Fleiri fréttir Viðskiptalífið, stjórnmálin og heilbrigðiskerfið á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til tólf líkt og aðra sunnudaga. Þá er hægt að hlusta á þáttinn í beinni hér á Vísi. 28.2.2021 09:31 Bóluefni Janssen fær grænt ljós í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt leyfir fyrir notkun bóluefnis Janssen fyrir Covid-19 í landinu. Um er að ræða þriðja bóluefnið sem samþykkt er í Bandaríkjunum og það fyrsta sem gefið er í einni sprautu. Áður hafa bóluefni Pfizer og Moderna fengist samþykkt í landinu. 28.2.2021 08:46 Lokuðu tveimur veitingahúsum á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra lokaði tveimur veitingahúsum í umdæminu í gærkvöldi. Öðru þeirra var lokað vegna útrunnins rekstrarleyfis en hinu vegna brots á sóttvarnalögum. 28.2.2021 08:16 Jarðskjálfti 4 að stærð við Fagradalsfjall Jarðskjálfti í kring um 4 að stærð varð 2,5 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 07:54 í morgun. 28.2.2021 07:57 Bændurnir selja beint frá býli til að styðja byggðina Nokkrir bændur á Barðaströnd hafa gripið til þess ráðs að koma á fót eigin matvælavinnslu og vinna sjálfir afurðir búa sinna heima á bæ. Með því að selja beint frá býli reyna þeir að treysta tekjurnar og þar með búsetuna. 28.2.2021 07:54 Gular viðvaranir á vesturhluta landsins Í dag fer lægð í norðaustur fyrir vestan land. Henni mun fylgja suðvestanátt með hvössum og dimmum éljum, en þurru og björtu veðri austanlands. Búast má við að það taki að lægja í kvöld. 28.2.2021 07:50 Fötin tekin og færð á milli skápa í sundi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þjófnað í Árbæ í Reykjavík skömmu fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Sundlaugargestur hafði týnt lykli að skáp sínum í sundklefanum. 28.2.2021 07:38 Lögregla leiðbeindi starfsfólki veitingastaða um opnunartíma og reglur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í reglubundið eftirlit með veitingahúsum í miðborginni í gærkvöldi og voru nokkrir veitingastaðir sóttir heim. Samkvæmt lögreglu var ástandið nokkuð gott þó skerpa hafi þurft á nokkrum reglum. 28.2.2021 07:29 Skjálfti upp á 4,7 í nótt Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 varð um þrjá kílómetra suðvestur af Keili klukkan 00:19 í nótt. Skjálftinn fannst vel á Reykjanesskaga en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa borist tilkynningar allt frá Hvolsvelli og upp í Borgarfjörð um að skjálftinn hafi fundist. 28.2.2021 07:20 Ár frá því kórónuveiran nam land á Íslandi Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir ári síðan sem fréttin var sögð af fyrsta greinda tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. 28.2.2021 07:01 Fjórir skjálftar yfir þremur í kvöld Fjórir jarðskjálftar yfir þremur að stærð hafa riðið yfir á Reykjanesskaga í kvöld. Fyrstu tveir skjálftarnir riðu yfir á áttunda tímanum í kvöld en tveir skjálftar til viðbótar yfir þremur að stærð riðu yfir á ellefta tímanum. 27.2.2021 23:12 Dóminíska lýðveldið girðir af landamærin við Haítí Dóminíska lýðveldið mun hefja framkvæmdir við að reisa girðingu á landamærum þess að Haítí síðar á þessu ári. Um er að ræða 376 kílómetra löng landamæri og segir forseti lýðveldisins verkefnið miða að því að stemma stigu við smygli og koma í veg fyrir að óskráðir innflytjendur fari yfir landamærin. 27.2.2021 22:55 Flytur heim og fær ekki fæðingarorlof: „Þetta er bara ein hindrunin af mörgum“ Bjarki Brynjarsson og Þóra Sigurðardóttir eru búsett í Noregi, eiga von á sínu fyrsta barni í maí og ætla að flytja heim til Íslands í vor. Þóra á rétt á fæðingarorlofi í Noregi þar sem hún heldur starfi sínu áfram. Bjarki á hins vegar hvorki rétt á fæðingarorlofi á Íslandi né í Noregi vegna ólíkra viðmiða um rétt til fæðingarorlofs í löndunum tveimur. 27.2.2021 22:01 Bænastund fyrir John Snorra og félaga frestað vegna veðurs Bænastund fyrir John Snorra Sigurjónsson, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr við Vífilsstaðavatn hefur verið frestað fram á þriðjudagskvöld vegna slæmrar veðurspár. Bænastundin átti að fara fram annað kvöld til þess að biðja fyrir félögunum. 27.2.2021 22:01 Ólíklegt að allt höfuðborgarsvæðið verði rýmt ef til eldgoss kemur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir mjög ólíklegt að höfuðborgarsvæðið allt yrði rýmt ef eldgos brytist út í nálægð við höfuðborgina. Rýmingaráætlun almannavarna ganga út á að rýma ákveðna hluta höfuðborgarsvæðisins. 27.2.2021 21:15 Stóðu heiðursvörð við útför kafteins Tom Moore Útför kafteins Tom Moore, sem safnaði milljörðum til styrktar breska heilbrigðiskerfinu síðasta vor, fór fram í dag. Breskir hermenn stóðu heiðursvörð og herflugvélar flugu yfir útförinni til heiðurs kafteininum. 27.2.2021 20:06 Sjö herbergjum lokað á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli Það blæs ekki byrlega fyrir hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli því þar stendur til að loka sjö hjúkrunarrýmum í nýrri álmu heimilisins. Ástæðan er sú að ekki fæst rekstrarfé frá ríkinu fyrir rýmin sjö. 27.2.2021 19:46 Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. 27.2.2021 19:30 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27.2.2021 18:19 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Magnús Tuma Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði í beinni útsendingu sem sat fund vísindaráðs almannavarna í dag vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi. 27.2.2021 18:01 Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. 27.2.2021 17:28 Dregið hefur úr skjálftahrinunni Tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir frá miðnætti. Þar af fjörutíu yfir þremur að stærð. Mesta virknin var eftir stóra skjálftann klukkan rúmlega átta í morgun og til klukkan tíu en eftir þann tíma hefur dregið úr hrinunni og þá sérstaklega nú eftir hádegi. 27.2.2021 16:55 Hrinan ekkert einsdæmi en von á skjálftum í einhverja daga „Þessi hrina er bara ennþá í gangi. Hún er á svipuðum slóðum og hún hefur verið, það er aðallega virkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stöðu mála á Reykjanesskaga. 27.2.2021 14:48 Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27.2.2021 14:09 Yfir fjögur hundruð fangar flúðu úr yfirfullu fangelsi Yfir fjögur hundruð fangar flúðu úr fangelsi skammt frá Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, á fimmtudag. Yfirmaður fangelsisins lést í uppþotunum sem leiddu að fjöldaflóttanum. 27.2.2021 13:47 Mæla hvort kvikugas streymi til yfirborðs Jarðvísindamenn fylgjast náið með því hvort einhverjar vísbendingar sjáist um kvikuhreyfingar í tengslum við jarðskjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Einn liður í eftirlitinu eru daglegar mælingar á gasuppstreymi. 27.2.2021 13:31 Þriðjungur bandaríska hermanna afþakkar bólusetningu Þriðjungur bandaríska hermanna hefur afþakkað bólusetningu gegn Covid-19. Sums staðar, til dæmis í Fort Bragg í Norður-Karolínu, hefur minna en helmingur látið bólusetja sig. 27.2.2021 13:29 Naukowcy przewidują gdzie może dojść do erupcji Najbardziej prawdopodobne obszary, gdzie może wystąpić erupcja znajdują się w okolicy Trölladyngja. 27.2.2021 12:32 Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27.2.2021 12:15 Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut. 27.2.2021 12:15 Almar sá fimmti sem sækist eftir fyrsta sæti VG á Suðurlandi Almar Sigurðsson, sem rekur Gistiheimilið á Lambastöðum í Flóahreppi, gefur kost á sér í forvali Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar, og sækist eftir fyrsta sæti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almari. 27.2.2021 12:06 Bein útsending: Vísindi á mannamáli Á Stafræna Háskóladeginum situr vísinda- og fræðafólk Háskóla Íslands fyrir svörum í beinu streymi úr Hátíðasal skólans. 27.2.2021 12:00 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um þá miklu skjálftavirkni sem verið hefur á Reykjanesskaga síðustu daga, og mögulega sviðsmyndir í framhaldinu. 27.2.2021 11:46 Segir smit gærdagsins ekkert til að hafa áhyggjur af „Þetta er bara afleitt smit frá landamærasmiti. Einstaklingur sem kom hingað fyrir vikutíma og var að ljúka við sína sóttkví. Meðan við erum með fólk í sóttkví þá getum við alltaf búist við því að greina einhverja áfram,“ segir Þórólfur Guðnason um þær fréttir að einn hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í gær. 27.2.2021 11:38 Einn greindist innanlands og einn á landamærunum Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var hann í sóttkví við greiningu. 27.2.2021 10:54 Hætta á að hraunstraumar gætu lokað Reykjanesbraut Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að sú sviðsmynd sem dregin er upp í spá hóps á vegum Háskóla Íslands, um að ef gjósa tæki á Reykjanesskaga myndi hraun flæða um miðjan skagann, sé ein þeirra sviðsmynda sem horft sé til hjá Almannavörnum. 27.2.2021 10:51 Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27.2.2021 10:30 Sprungur í Suðurstrandavegi afleiðing skjálfta Vegagerðin varar við sprungum sem myndast hafa í Suðurstrandarvegi á Reykjansskaga, vestan við Vigdísarvallaveg. Sprungurnar hafa líklega myndast í kjölfar jarðhræringa sem hafa verið á svæðinu. 27.2.2021 10:28 Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 27.2.2021 10:20 Lögreglan á Suðurnesjum á harðaspretti Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni, vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, tók á rás frá lögreglu en var hlaupinn uppi og handtekinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 27.2.2021 09:59 Biden skrefinu nær því að ná björgunarpakkanum í gegn Björgunarpakkafrumvarp Joes Biden Bandaríkjaforseta var samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt. Frumvarpið gerir ráð fyrir opinberum útgjöldum upp á 1.900 milljarða dollara. 27.2.2021 09:35 Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27.2.2021 08:10 Hundar Lady Gaga komnir heim heilir á húfi Koji og Gustav, frönskum bolabítum bandarísku tónlistarkonunnar Lady Gaga, hefur verið skilað til eiganda síns heilum á húfi. Þeir voru teknir ófrjálsri hendi og Ryan Fischer, aðstoðarmaður Gaga, skotinn í bringuna síðastliðinn miðvikudag. 27.2.2021 08:01 Vætusamt og hlýtt í dag en kólnar á morgun Búast má við sunnan- og suðvestanátt, um tíu til átján metrum á sekúndu í dag. Vætusamt verður og fremur hlýtt, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. 27.2.2021 07:45 Partígestur ýtti við lögregluþjóni og sparkaði í lögreglubíl Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um partíhávaða frá íbúð í Hlíðahverfinu í Reykjavík klukkan hálf eitt í nótt. Samkvæmt dagbók lögreglu var þar fjöldi ungmenna með múgæsing og fóru fæst þeirra eftir fyrirmælum lögreglu, sem ekki kemur fram hver voru. 27.2.2021 07:37 Sjá næstu 50 fréttir
Viðskiptalífið, stjórnmálin og heilbrigðiskerfið á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til tólf líkt og aðra sunnudaga. Þá er hægt að hlusta á þáttinn í beinni hér á Vísi. 28.2.2021 09:31
Bóluefni Janssen fær grænt ljós í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt leyfir fyrir notkun bóluefnis Janssen fyrir Covid-19 í landinu. Um er að ræða þriðja bóluefnið sem samþykkt er í Bandaríkjunum og það fyrsta sem gefið er í einni sprautu. Áður hafa bóluefni Pfizer og Moderna fengist samþykkt í landinu. 28.2.2021 08:46
Lokuðu tveimur veitingahúsum á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra lokaði tveimur veitingahúsum í umdæminu í gærkvöldi. Öðru þeirra var lokað vegna útrunnins rekstrarleyfis en hinu vegna brots á sóttvarnalögum. 28.2.2021 08:16
Jarðskjálfti 4 að stærð við Fagradalsfjall Jarðskjálfti í kring um 4 að stærð varð 2,5 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 07:54 í morgun. 28.2.2021 07:57
Bændurnir selja beint frá býli til að styðja byggðina Nokkrir bændur á Barðaströnd hafa gripið til þess ráðs að koma á fót eigin matvælavinnslu og vinna sjálfir afurðir búa sinna heima á bæ. Með því að selja beint frá býli reyna þeir að treysta tekjurnar og þar með búsetuna. 28.2.2021 07:54
Gular viðvaranir á vesturhluta landsins Í dag fer lægð í norðaustur fyrir vestan land. Henni mun fylgja suðvestanátt með hvössum og dimmum éljum, en þurru og björtu veðri austanlands. Búast má við að það taki að lægja í kvöld. 28.2.2021 07:50
Fötin tekin og færð á milli skápa í sundi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þjófnað í Árbæ í Reykjavík skömmu fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Sundlaugargestur hafði týnt lykli að skáp sínum í sundklefanum. 28.2.2021 07:38
Lögregla leiðbeindi starfsfólki veitingastaða um opnunartíma og reglur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í reglubundið eftirlit með veitingahúsum í miðborginni í gærkvöldi og voru nokkrir veitingastaðir sóttir heim. Samkvæmt lögreglu var ástandið nokkuð gott þó skerpa hafi þurft á nokkrum reglum. 28.2.2021 07:29
Skjálfti upp á 4,7 í nótt Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 varð um þrjá kílómetra suðvestur af Keili klukkan 00:19 í nótt. Skjálftinn fannst vel á Reykjanesskaga en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa borist tilkynningar allt frá Hvolsvelli og upp í Borgarfjörð um að skjálftinn hafi fundist. 28.2.2021 07:20
Ár frá því kórónuveiran nam land á Íslandi Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir ári síðan sem fréttin var sögð af fyrsta greinda tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. 28.2.2021 07:01
Fjórir skjálftar yfir þremur í kvöld Fjórir jarðskjálftar yfir þremur að stærð hafa riðið yfir á Reykjanesskaga í kvöld. Fyrstu tveir skjálftarnir riðu yfir á áttunda tímanum í kvöld en tveir skjálftar til viðbótar yfir þremur að stærð riðu yfir á ellefta tímanum. 27.2.2021 23:12
Dóminíska lýðveldið girðir af landamærin við Haítí Dóminíska lýðveldið mun hefja framkvæmdir við að reisa girðingu á landamærum þess að Haítí síðar á þessu ári. Um er að ræða 376 kílómetra löng landamæri og segir forseti lýðveldisins verkefnið miða að því að stemma stigu við smygli og koma í veg fyrir að óskráðir innflytjendur fari yfir landamærin. 27.2.2021 22:55
Flytur heim og fær ekki fæðingarorlof: „Þetta er bara ein hindrunin af mörgum“ Bjarki Brynjarsson og Þóra Sigurðardóttir eru búsett í Noregi, eiga von á sínu fyrsta barni í maí og ætla að flytja heim til Íslands í vor. Þóra á rétt á fæðingarorlofi í Noregi þar sem hún heldur starfi sínu áfram. Bjarki á hins vegar hvorki rétt á fæðingarorlofi á Íslandi né í Noregi vegna ólíkra viðmiða um rétt til fæðingarorlofs í löndunum tveimur. 27.2.2021 22:01
Bænastund fyrir John Snorra og félaga frestað vegna veðurs Bænastund fyrir John Snorra Sigurjónsson, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr við Vífilsstaðavatn hefur verið frestað fram á þriðjudagskvöld vegna slæmrar veðurspár. Bænastundin átti að fara fram annað kvöld til þess að biðja fyrir félögunum. 27.2.2021 22:01
Ólíklegt að allt höfuðborgarsvæðið verði rýmt ef til eldgoss kemur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir mjög ólíklegt að höfuðborgarsvæðið allt yrði rýmt ef eldgos brytist út í nálægð við höfuðborgina. Rýmingaráætlun almannavarna ganga út á að rýma ákveðna hluta höfuðborgarsvæðisins. 27.2.2021 21:15
Stóðu heiðursvörð við útför kafteins Tom Moore Útför kafteins Tom Moore, sem safnaði milljörðum til styrktar breska heilbrigðiskerfinu síðasta vor, fór fram í dag. Breskir hermenn stóðu heiðursvörð og herflugvélar flugu yfir útförinni til heiðurs kafteininum. 27.2.2021 20:06
Sjö herbergjum lokað á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli Það blæs ekki byrlega fyrir hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli því þar stendur til að loka sjö hjúkrunarrýmum í nýrri álmu heimilisins. Ástæðan er sú að ekki fæst rekstrarfé frá ríkinu fyrir rýmin sjö. 27.2.2021 19:46
Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. 27.2.2021 19:30
Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27.2.2021 18:19
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Magnús Tuma Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði í beinni útsendingu sem sat fund vísindaráðs almannavarna í dag vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi. 27.2.2021 18:01
Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. 27.2.2021 17:28
Dregið hefur úr skjálftahrinunni Tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir frá miðnætti. Þar af fjörutíu yfir þremur að stærð. Mesta virknin var eftir stóra skjálftann klukkan rúmlega átta í morgun og til klukkan tíu en eftir þann tíma hefur dregið úr hrinunni og þá sérstaklega nú eftir hádegi. 27.2.2021 16:55
Hrinan ekkert einsdæmi en von á skjálftum í einhverja daga „Þessi hrina er bara ennþá í gangi. Hún er á svipuðum slóðum og hún hefur verið, það er aðallega virkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stöðu mála á Reykjanesskaga. 27.2.2021 14:48
Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27.2.2021 14:09
Yfir fjögur hundruð fangar flúðu úr yfirfullu fangelsi Yfir fjögur hundruð fangar flúðu úr fangelsi skammt frá Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, á fimmtudag. Yfirmaður fangelsisins lést í uppþotunum sem leiddu að fjöldaflóttanum. 27.2.2021 13:47
Mæla hvort kvikugas streymi til yfirborðs Jarðvísindamenn fylgjast náið með því hvort einhverjar vísbendingar sjáist um kvikuhreyfingar í tengslum við jarðskjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Einn liður í eftirlitinu eru daglegar mælingar á gasuppstreymi. 27.2.2021 13:31
Þriðjungur bandaríska hermanna afþakkar bólusetningu Þriðjungur bandaríska hermanna hefur afþakkað bólusetningu gegn Covid-19. Sums staðar, til dæmis í Fort Bragg í Norður-Karolínu, hefur minna en helmingur látið bólusetja sig. 27.2.2021 13:29
Naukowcy przewidują gdzie może dojść do erupcji Najbardziej prawdopodobne obszary, gdzie może wystąpić erupcja znajdują się w okolicy Trölladyngja. 27.2.2021 12:32
Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27.2.2021 12:15
Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut. 27.2.2021 12:15
Almar sá fimmti sem sækist eftir fyrsta sæti VG á Suðurlandi Almar Sigurðsson, sem rekur Gistiheimilið á Lambastöðum í Flóahreppi, gefur kost á sér í forvali Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar, og sækist eftir fyrsta sæti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almari. 27.2.2021 12:06
Bein útsending: Vísindi á mannamáli Á Stafræna Háskóladeginum situr vísinda- og fræðafólk Háskóla Íslands fyrir svörum í beinu streymi úr Hátíðasal skólans. 27.2.2021 12:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um þá miklu skjálftavirkni sem verið hefur á Reykjanesskaga síðustu daga, og mögulega sviðsmyndir í framhaldinu. 27.2.2021 11:46
Segir smit gærdagsins ekkert til að hafa áhyggjur af „Þetta er bara afleitt smit frá landamærasmiti. Einstaklingur sem kom hingað fyrir vikutíma og var að ljúka við sína sóttkví. Meðan við erum með fólk í sóttkví þá getum við alltaf búist við því að greina einhverja áfram,“ segir Þórólfur Guðnason um þær fréttir að einn hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í gær. 27.2.2021 11:38
Einn greindist innanlands og einn á landamærunum Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var hann í sóttkví við greiningu. 27.2.2021 10:54
Hætta á að hraunstraumar gætu lokað Reykjanesbraut Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að sú sviðsmynd sem dregin er upp í spá hóps á vegum Háskóla Íslands, um að ef gjósa tæki á Reykjanesskaga myndi hraun flæða um miðjan skagann, sé ein þeirra sviðsmynda sem horft sé til hjá Almannavörnum. 27.2.2021 10:51
Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27.2.2021 10:30
Sprungur í Suðurstrandavegi afleiðing skjálfta Vegagerðin varar við sprungum sem myndast hafa í Suðurstrandarvegi á Reykjansskaga, vestan við Vigdísarvallaveg. Sprungurnar hafa líklega myndast í kjölfar jarðhræringa sem hafa verið á svæðinu. 27.2.2021 10:28
Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 27.2.2021 10:20
Lögreglan á Suðurnesjum á harðaspretti Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni, vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, tók á rás frá lögreglu en var hlaupinn uppi og handtekinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 27.2.2021 09:59
Biden skrefinu nær því að ná björgunarpakkanum í gegn Björgunarpakkafrumvarp Joes Biden Bandaríkjaforseta var samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt. Frumvarpið gerir ráð fyrir opinberum útgjöldum upp á 1.900 milljarða dollara. 27.2.2021 09:35
Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27.2.2021 08:10
Hundar Lady Gaga komnir heim heilir á húfi Koji og Gustav, frönskum bolabítum bandarísku tónlistarkonunnar Lady Gaga, hefur verið skilað til eiganda síns heilum á húfi. Þeir voru teknir ófrjálsri hendi og Ryan Fischer, aðstoðarmaður Gaga, skotinn í bringuna síðastliðinn miðvikudag. 27.2.2021 08:01
Vætusamt og hlýtt í dag en kólnar á morgun Búast má við sunnan- og suðvestanátt, um tíu til átján metrum á sekúndu í dag. Vætusamt verður og fremur hlýtt, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. 27.2.2021 07:45
Partígestur ýtti við lögregluþjóni og sparkaði í lögreglubíl Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um partíhávaða frá íbúð í Hlíðahverfinu í Reykjavík klukkan hálf eitt í nótt. Samkvæmt dagbók lögreglu var þar fjöldi ungmenna með múgæsing og fóru fæst þeirra eftir fyrirmælum lögreglu, sem ekki kemur fram hver voru. 27.2.2021 07:37
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent