slökkviliðs Áhöfn dælubíls slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þurfti að færa bifreið með handafli til að komast leiðar sinnar á Laugavegi í Reykjavík í nótt. Slökkviliðsbíll rakst einnig utan í annað bíl þegar hann var á leið í útkall. Báðar bifreiðar voru lagðar ólöglega. 13.3.2021 08:18 Sóttvarnarlög brotin á veitingastað í Kópavogi Lögreglumenn höfðu afskipti af veitingastað í Kópavogi vegna brota á lögum um sóttvarnir og veitingahús í nótt. Forráðamenn staðarins virtu ekki reglur um lokunartíma og þá var lítið um sóttvarnir á staðnum. 13.3.2021 07:54 Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13.3.2021 07:24 Átta jarðskjálftar yfir þrír að stærð frá miðnætti Af þeim rúmlega þrjú hundruð jarðskjálftum sem hafa mælst á Reykjanes frá miðnætti hafa átta verið yfir 3,0 að stærð. Stærsti skjálftinn var 4,6 að stærð klukkan 1:34. 13.3.2021 07:18 Hyundai Ioniq - ekki bara góður rafbíll, einfaldlega góður bíll Hyundai Ioniq EV er fimm manna raf stallbakur frá Hyundai. Heimili Hyundai á Íslandi er BL. Ioniq er einnig fáanlegur sem tengiltvinnbíll. Reynsluakstursbíllinn var rafbíll. 13.3.2021 07:00 Birting minningargreina Morgunblaðsins bönnuð á öðrum miðlum Morgunblaðið hefur nú sett þann varnagla á að ekki er leyfilegt að birta efni úr minningargreinum, sem birtast í blaðinu, á öðrum miðlum án leyfis. Ástæða þess er að birting slíks efnis hefur fallið í grýttan jarðveg hjá aðstandendum látinna. 12.3.2021 23:11 Wayne Couzens ákærður fyrir morðið á Everard Lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn. 12.3.2021 22:21 Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. 12.3.2021 20:33 „Gengur ekki að spila svona með mannslíf” Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir bilun farþegaferjunnar Baldurs í gær hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Óboðlegt sé að spila með mannslíf með þessum hætti og kallar eftir tafarlausum úrbótum. Farþegi um borð segir fólk hafa orðið óttaslegið en sé komið með nóg af aðgerðarleysi. 12.3.2021 20:30 Skapa sjö þúsund ný störf með fimm milljarða innspýtingu Stjórnvöld hyggjast verja allt að fimm milljörðum til að skapa sjö þúsund ný tímabundin störf hér á landi. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að koma fólki í vinnu og virkja atvinnulíf til að skapa ný tækifæri. 12.3.2021 20:08 Börn verði skimuð á landamærunum Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að öll börn þurfi að undirgangast skimun við Covid-19 við komu þeirra til landsins. Hann mun skila af sér tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir á næstu dögum. 12.3.2021 19:16 Ekki ósennilegt að kvika sé nær yfirborði en fyrr í vikunni Ekki er ósennilegt að kvika sé nær yfirborði en fyrr í vikunni við Fagradalsfjall, þegar hún var á um eins kílómetra dýpi að mati hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Vonast sé eftir að gervitunglamynd muni varpa skýrari mynd á það um helgina. 12.3.2021 18:40 Nauðgunardómur mildaður um ár í Landsrétti Dómur yfir manni, sem hafði samræði og önnur kynferðismök við fyrrverandi kærustu sína án hennar samþykkis, beitti hana ofbeldi og hótunum og svipti konuna frelsi, var í dag mildaður úr fjögurra og hálfs árs fangelsisvist í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti. 12.3.2021 18:21 Sjá næstu 50 fréttir
Töluvert um ölvun í höfuðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum fjölda útkalla vegna ölvaðs fólks í gærkvöldi og nótt. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í miðbænum. 14.3.2021 07:58
Stærsti skjálftinn í nótt 4,2 að stærð Jarðhræringar á Reykjanesskaga héldu áfram í nótt og var stærsti jarðskjálftinn 4,2 að stærð þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í fimm í morgun. Alls mældust sjö skjálftar þrír eða stærri eftir miðnætti í nótt. 14.3.2021 07:24
Fer á milli hesthúsa og skiptir faxi á hestum Sautján ára stelpa í Mosfellsbænum hefur meira en nóg að gera að fara á milli hesthúsa og skipta faxi á hestum. Hún segir að hestunum líki mjög vel við slíkt dekur en það tekur hana um fjörutíu og fimm mínútur að skipta faxinu með tilheyrandi föndri. 14.3.2021 07:04
Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13.3.2021 22:38
Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13.3.2021 22:07
Færeyski skattstjórinn segist ekkert kannast við staðhæfingu Samherja Færeyski skattstjórinn segist ekki hafa sagt Samherja að þeir væru ekki til rannsóknar í Færeyjum. Útgerðarfélagið hafnaði því í dag að það væri til rannsóknar. Skattstjórinn segir ljóst að um einhver konar misskilning sé að ræða. 13.3.2021 20:46
„Hraustleg endurnýjun“ á lista Pírata Prófkjöri Pírata fyrir næstu Alþingiskosningar lauk nú síðdegis. Talsverð endurnýjun verður í flokknum enda hafa þrír af sex þingmönnum hans ákveðið að gefa ekki kost á sér að nýju. 13.3.2021 20:01
Segir lækna beita sjúklingum fyrir sig hætti þeir að hafa milligöngu um greiðslur Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að verið sé að kanna hvort stofulæknar hætti að hafa milligöngu um greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Heilbrigðisráðherra segist vera hissa á að læknar ætli að beita sjúklingum fyrir sig. 13.3.2021 19:44
Rúmlega 1900 skjálftar hafa mælst frá miðnætti Frá því á miðnætti í dag hafa rúmlega 1900 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Virknin var mest við Fagradalsfjall eins og undanfarna daga en nokkrir skjálftanna áttu upptök sín suður af Keili. 13.3.2021 19:32
Fresta uppsögnum 150 starfsmanna um mánuð Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð hafa ákveðið að fresta uppsögnum 150 starfsmanna hjúkrunarheimila um mánuð. Þau krefjast þess að velferðarnefnd Alþingis leysi úr þeirri óvissu sem nú ríki. 13.3.2021 19:00
Hjörvar Steinn bar sigur úr býtum í fyrri skák úrslitaeinvígsins Hjörvar Steinn Grétarsson fór með sigur af hólmi í fyrri skák úrslitaeinvígsins á Íslandsbikarnum síðdegis í dag. Hann atti kappi við Hannes Hlífar Stefánsson og hófst viðureignin klukkan tvö í dag. 13.3.2021 18:34
Fólk varað við að nálgast hvalinn Mikill mannfjöldi var í fjörunni á Garðskaga í dag en þar hefur hnúfubakur sem rak á land legið í nokkra daga. Fólk hefur verið varað við því að fara of nálægt hvalnum, en að sögn vísindamanna frá Hafrannsóknarstofnun mun hvalurinn brátt springa í loft upp vegna gasmyndunar. 13.3.2021 18:14
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar klukkan hálf sjö segjum við frá nýjum úrslitum í prófkjöri Pirata sem lauk í dag. 13.3.2021 17:57
Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13.3.2021 16:59
Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi. 13.3.2021 16:57
Úrslitaeinvígið í Íslandsbikarnum hafið Nú er teflt til úrslita á Íslandsbikarnum í skák, en tveir stigahæstu skákmenn landsins, þeir Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson mætast í úrslitaeinvíginu. Sigur tryggir farseðilinn á heimsbikarmótið í skák. 13.3.2021 15:49
Landsréttur segir lögreglu heimilt að kalla verjanda í skýrslutöku Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um heimild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að taka skýrslu af verjanda Íslendings sem sætir nú farbanni vegna rannsóknar á hinu svokallaða Rauðagerðismáli. 13.3.2021 14:47
Snjóbíll björgunarsveitar fór niður um ís á hálendinu Engan sakaði þegar snjóbíll frá Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík sem var æfingarferð fór niður um ís nálægt Landmannalaugum snemma í morgun. Unnið er að því að koma bílnum aftur upp á fast land. Varhugarverðar aðstæður eru nú á hálendingu vegna hlákutíðar undanfarið. 13.3.2021 14:38
Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13.3.2021 13:58
Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku um 150 manns á ráðstefnu stjórnarandstöðu- og óháðra stjórnmálamanna í Moskvu í dag. Þeir eru sakaðir um að tilheyra „óæskilegum“ samtökum. Á meðal þeirra eru nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu. 13.3.2021 13:30
Ekki hægt að opna gamla Suðurstrandarveg að fullu vegna grjóthrunshættu Bæjaryfirvöldum í Grindavík hafa borist ábendingar um að gamli Suðurstrandarvegurinn sé lokaður. Það geti skapað hættu ef það gjósi vestan við Grindavík og komi til rýmingar um Suðurstrandarveg. Atli Geir Júlusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá bænum segir ekki hægt að opna allan veginn að svo stöddu vegna hættu á grjóthruni. 13.3.2021 13:09
Blús og rokkhátíð á Höfn Hornfirðingar sitja ekki með hendur í skauti um helgina því nú stendur yfir á Höfn blús og rokkhátíð þar sem færri komust að en vildu. 13.3.2021 12:28
Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13.3.2021 12:26
Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13.3.2021 11:59
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um áframhaldandi skjálftavirkni á Reykjanesskaga og nýjustu upplýsingar um hvort gos kunni að hefjast á svæðinu. Rætt verður við sérfræðing hjá Veðurstofu Íslands sem greinir frá nýjustu upplýsingum. 13.3.2021 11:45
Mál Þóru gegn Óperunni fær áfrýjunarleyfi hjá Landsrétti Landsréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni söngkonunnar Þóru Einarsdóttur í máli hennar á hendur Íslensku óperunni vegna meintra vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraði en málið fær nú að fara fyrir Landsrétt. 13.3.2021 11:21
Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13.3.2021 11:21
Enginn greindist í gær og á annað hundrað losna úr sóttkví Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, að því er fram kemur í bráðabirgðatölum sem fréttastofa hefur fengið frá almannavörnum. 13.3.2021 10:56
Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær. 13.3.2021 10:42
Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum. 13.3.2021 10:09
Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13.3.2021 09:19
Ítalir herða tökin aftur af ótta við nýja bylgju faraldursins Verslunum, veitingastöðum og skólum verður lokað víðast hver á Ítalíu á mánudag vegna fjölgunar smitaðra undanfarna daga. Mario Draghi, forsætisráðherra, varar við því að ný bylgja kórónuveirufaraldursins sé í uppsiglingu. 13.3.2021 08:32
Ólöglega lagðir bílar töfðu för slökkviliðs Áhöfn dælubíls slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þurfti að færa bifreið með handafli til að komast leiðar sinnar á Laugavegi í Reykjavík í nótt. Slökkviliðsbíll rakst einnig utan í annað bíl þegar hann var á leið í útkall. Báðar bifreiðar voru lagðar ólöglega. 13.3.2021 08:18
Sóttvarnarlög brotin á veitingastað í Kópavogi Lögreglumenn höfðu afskipti af veitingastað í Kópavogi vegna brota á lögum um sóttvarnir og veitingahús í nótt. Forráðamenn staðarins virtu ekki reglur um lokunartíma og þá var lítið um sóttvarnir á staðnum. 13.3.2021 07:54
Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13.3.2021 07:24
Átta jarðskjálftar yfir þrír að stærð frá miðnætti Af þeim rúmlega þrjú hundruð jarðskjálftum sem hafa mælst á Reykjanes frá miðnætti hafa átta verið yfir 3,0 að stærð. Stærsti skjálftinn var 4,6 að stærð klukkan 1:34. 13.3.2021 07:18
Hyundai Ioniq - ekki bara góður rafbíll, einfaldlega góður bíll Hyundai Ioniq EV er fimm manna raf stallbakur frá Hyundai. Heimili Hyundai á Íslandi er BL. Ioniq er einnig fáanlegur sem tengiltvinnbíll. Reynsluakstursbíllinn var rafbíll. 13.3.2021 07:00
Birting minningargreina Morgunblaðsins bönnuð á öðrum miðlum Morgunblaðið hefur nú sett þann varnagla á að ekki er leyfilegt að birta efni úr minningargreinum, sem birtast í blaðinu, á öðrum miðlum án leyfis. Ástæða þess er að birting slíks efnis hefur fallið í grýttan jarðveg hjá aðstandendum látinna. 12.3.2021 23:11
Wayne Couzens ákærður fyrir morðið á Everard Lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn. 12.3.2021 22:21
Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. 12.3.2021 20:33
„Gengur ekki að spila svona með mannslíf” Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir bilun farþegaferjunnar Baldurs í gær hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Óboðlegt sé að spila með mannslíf með þessum hætti og kallar eftir tafarlausum úrbótum. Farþegi um borð segir fólk hafa orðið óttaslegið en sé komið með nóg af aðgerðarleysi. 12.3.2021 20:30
Skapa sjö þúsund ný störf með fimm milljarða innspýtingu Stjórnvöld hyggjast verja allt að fimm milljörðum til að skapa sjö þúsund ný tímabundin störf hér á landi. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að koma fólki í vinnu og virkja atvinnulíf til að skapa ný tækifæri. 12.3.2021 20:08
Börn verði skimuð á landamærunum Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að öll börn þurfi að undirgangast skimun við Covid-19 við komu þeirra til landsins. Hann mun skila af sér tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir á næstu dögum. 12.3.2021 19:16
Ekki ósennilegt að kvika sé nær yfirborði en fyrr í vikunni Ekki er ósennilegt að kvika sé nær yfirborði en fyrr í vikunni við Fagradalsfjall, þegar hún var á um eins kílómetra dýpi að mati hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Vonast sé eftir að gervitunglamynd muni varpa skýrari mynd á það um helgina. 12.3.2021 18:40
Nauðgunardómur mildaður um ár í Landsrétti Dómur yfir manni, sem hafði samræði og önnur kynferðismök við fyrrverandi kærustu sína án hennar samþykkis, beitti hana ofbeldi og hótunum og svipti konuna frelsi, var í dag mildaður úr fjögurra og hálfs árs fangelsisvist í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti. 12.3.2021 18:21