Fleiri fréttir John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. 6.3.2021 14:07 Þrír yfir þremur rétt fyrir hádegi Níu skjálftar stærri en 3 að stærð hafa mælst við Fagradalsfjall síðan á miðnætti, þar af þrír skjálftar um 3 skömmu fyrir hádegi. 6.3.2021 13:27 Ekki útilokað að hraun næði niður á Suðurstrandarveg Ekki er talið að hraun muni renna yfir Reykjanesbraut, komi til eldgoss miðað við stöðuna nú á Reykjanesskaga, en ekki er útilokað að hraun næði niður á Suðurstrandarveg. 6.3.2021 12:47 Allt gert til að verjast alvarlegum hrossasjúkdómi á Íslandi Mjög alvarlegur hrossasjúkdómur hefur komið fram í Evrópu, sem valdið hefur dauða fjölda hrossa og miklum veikindum. Allt verður gert til að verjast því að sjúkdómurinn, sem er herpesveira, berist til Íslands. 6.3.2021 12:44 Segir rafmagnsleysið óviðunandi á viðkvæmum tímum fyrir íbúa Grindavíkur Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir rafmagnsleysið í gærkvöldi óviðunandi á viðkvæmum tímum fyrir íbúa Grindavíkur. Bæjarstjórnin mun funda með HS Veitum á mánudag. 6.3.2021 12:10 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Bæjarstjóri í Grindavík segir rafmagnsleysið í gærkvöldi óviðunandi á viðkvæmum tímum fyrir íbúa Grindavíkur. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar en bæjarstjóri hyggst funda um málið með HS Veitum á mánudaginn. 6.3.2021 11:47 Hefði ekki átt að vera rafmagnslaust svona lengi Egill Þorsteinn Sigmundsson, Sviðsstjóri rafmagnssviðs hjá HS Veitum, segir ólíklegt að rafmagnsleysið í Grindavík megi rekja til jarðhræringa á Reykjanesi. Það sé fyrst og fremst óheppni að rafmagni hafi slegið út í Grindavík á þessum tímapunkti. Töluvert langan tíma tók að finna bilunina sem olli rafmagnsleysinu. Rafmagnslaust var í um átta til tíu klukkustundir í gær. 6.3.2021 11:32 Engar Covid-tölur um helgar Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 6.3.2021 10:18 Nú þegar keypt bóluefni fyrir rúma tvo milljarða króna Íslensk stjórnvöld hafa samið við fimm lyfjaframleiðendur um kaup á bóluefni við Covid-19 fyrir 2.150 milljónir króna. Þá hafa þau jafnframt tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir 1.800 milljónir króna til viðbótar. 6.3.2021 09:31 Veðrinu stjórnað af hæðum yfir Bretlandseyjum og Grænlandi Í dag er spáð suðlægri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu en austan átta til þrettán við norðausturströndina. Gera má ráð fyrir dálítilli vætu með köflum en lítilsháttar slyddu eða snjókomu norðaustantil fram eftir degi. Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig, bjart með köflum og milt veður. Léttir til um sunnanvert landið í kvöld. 6.3.2021 09:00 Barði bíla í miðbænum með hamri Karlmaður var í handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í nótt þar sem hann barði í bifreiðar með hamri. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og með fíkniefni meðferðis. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins. 6.3.2021 08:42 Fróaði sér í vitna viðurvist á Canopy Hotel Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot með því að hafa berað kynfæri sín og fróað sér inni á salerni á Canopy Hotel á Smiðjustíg 4 í Reykjavík í mars 2019. 6.3.2021 08:30 Áfram mikil skjálftavirkni: Sex skjálftar um og yfir þremur að stærð í nótt Rúmlega 800 jarðskjálftar hafa mælst frá því á miðnætti, sá stærsti að stærð 3,7 við Fagradalsfjall klukkan 4:11. Fimm aðrir skjálftar hafa mælst um eða yfir þremur að stærð frá miðnætti og hefur mesta virknin verið bundin við Fagradalsfjall. Skömmu fyrir miðnætti, klukkan 23:29, varð svo skjálfti að stærð 3,5 sem mældist sömuleiðis við Fagradalsfjall. 6.3.2021 07:16 Syngjandi leigubílstjóri í Rangárvallasýslu Leigubílstjóri í Rangárvallasýslu segir rólegt í akstri á tímum Covid, það sé helst um helgar, sem nokkrir túrar komi. Bílstjórinn er duglegur að syngja fyrir farþega sína og hann var að kaupa sinn þrettánda Land Cruiser leigubílinn sinn. 6.3.2021 07:14 Tesla Model 3 - Vinsælasta bíl ársins 2020 reynsluekið Tesla Model 3 var mest seldi bíll ársins 2020 á Íslandi en 858 eintök voru nýskráð í fyrra. Tela Model 3 er stallbakur sem er til sölu hjá Tesla Vatnagörðum. Til reynsluaksturs var fenginn fjórhjóladrifinn (Dual Motor) bíll með mestu drægninni (Long Range). Einstök akstursupplifun, ekki bara vegna aflsins og aksturseiginleikanna heldur vegna tæknilegrar framþróunar sem Tesla hefur tekist að koma til almennings í gengum Model 3. 6.3.2021 07:00 Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5.3.2021 23:39 Selfyssingar aftur komnir með rafmagn Rafmagn er aftur komið á Selfoss eftir að það datt út á ellefta tímanum í kvöld. Selfosslína er ennþá úti en verið er að skoða hana samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. 5.3.2021 23:15 Rafmagnslaust á öllu Selfossi Straumlaust er nú á Selfossi vegna útleysingar á Selfosslínu 1. Stjórnstöð Landsnets segir að unnið sé að því að koma rafmagni aftur á bæinn. 5.3.2021 22:30 Rafmagn komið aftur á í Grindavík: „Pjúra óheppni að þetta skuli gerast í Grindavík“ Allur Grindavíkurbær er kominn með rafmagn aftur fyrir utan eitt fyrirtæki en brunninn háspennurofi er talinn orsök rafmagnsleysisins sem hófst klukkan 13:40 í dag. Ekki er talið að bilunin tengist jarðhræringum síðustu daga. 5.3.2021 21:09 „Er ég bara einstakt tilfelli eða er þetta eitthvað kerfislægt?“ Kona sem greindist með frumubreytingar við leghálsskimun í fyrra, en var ekki boðuð í endurkomu eins og átti að gera í febrúar óttast að fleiri konur hafi gleymst eins og hún. 5.3.2021 21:00 Þór sendur til Grindavíkur með varaafl Varðskipið Þór er nú á leið til Grindavíkur þar sem það verður til taks ef framleiða þarf varaafl fyrir hluta bæjarins. Rafmagnslaust hefur verið í helmingi bæjarins frá því klukkan 13:40 í dag. 5.3.2021 20:50 Komu upp varaafli fyrir fjarskipti í Grindavík Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur unnið með fleiri aðilum að því að koma varaafli á mikilvæga staði í bænum, þar á meðal fjarskiptainnviði, eftir að rafmagn fór af bænum um miðjan daginn. 5.3.2021 20:33 Segir mál Lilju vonda lögfræði og enn verri pólitík Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög við skipan ráðuneytisstjóra var afdráttarlaus um að leikreglur hafi verið brotnar að mati þingmanns Viðreisnar. Í málinu sé vond lögfræði og ennþá verri pólitík. 5.3.2021 20:24 Rafmagn komið á helming Grindavíkur Búið er að koma rafmagni á helming Grindavíkur og unnið er að því að koma því á í bænum öllum. Rafmagn fór af klukkan 13:40 og því hefur verið rafmagnslaust í helmingi bæjarins í um sex klukkustundir. 5.3.2021 19:34 Sex kílómetrar á fjögurra klukkustunda fresti í 48 tíma Hörku átök í fjörutíu og átta klukkustundir bíða nú ungs manns, sem hyggst hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum. Þeir eru báðir spenntir fyrir framtakinu en söfnunarfé verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra. 5.3.2021 19:32 Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5.3.2021 19:20 Mátti kalla barnsföður sinn ofbeldismann á Facebook Landsréttur staðfesti sýknu yfir konu sem var kærð fyrir meintar ærumeiðingar um barnsföður sinn á samfélagsmiðlinum Facebook. Konan vísaði til mannsins sem ofbeldismanns í nokkrum færslum á miðlinum. 5.3.2021 19:01 Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. 5.3.2021 19:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kaup á nýju varðskipi, skjálftahrinan á Reykjanesi, dómur yfir menntamálaráðherra og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30. 5.3.2021 18:19 Enn rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur nú verið í Grindavík í um fimm klukkustundir. Landsnet segist hafa komist fyrir bilun sem varð í tengivirki í Svartsengi en starfsmenn HS Veitna leita enn að orsökinni hjá sér. 5.3.2021 18:12 Ekki miklar líkur á eldgosi í núverandi ástandi Engar vísbendingar eru um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráð almannavarna ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Jarðskjálfti upp á allt að 6,5 að stærð er talinn á meðal líklegustu sviðsmynda í jarðskjálftavirkninni á svæðinu. 5.3.2021 17:26 Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5.3.2021 16:59 Samkomulag SA og ASÍ um breytingar á kjarasamningi Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gert breytingar á kjarasamningi aðila um lífeyrismál, en samningurinn er stofnskjal og bakhjarl lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. 5.3.2021 15:36 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5.3.2021 15:15 Rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur verið í Grindavík og nágrenni síðan klukkan 13:14 þegar leysti út spennir í tengivirkinu í Svartsengi. Landsnet leitar að orsök bilunar, segir í tilkynningu. 5.3.2021 14:57 Öllum stafar ógn af ríkjum í afneitun og feluleik Þrjú ríki virðast í afneitun eða feluleik þegar kemur að Covid-19 og hafa ekki deilt upplýsingum um stöðu mála. Umrædd ríki eru Tansanía, Túrkmenistan og Norður-Kórea en sérfræðingar segja áhyggjuefni að SARS-CoV-2 fái mögulega að grassera óáreitt á ákveðnum stöðum. 5.3.2021 14:28 Nýtt varðskip sem fær líklega nafnið Freyja Ríkisstjórnin hefur fallist á tillögu dómsmálaráðherra þess efnis að hafist verði handa við kaup á nýlegu varðskipi. Ástæðan er alvarleg bilun í vél varðskipsins Týs. Kostnaður við viðgerð er talin nema meiru en sem svarar verðmæti skipsins eða um hundrað milljónum króna. 5.3.2021 14:23 UNICEF og Alvotech í samstarf um bóluefni til fátækra ríkja Skrifað var undir samstarfssamning þess efnis að gefa 100 þúsund Bandaríkjadali, eða rúmar 12,7 milljónir króna, til baráttu UNICEF við kórónaveiruna. 5.3.2021 14:20 Verjandinn segir Gunnar Jóhann í skýjunum Gunnar Jóhann Gunnarsson mun vera í skýjunum yfir að dómur yfir honum fyrir að hafa banað hálfbróður sínum hafi verið styttur úr þrettán árum í fimm. Þetta hefur norski vefurinn iFinnmark eftir verjanda hans. 5.3.2021 14:11 Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5.3.2021 13:54 Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5.3.2021 12:59 Mannapar í San Diego bólusettir gegn Covid-19 Níu mannapar í dýragarðinum í San Diego hafa verið bólusettir gegn Covid-19. Um er að ræða fjóra órangúta og fimm simpasa, sem hafa fengið tvo skammta af bóluefni frá Zoetis, fyrirtæki sem framleiðir lyf fyrir dýr. 5.3.2021 12:38 Ljósmyndasýning um þróunarstarf í Eþíópíu og Úganda Ljósmyndasýning Hjálparstarfs kirkjunnar stendur yfir í Smáralind. 5.3.2021 12:16 Í tveggja vikna varðhald vegna morðsins í Rauðagerði Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tvær vikur vegna rannsóknar lögreglunnar á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar. 5.3.2021 12:15 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5.3.2021 12:12 Sjá næstu 50 fréttir
John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. 6.3.2021 14:07
Þrír yfir þremur rétt fyrir hádegi Níu skjálftar stærri en 3 að stærð hafa mælst við Fagradalsfjall síðan á miðnætti, þar af þrír skjálftar um 3 skömmu fyrir hádegi. 6.3.2021 13:27
Ekki útilokað að hraun næði niður á Suðurstrandarveg Ekki er talið að hraun muni renna yfir Reykjanesbraut, komi til eldgoss miðað við stöðuna nú á Reykjanesskaga, en ekki er útilokað að hraun næði niður á Suðurstrandarveg. 6.3.2021 12:47
Allt gert til að verjast alvarlegum hrossasjúkdómi á Íslandi Mjög alvarlegur hrossasjúkdómur hefur komið fram í Evrópu, sem valdið hefur dauða fjölda hrossa og miklum veikindum. Allt verður gert til að verjast því að sjúkdómurinn, sem er herpesveira, berist til Íslands. 6.3.2021 12:44
Segir rafmagnsleysið óviðunandi á viðkvæmum tímum fyrir íbúa Grindavíkur Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir rafmagnsleysið í gærkvöldi óviðunandi á viðkvæmum tímum fyrir íbúa Grindavíkur. Bæjarstjórnin mun funda með HS Veitum á mánudag. 6.3.2021 12:10
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Bæjarstjóri í Grindavík segir rafmagnsleysið í gærkvöldi óviðunandi á viðkvæmum tímum fyrir íbúa Grindavíkur. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar en bæjarstjóri hyggst funda um málið með HS Veitum á mánudaginn. 6.3.2021 11:47
Hefði ekki átt að vera rafmagnslaust svona lengi Egill Þorsteinn Sigmundsson, Sviðsstjóri rafmagnssviðs hjá HS Veitum, segir ólíklegt að rafmagnsleysið í Grindavík megi rekja til jarðhræringa á Reykjanesi. Það sé fyrst og fremst óheppni að rafmagni hafi slegið út í Grindavík á þessum tímapunkti. Töluvert langan tíma tók að finna bilunina sem olli rafmagnsleysinu. Rafmagnslaust var í um átta til tíu klukkustundir í gær. 6.3.2021 11:32
Engar Covid-tölur um helgar Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 6.3.2021 10:18
Nú þegar keypt bóluefni fyrir rúma tvo milljarða króna Íslensk stjórnvöld hafa samið við fimm lyfjaframleiðendur um kaup á bóluefni við Covid-19 fyrir 2.150 milljónir króna. Þá hafa þau jafnframt tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir 1.800 milljónir króna til viðbótar. 6.3.2021 09:31
Veðrinu stjórnað af hæðum yfir Bretlandseyjum og Grænlandi Í dag er spáð suðlægri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu en austan átta til þrettán við norðausturströndina. Gera má ráð fyrir dálítilli vætu með köflum en lítilsháttar slyddu eða snjókomu norðaustantil fram eftir degi. Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig, bjart með köflum og milt veður. Léttir til um sunnanvert landið í kvöld. 6.3.2021 09:00
Barði bíla í miðbænum með hamri Karlmaður var í handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í nótt þar sem hann barði í bifreiðar með hamri. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og með fíkniefni meðferðis. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins. 6.3.2021 08:42
Fróaði sér í vitna viðurvist á Canopy Hotel Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot með því að hafa berað kynfæri sín og fróað sér inni á salerni á Canopy Hotel á Smiðjustíg 4 í Reykjavík í mars 2019. 6.3.2021 08:30
Áfram mikil skjálftavirkni: Sex skjálftar um og yfir þremur að stærð í nótt Rúmlega 800 jarðskjálftar hafa mælst frá því á miðnætti, sá stærsti að stærð 3,7 við Fagradalsfjall klukkan 4:11. Fimm aðrir skjálftar hafa mælst um eða yfir þremur að stærð frá miðnætti og hefur mesta virknin verið bundin við Fagradalsfjall. Skömmu fyrir miðnætti, klukkan 23:29, varð svo skjálfti að stærð 3,5 sem mældist sömuleiðis við Fagradalsfjall. 6.3.2021 07:16
Syngjandi leigubílstjóri í Rangárvallasýslu Leigubílstjóri í Rangárvallasýslu segir rólegt í akstri á tímum Covid, það sé helst um helgar, sem nokkrir túrar komi. Bílstjórinn er duglegur að syngja fyrir farþega sína og hann var að kaupa sinn þrettánda Land Cruiser leigubílinn sinn. 6.3.2021 07:14
Tesla Model 3 - Vinsælasta bíl ársins 2020 reynsluekið Tesla Model 3 var mest seldi bíll ársins 2020 á Íslandi en 858 eintök voru nýskráð í fyrra. Tela Model 3 er stallbakur sem er til sölu hjá Tesla Vatnagörðum. Til reynsluaksturs var fenginn fjórhjóladrifinn (Dual Motor) bíll með mestu drægninni (Long Range). Einstök akstursupplifun, ekki bara vegna aflsins og aksturseiginleikanna heldur vegna tæknilegrar framþróunar sem Tesla hefur tekist að koma til almennings í gengum Model 3. 6.3.2021 07:00
Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5.3.2021 23:39
Selfyssingar aftur komnir með rafmagn Rafmagn er aftur komið á Selfoss eftir að það datt út á ellefta tímanum í kvöld. Selfosslína er ennþá úti en verið er að skoða hana samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. 5.3.2021 23:15
Rafmagnslaust á öllu Selfossi Straumlaust er nú á Selfossi vegna útleysingar á Selfosslínu 1. Stjórnstöð Landsnets segir að unnið sé að því að koma rafmagni aftur á bæinn. 5.3.2021 22:30
Rafmagn komið aftur á í Grindavík: „Pjúra óheppni að þetta skuli gerast í Grindavík“ Allur Grindavíkurbær er kominn með rafmagn aftur fyrir utan eitt fyrirtæki en brunninn háspennurofi er talinn orsök rafmagnsleysisins sem hófst klukkan 13:40 í dag. Ekki er talið að bilunin tengist jarðhræringum síðustu daga. 5.3.2021 21:09
„Er ég bara einstakt tilfelli eða er þetta eitthvað kerfislægt?“ Kona sem greindist með frumubreytingar við leghálsskimun í fyrra, en var ekki boðuð í endurkomu eins og átti að gera í febrúar óttast að fleiri konur hafi gleymst eins og hún. 5.3.2021 21:00
Þór sendur til Grindavíkur með varaafl Varðskipið Þór er nú á leið til Grindavíkur þar sem það verður til taks ef framleiða þarf varaafl fyrir hluta bæjarins. Rafmagnslaust hefur verið í helmingi bæjarins frá því klukkan 13:40 í dag. 5.3.2021 20:50
Komu upp varaafli fyrir fjarskipti í Grindavík Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur unnið með fleiri aðilum að því að koma varaafli á mikilvæga staði í bænum, þar á meðal fjarskiptainnviði, eftir að rafmagn fór af bænum um miðjan daginn. 5.3.2021 20:33
Segir mál Lilju vonda lögfræði og enn verri pólitík Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög við skipan ráðuneytisstjóra var afdráttarlaus um að leikreglur hafi verið brotnar að mati þingmanns Viðreisnar. Í málinu sé vond lögfræði og ennþá verri pólitík. 5.3.2021 20:24
Rafmagn komið á helming Grindavíkur Búið er að koma rafmagni á helming Grindavíkur og unnið er að því að koma því á í bænum öllum. Rafmagn fór af klukkan 13:40 og því hefur verið rafmagnslaust í helmingi bæjarins í um sex klukkustundir. 5.3.2021 19:34
Sex kílómetrar á fjögurra klukkustunda fresti í 48 tíma Hörku átök í fjörutíu og átta klukkustundir bíða nú ungs manns, sem hyggst hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum. Þeir eru báðir spenntir fyrir framtakinu en söfnunarfé verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra. 5.3.2021 19:32
Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5.3.2021 19:20
Mátti kalla barnsföður sinn ofbeldismann á Facebook Landsréttur staðfesti sýknu yfir konu sem var kærð fyrir meintar ærumeiðingar um barnsföður sinn á samfélagsmiðlinum Facebook. Konan vísaði til mannsins sem ofbeldismanns í nokkrum færslum á miðlinum. 5.3.2021 19:01
Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. 5.3.2021 19:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kaup á nýju varðskipi, skjálftahrinan á Reykjanesi, dómur yfir menntamálaráðherra og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30. 5.3.2021 18:19
Enn rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur nú verið í Grindavík í um fimm klukkustundir. Landsnet segist hafa komist fyrir bilun sem varð í tengivirki í Svartsengi en starfsmenn HS Veitna leita enn að orsökinni hjá sér. 5.3.2021 18:12
Ekki miklar líkur á eldgosi í núverandi ástandi Engar vísbendingar eru um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráð almannavarna ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Jarðskjálfti upp á allt að 6,5 að stærð er talinn á meðal líklegustu sviðsmynda í jarðskjálftavirkninni á svæðinu. 5.3.2021 17:26
Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5.3.2021 16:59
Samkomulag SA og ASÍ um breytingar á kjarasamningi Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gert breytingar á kjarasamningi aðila um lífeyrismál, en samningurinn er stofnskjal og bakhjarl lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. 5.3.2021 15:36
Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5.3.2021 15:15
Rafmagnslaust í Grindavík Rafmagnslaust hefur verið í Grindavík og nágrenni síðan klukkan 13:14 þegar leysti út spennir í tengivirkinu í Svartsengi. Landsnet leitar að orsök bilunar, segir í tilkynningu. 5.3.2021 14:57
Öllum stafar ógn af ríkjum í afneitun og feluleik Þrjú ríki virðast í afneitun eða feluleik þegar kemur að Covid-19 og hafa ekki deilt upplýsingum um stöðu mála. Umrædd ríki eru Tansanía, Túrkmenistan og Norður-Kórea en sérfræðingar segja áhyggjuefni að SARS-CoV-2 fái mögulega að grassera óáreitt á ákveðnum stöðum. 5.3.2021 14:28
Nýtt varðskip sem fær líklega nafnið Freyja Ríkisstjórnin hefur fallist á tillögu dómsmálaráðherra þess efnis að hafist verði handa við kaup á nýlegu varðskipi. Ástæðan er alvarleg bilun í vél varðskipsins Týs. Kostnaður við viðgerð er talin nema meiru en sem svarar verðmæti skipsins eða um hundrað milljónum króna. 5.3.2021 14:23
UNICEF og Alvotech í samstarf um bóluefni til fátækra ríkja Skrifað var undir samstarfssamning þess efnis að gefa 100 þúsund Bandaríkjadali, eða rúmar 12,7 milljónir króna, til baráttu UNICEF við kórónaveiruna. 5.3.2021 14:20
Verjandinn segir Gunnar Jóhann í skýjunum Gunnar Jóhann Gunnarsson mun vera í skýjunum yfir að dómur yfir honum fyrir að hafa banað hálfbróður sínum hafi verið styttur úr þrettán árum í fimm. Þetta hefur norski vefurinn iFinnmark eftir verjanda hans. 5.3.2021 14:11
Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5.3.2021 13:54
Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5.3.2021 12:59
Mannapar í San Diego bólusettir gegn Covid-19 Níu mannapar í dýragarðinum í San Diego hafa verið bólusettir gegn Covid-19. Um er að ræða fjóra órangúta og fimm simpasa, sem hafa fengið tvo skammta af bóluefni frá Zoetis, fyrirtæki sem framleiðir lyf fyrir dýr. 5.3.2021 12:38
Ljósmyndasýning um þróunarstarf í Eþíópíu og Úganda Ljósmyndasýning Hjálparstarfs kirkjunnar stendur yfir í Smáralind. 5.3.2021 12:16
Í tveggja vikna varðhald vegna morðsins í Rauðagerði Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tvær vikur vegna rannsóknar lögreglunnar á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar. 5.3.2021 12:15
Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5.3.2021 12:12