Kristján Þór ekki í framboð aftur Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 07:24 Kristján Þór hefur setið á þingi frá 2007 og verið ráðherra frá árinu 2013, fyrst sem heilbrigðisráðherra, síðan menntamálaráðherra og nú sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. Í viðtalinu segir Kristján Þór að hann ætli ekki að draga sig alfarið í hlé frá stjórnmálum og að hann verði áfram virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins þó að hann verði ekki lengur í forystuhlutverki eftir þetta kjörtímabil. „Ég hef hugsað þetta og búinn að gera það upp við mig að þetta sé orðið gott eftir 35 ára þjónustu í stjórnmálum og ætla því ekki að leita endurkjörs í haust,“ segir hann við blaðið. Kristján Þór hefur legið undir þó nokkurri gagnrýni á þessu kjörtímabili vegna náinna tengsla sinna við stjórnendur Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans vegna þess. Þegar Samherji var sakaður um að hafa mútað ráðamönnum í Namibíu til að tryggja sér kvóta árið 2019 sagði Kristján Þór sig frá því að fjalla um málefni fyrirtækisins. Þá hafði komið í ljós að hann hafði verið kynntur fyrir sumum þeirra sem voru sakaðir um mútuþægni á skrifstofum Samherja árið 2014. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fór með málin í hans stað. Sem landbúnaðarráðherra olli Kristján Þór einnig nokkrum úlfaþyt með ummælum sínum á Alþingi um að það að vera sauðfjárbóndi væri lífsstíll í október. Landssamtök sauðfjárbænda voru á meðal þeirra sem gagnrýndu ráðherrann harðlega vegna ummælanna og sökuðu hann um að vera ekki upplýstan um stöðu greinarinnar. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir Stöð 2 fyrr á þessu ári reyndist Kristján Þór afgerandi óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Aðeins níu prósent svarenda sögðust ánægð með störf hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Í viðtalinu segir Kristján Þór að hann ætli ekki að draga sig alfarið í hlé frá stjórnmálum og að hann verði áfram virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins þó að hann verði ekki lengur í forystuhlutverki eftir þetta kjörtímabil. „Ég hef hugsað þetta og búinn að gera það upp við mig að þetta sé orðið gott eftir 35 ára þjónustu í stjórnmálum og ætla því ekki að leita endurkjörs í haust,“ segir hann við blaðið. Kristján Þór hefur legið undir þó nokkurri gagnrýni á þessu kjörtímabili vegna náinna tengsla sinna við stjórnendur Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans vegna þess. Þegar Samherji var sakaður um að hafa mútað ráðamönnum í Namibíu til að tryggja sér kvóta árið 2019 sagði Kristján Þór sig frá því að fjalla um málefni fyrirtækisins. Þá hafði komið í ljós að hann hafði verið kynntur fyrir sumum þeirra sem voru sakaðir um mútuþægni á skrifstofum Samherja árið 2014. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fór með málin í hans stað. Sem landbúnaðarráðherra olli Kristján Þór einnig nokkrum úlfaþyt með ummælum sínum á Alþingi um að það að vera sauðfjárbóndi væri lífsstíll í október. Landssamtök sauðfjárbænda voru á meðal þeirra sem gagnrýndu ráðherrann harðlega vegna ummælanna og sökuðu hann um að vera ekki upplýstan um stöðu greinarinnar. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir Stöð 2 fyrr á þessu ári reyndist Kristján Þór afgerandi óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Aðeins níu prósent svarenda sögðust ánægð með störf hans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira