Fleiri fréttir Skjálftinn mældist 4,9 að stærð Enn skelfur jörðin og fannst rétt í þessu snarpur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann 4,9 að stærð. 26.2.2021 22:43 Gaslyktin í Vesturbænum kom til vegna efnafræðitilraunar „Eru fleiri í Vesturbænum að finna sterka gaslykt úti við?“ svona hefst færsla sem rituð var í Facebook hópinn „Vesturbærinn.“ Nokkrir íbúar furðuðu sig á lyktinni og hvaðan hún kæmi. 26.2.2021 21:57 ISIS-brúður fær ekki að snúa aftur til Bretlands Hæstiréttur Bretlands hefur komist að þeirri niðurstöður að Shamima Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul, megi ekki snúa aftur til Bretlands til að berjast fyrir ríkisborgararétti sínum. 26.2.2021 21:46 Málið umfangsmikið og rannsókn rétt að hefjast Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn á morðinu í Rauðagerði gríðarlega umfangsmikla og langt í land að hún klárist. Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við málið. 26.2.2021 21:05 Snarpur skjálfti fannst vel í höfuðborginni Snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. 26.2.2021 20:18 Ekki viss um að óvenju margar fæðingar undanfarnar vikur séu afleiðingar samkomubannsins Óvenju mörg börn hafa fæðst á fæðingarvakt Landspítalans undanfarnar tvær vikur, eða hátt í sautján á dag. 26.2.2021 20:05 Glæpahópar farnir að nýta sér kunnáttu sérfræðinga Lögregla áætlar að um fimmtán glæpahópar séu starfræktir hérlendis. Hóparnir virðast í auknum mæli nýta sér aðstoð sérfræðinga við afbrot sín. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa einhverja tengingu við fíkniefnaframleiðslu eða -dreifingu. 26.2.2021 20:04 Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll. 26.2.2021 20:00 Rúmlega 5000 skjálftar mælst á svæðinu: „Á meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5“ Skjálfti að stærðinni 4,1 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18:24. Upptökin eru norðaustur af Fagradalsfjalli. 26.2.2021 19:36 Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26.2.2021 18:30 Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26.2.2021 18:22 Kvöldfréttir Stöðvar2 Jörð nötrar enn á suðvesturhorninu þar sem stórir jarðskjálftar hafa mælst í dag. Þrjátíu skjálftar hafa mælst yfir þremur. Við ræðum málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar kl.18:30 við Kristínu Jónsdóttur hópsstjóra náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands og Fannar Jónasson bæjarstjóra Grindavíkur. 26.2.2021 18:10 Ekkert lát á snörpum skjálftum Snarpur skjálfti 4,4 að stærð reið yfir á suðvesturhorninu um klukkan 16:48 og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. 26.2.2021 17:37 Sakfelldur fyrir að nauðga dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar eftir sýknu í héraði Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar. Einnig var hann sakfelldur fyrir vörslu kókaíns og fyrir að hafa skoðað 85 ljósmyndir og eitt myndband sem sýndu börn á kynferðislegan hátt í farsíma sínum. 26.2.2021 17:13 Pięć dużych trzęsień ziemi w 25 minut w Fagradalsfjall Od środy, na tym obszarze zarejestrowano około 5000 trzęsień ziemi. 26.2.2021 16:15 Dæmdur fyrir nauðgun undir fölsku flaggi Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í fjögurrra ára fangelsi fyrir nauðgun og brot gegn blygðungarsemi ungrar konu. Gabríel vilti á sér heimildir um tuttugu mánaða skeið, kúgaði konuna til kynmaka með öðrum mönnum og til að senda sér kynferðislegt myndefni. Þá nauðgaði hann henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. 26.2.2021 16:02 Búast við mikilli aukningu fjárútláta til varnarmála Sérfræðingar búast við því að ráðamenn í Kína muni tilkynna töluverða hækkun á fjárútlátum til varnarmála í upphafi nýs þings í næsta mánuði. Hækkunin í fyrra var 6,6 prósent, sem var sú lægsta í áratugi. 26.2.2021 15:46 Nýr styrktarflokkur til að hvetja fyrirtæki til þátttöku í þróunarsamvinnu Þróunarfræ er samstarfsverkefni Samstarfssjóðs við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á vegum utanríkisráðuneytisins og Tækniþróunarsjóðs á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 26.2.2021 14:52 Símon Sigvaldason skipaður dómari við Landsrétt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, í embætti dómara við Landsrétt frá 1. mars næstkomandi. 26.2.2021 14:27 Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26.2.2021 14:18 Dómar yfir Jaroslövu og fimm samverkamönnum mildaðir Jaroslava Davíðsson var í Landsrétti í dag dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot með aðild að framleiðslu amfetamíns í sumarbústað í Borgarnesi. Dómur hennar og fimm karlmanna í málinu voru mildaðir frá því sem var í héraðsdómi. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14 í dag. 26.2.2021 14:14 Óþol í garð spandex-klæddra riddara götunnar sprakk út með látum á vef lögreglunnar Hjólreiðamenn segjast hvergi mega vera og öll úrræði vanti. 26.2.2021 14:02 FÍA stefnir Bláfugli og SA vegna ólögmætra uppsagna Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagna flugmanna Bláfugls sem félagið telur ólögmætar. Að sögn FÍA er málið til skoðunar hjá Vinnumálastofnun auk þess sem ábending hefur verið send til skattyfirvalda vegna meintrar gerviverktöku. 26.2.2021 13:37 Stjórnvöld styrkja Eurovison-safn og heimildaþætti Jóhannesar um faraldurinn Ríkisstjórnin hyggst styrkja gerð heimildaþátta um Covid-19 faraldurinn á Íslandi um fimm milljónir króna. Þá ætlar hún styðja við uppbyggingu Eurovision-safns á Húsavík fyrir tvær milljónir króna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 26.2.2021 13:28 Sjá ekki nein merki um gosóróa Vísindamenn Veðurstofu Íslands sjá engin merki um gosóróa á Reykjanesi. Ekkert lát er hins vegar á jarðskjálftavirkni á svæðinu sem sést best á því að á innan við hálftíma nú í hádeginu urðu fimm mjög snarpir skjálftar sem allir áttu upptök sín um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli. 26.2.2021 13:12 Áheitaráðstefna vegna Jemen á mánudag Í ljósi grafalvarlegrar stöðu íbúa Jemen boða Sameinuðu þjóðirnar til fjáröflunarfundar. 26.2.2021 12:54 Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26.2.2021 12:53 Ætlar að leiða leitina að þremenningunum: „Megi Allah vera með okkur“ „Á síðustu vikum hef ég gengið í gegnum eina mest krefjandi og trámatísku reynslu á ævinni. Ég vil ekki muna tíma örvæntingar og ótta. Ég vinn að því að græða sjálfan mig og freista þess að hjálpa fjölskyldunni minni að gera slíkt hið sama.“ 26.2.2021 12:45 Hundruðum skólastúlkna rænt í Nígeríu Vopnaðir menn hafa rænt nokkur hundruð skólastúlkum í norðvesturhluta Nígeríu. Það er önnur árás af þessu tagi en fyrir rétt rúmri viku síðan var fjölmörgum drengjum rænt úr heimavistarskóla á svæðinu. 26.2.2021 12:42 Grindavík hristist á ný Tveir snarpir jarðskjálftar hafa orðið nú í hádeginu á Reykjanesinu. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir bæjarbúa hafa fundið vel fyrir þeim báðum og að það hafi hrist vel. Íbúar séu orðnir flestu vanir eftir síðustu tvo daga. „Þetta venst en það er óþægilegt ef þeir eru mjög stórir,“ segir Fannar. 26.2.2021 12:34 Styrkja kaup á minnisvarða um Hans Jónatan og gerð afsteypu af styttu Nínu Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita styrki annars vegar til kaupa á minnisvarða um Hans Jónatan sem sett verður upp á Djúpavogi og hins vegar til gerðar afsteypu af styttunni „Afrekshugur“ eftir Nínu Sæmundsson sem verður fundinn staður á Hvolsvelli. 26.2.2021 12:33 Fimm stórir skjálftar á 25 mínútum við Fagradalsfjall Enn nötrar jörðin á suðvesturhorninu þar sem stórir skjálftar finnast. Stór skjálfti að stærð 4,4 reið yfir upp úr klukkan tólf og virðist ekkert lát á skjálftavirkninni sem verið hefur á svæðinu undanfarna tvo sólarhringa. 26.2.2021 12:08 Skotárásin og rán á hundum Lady Gaga náðist á myndband Árásin á aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga, sem var á gangi með hunda hennar, náðist á myndband. Tveir menn á hvítum bíl veittust að aðstoðarmanninum á miðvikudaginn og reyndu að ræna hundum söngkonunnar af honum. 26.2.2021 11:21 „Ég varð að halda andliti barnanna vegna“ „Tíminn vinnur almennt með okkur, en þetta var svakalega erfitt sérstaklega fyrsta árið eftir að þetta gerðist. Ég varð að halda andliti barnanna vegna. Þau hafa misst tvær mikilvægar manneskjur úr lífi sínu, og ég stóð eftir ein.“ 26.2.2021 11:04 Ekkert innanlandssmit fimmta daginn í röð Fimmta daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist á landamærum þar sem niðurstöðu mótefnamælingar er beðið. 26.2.2021 10:58 Kastaði börnum sínum út um glugga á fjórðu hæð Tyrknesk móðir bjargaði börnum sínum frá bruna í Istanbúl í vikunni með því að kasta þeim út um gluggann á íbúð þeirra á fjórðu hæð sex hæða húss. 26.2.2021 10:39 Ísland á smáþjóðaleikunum í jarðskjálftamálum Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks gefur ekki mikið fyrir íslenska jarðskjálfta. 26.2.2021 10:16 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að úrskurðurinn sé á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 26.2.2021 10:13 Yfirgáfu Norður-Kóreu á handknúnum járnbrautavagni Rússneskir erindrekar og fjölskyldur þeirra þurftu að nota handknúinn járnbrautarvagn til að ferðast frá Norður-Kóreu, þar sem landamærin eru alfarið lokuð vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. 26.2.2021 10:02 Snarpur skjálfti á Reykjanesi Klukkan 08:37 varð jarðskjálfti að stærð 3,2 um 2,1 kílómetra austur af Fagradalsfjalli. Skjálftinn fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík. 26.2.2021 09:02 Páll telur mótframboð í 1. sæti ekki beint gegn honum Páll Magnússon fyrsti þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi túlkar framboð tveggja annarra í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar ekki sem framboð gegn sér, persónulega. 26.2.2021 08:39 Bandaríkjaher gerir loftárás í austurhluta Sýrlands Bandaríkjaher gerði í gærkvöldi loftárásir á mannvirki við landamærastöð í Sýrlandi sem notuð er af fjölda vígasamtaka sem nýtur stuðnings stjórnvalda í Íran. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist um mannfall. 26.2.2021 08:01 Ísland og meirihluti Noregs á grænni grein Líkt og undanfarinn mánuð er Ísland eina landið í Evrópu sem alfarið er merkt grænt á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Meirihluti Noregs er einnig grænn en nokkur svæði þar eru þó merkt appelsínugul. 26.2.2021 07:34 Handtekinn vegna þjófnaðs úr skartgripaverslun Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær mann eftir að tilkynnt var um þjófnað úr skartgripaverslun í miðborg Reykjavíkur. 26.2.2021 07:33 Rigning og bætir í vind í kvöld Landsmenn mega eiga von á suðlægri átt í dag, víða átta og þrettán metrum á sekúndu, og rigningu eða skúrum, og talsverðri rigningu á Suðausturlandi. Úrkomulítið verður um landið norðaustanvert. 26.2.2021 07:15 Sjá næstu 50 fréttir
Skjálftinn mældist 4,9 að stærð Enn skelfur jörðin og fannst rétt í þessu snarpur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann 4,9 að stærð. 26.2.2021 22:43
Gaslyktin í Vesturbænum kom til vegna efnafræðitilraunar „Eru fleiri í Vesturbænum að finna sterka gaslykt úti við?“ svona hefst færsla sem rituð var í Facebook hópinn „Vesturbærinn.“ Nokkrir íbúar furðuðu sig á lyktinni og hvaðan hún kæmi. 26.2.2021 21:57
ISIS-brúður fær ekki að snúa aftur til Bretlands Hæstiréttur Bretlands hefur komist að þeirri niðurstöður að Shamima Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul, megi ekki snúa aftur til Bretlands til að berjast fyrir ríkisborgararétti sínum. 26.2.2021 21:46
Málið umfangsmikið og rannsókn rétt að hefjast Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn á morðinu í Rauðagerði gríðarlega umfangsmikla og langt í land að hún klárist. Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við málið. 26.2.2021 21:05
Snarpur skjálfti fannst vel í höfuðborginni Snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. 26.2.2021 20:18
Ekki viss um að óvenju margar fæðingar undanfarnar vikur séu afleiðingar samkomubannsins Óvenju mörg börn hafa fæðst á fæðingarvakt Landspítalans undanfarnar tvær vikur, eða hátt í sautján á dag. 26.2.2021 20:05
Glæpahópar farnir að nýta sér kunnáttu sérfræðinga Lögregla áætlar að um fimmtán glæpahópar séu starfræktir hérlendis. Hóparnir virðast í auknum mæli nýta sér aðstoð sérfræðinga við afbrot sín. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa einhverja tengingu við fíkniefnaframleiðslu eða -dreifingu. 26.2.2021 20:04
Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll. 26.2.2021 20:00
Rúmlega 5000 skjálftar mælst á svæðinu: „Á meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5“ Skjálfti að stærðinni 4,1 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18:24. Upptökin eru norðaustur af Fagradalsfjalli. 26.2.2021 19:36
Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26.2.2021 18:30
Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26.2.2021 18:22
Kvöldfréttir Stöðvar2 Jörð nötrar enn á suðvesturhorninu þar sem stórir jarðskjálftar hafa mælst í dag. Þrjátíu skjálftar hafa mælst yfir þremur. Við ræðum málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar kl.18:30 við Kristínu Jónsdóttur hópsstjóra náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands og Fannar Jónasson bæjarstjóra Grindavíkur. 26.2.2021 18:10
Ekkert lát á snörpum skjálftum Snarpur skjálfti 4,4 að stærð reið yfir á suðvesturhorninu um klukkan 16:48 og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. 26.2.2021 17:37
Sakfelldur fyrir að nauðga dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar eftir sýknu í héraði Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar. Einnig var hann sakfelldur fyrir vörslu kókaíns og fyrir að hafa skoðað 85 ljósmyndir og eitt myndband sem sýndu börn á kynferðislegan hátt í farsíma sínum. 26.2.2021 17:13
Pięć dużych trzęsień ziemi w 25 minut w Fagradalsfjall Od środy, na tym obszarze zarejestrowano około 5000 trzęsień ziemi. 26.2.2021 16:15
Dæmdur fyrir nauðgun undir fölsku flaggi Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í fjögurrra ára fangelsi fyrir nauðgun og brot gegn blygðungarsemi ungrar konu. Gabríel vilti á sér heimildir um tuttugu mánaða skeið, kúgaði konuna til kynmaka með öðrum mönnum og til að senda sér kynferðislegt myndefni. Þá nauðgaði hann henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. 26.2.2021 16:02
Búast við mikilli aukningu fjárútláta til varnarmála Sérfræðingar búast við því að ráðamenn í Kína muni tilkynna töluverða hækkun á fjárútlátum til varnarmála í upphafi nýs þings í næsta mánuði. Hækkunin í fyrra var 6,6 prósent, sem var sú lægsta í áratugi. 26.2.2021 15:46
Nýr styrktarflokkur til að hvetja fyrirtæki til þátttöku í þróunarsamvinnu Þróunarfræ er samstarfsverkefni Samstarfssjóðs við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á vegum utanríkisráðuneytisins og Tækniþróunarsjóðs á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 26.2.2021 14:52
Símon Sigvaldason skipaður dómari við Landsrétt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, í embætti dómara við Landsrétt frá 1. mars næstkomandi. 26.2.2021 14:27
Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26.2.2021 14:18
Dómar yfir Jaroslövu og fimm samverkamönnum mildaðir Jaroslava Davíðsson var í Landsrétti í dag dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot með aðild að framleiðslu amfetamíns í sumarbústað í Borgarnesi. Dómur hennar og fimm karlmanna í málinu voru mildaðir frá því sem var í héraðsdómi. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14 í dag. 26.2.2021 14:14
Óþol í garð spandex-klæddra riddara götunnar sprakk út með látum á vef lögreglunnar Hjólreiðamenn segjast hvergi mega vera og öll úrræði vanti. 26.2.2021 14:02
FÍA stefnir Bláfugli og SA vegna ólögmætra uppsagna Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagna flugmanna Bláfugls sem félagið telur ólögmætar. Að sögn FÍA er málið til skoðunar hjá Vinnumálastofnun auk þess sem ábending hefur verið send til skattyfirvalda vegna meintrar gerviverktöku. 26.2.2021 13:37
Stjórnvöld styrkja Eurovison-safn og heimildaþætti Jóhannesar um faraldurinn Ríkisstjórnin hyggst styrkja gerð heimildaþátta um Covid-19 faraldurinn á Íslandi um fimm milljónir króna. Þá ætlar hún styðja við uppbyggingu Eurovision-safns á Húsavík fyrir tvær milljónir króna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 26.2.2021 13:28
Sjá ekki nein merki um gosóróa Vísindamenn Veðurstofu Íslands sjá engin merki um gosóróa á Reykjanesi. Ekkert lát er hins vegar á jarðskjálftavirkni á svæðinu sem sést best á því að á innan við hálftíma nú í hádeginu urðu fimm mjög snarpir skjálftar sem allir áttu upptök sín um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli. 26.2.2021 13:12
Áheitaráðstefna vegna Jemen á mánudag Í ljósi grafalvarlegrar stöðu íbúa Jemen boða Sameinuðu þjóðirnar til fjáröflunarfundar. 26.2.2021 12:54
Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26.2.2021 12:53
Ætlar að leiða leitina að þremenningunum: „Megi Allah vera með okkur“ „Á síðustu vikum hef ég gengið í gegnum eina mest krefjandi og trámatísku reynslu á ævinni. Ég vil ekki muna tíma örvæntingar og ótta. Ég vinn að því að græða sjálfan mig og freista þess að hjálpa fjölskyldunni minni að gera slíkt hið sama.“ 26.2.2021 12:45
Hundruðum skólastúlkna rænt í Nígeríu Vopnaðir menn hafa rænt nokkur hundruð skólastúlkum í norðvesturhluta Nígeríu. Það er önnur árás af þessu tagi en fyrir rétt rúmri viku síðan var fjölmörgum drengjum rænt úr heimavistarskóla á svæðinu. 26.2.2021 12:42
Grindavík hristist á ný Tveir snarpir jarðskjálftar hafa orðið nú í hádeginu á Reykjanesinu. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir bæjarbúa hafa fundið vel fyrir þeim báðum og að það hafi hrist vel. Íbúar séu orðnir flestu vanir eftir síðustu tvo daga. „Þetta venst en það er óþægilegt ef þeir eru mjög stórir,“ segir Fannar. 26.2.2021 12:34
Styrkja kaup á minnisvarða um Hans Jónatan og gerð afsteypu af styttu Nínu Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita styrki annars vegar til kaupa á minnisvarða um Hans Jónatan sem sett verður upp á Djúpavogi og hins vegar til gerðar afsteypu af styttunni „Afrekshugur“ eftir Nínu Sæmundsson sem verður fundinn staður á Hvolsvelli. 26.2.2021 12:33
Fimm stórir skjálftar á 25 mínútum við Fagradalsfjall Enn nötrar jörðin á suðvesturhorninu þar sem stórir skjálftar finnast. Stór skjálfti að stærð 4,4 reið yfir upp úr klukkan tólf og virðist ekkert lát á skjálftavirkninni sem verið hefur á svæðinu undanfarna tvo sólarhringa. 26.2.2021 12:08
Skotárásin og rán á hundum Lady Gaga náðist á myndband Árásin á aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga, sem var á gangi með hunda hennar, náðist á myndband. Tveir menn á hvítum bíl veittust að aðstoðarmanninum á miðvikudaginn og reyndu að ræna hundum söngkonunnar af honum. 26.2.2021 11:21
„Ég varð að halda andliti barnanna vegna“ „Tíminn vinnur almennt með okkur, en þetta var svakalega erfitt sérstaklega fyrsta árið eftir að þetta gerðist. Ég varð að halda andliti barnanna vegna. Þau hafa misst tvær mikilvægar manneskjur úr lífi sínu, og ég stóð eftir ein.“ 26.2.2021 11:04
Ekkert innanlandssmit fimmta daginn í röð Fimmta daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist á landamærum þar sem niðurstöðu mótefnamælingar er beðið. 26.2.2021 10:58
Kastaði börnum sínum út um glugga á fjórðu hæð Tyrknesk móðir bjargaði börnum sínum frá bruna í Istanbúl í vikunni með því að kasta þeim út um gluggann á íbúð þeirra á fjórðu hæð sex hæða húss. 26.2.2021 10:39
Ísland á smáþjóðaleikunum í jarðskjálftamálum Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks gefur ekki mikið fyrir íslenska jarðskjálfta. 26.2.2021 10:16
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að úrskurðurinn sé á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 26.2.2021 10:13
Yfirgáfu Norður-Kóreu á handknúnum járnbrautavagni Rússneskir erindrekar og fjölskyldur þeirra þurftu að nota handknúinn járnbrautarvagn til að ferðast frá Norður-Kóreu, þar sem landamærin eru alfarið lokuð vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. 26.2.2021 10:02
Snarpur skjálfti á Reykjanesi Klukkan 08:37 varð jarðskjálfti að stærð 3,2 um 2,1 kílómetra austur af Fagradalsfjalli. Skjálftinn fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík. 26.2.2021 09:02
Páll telur mótframboð í 1. sæti ekki beint gegn honum Páll Magnússon fyrsti þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi túlkar framboð tveggja annarra í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar ekki sem framboð gegn sér, persónulega. 26.2.2021 08:39
Bandaríkjaher gerir loftárás í austurhluta Sýrlands Bandaríkjaher gerði í gærkvöldi loftárásir á mannvirki við landamærastöð í Sýrlandi sem notuð er af fjölda vígasamtaka sem nýtur stuðnings stjórnvalda í Íran. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist um mannfall. 26.2.2021 08:01
Ísland og meirihluti Noregs á grænni grein Líkt og undanfarinn mánuð er Ísland eina landið í Evrópu sem alfarið er merkt grænt á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Meirihluti Noregs er einnig grænn en nokkur svæði þar eru þó merkt appelsínugul. 26.2.2021 07:34
Handtekinn vegna þjófnaðs úr skartgripaverslun Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær mann eftir að tilkynnt var um þjófnað úr skartgripaverslun í miðborg Reykjavíkur. 26.2.2021 07:33
Rigning og bætir í vind í kvöld Landsmenn mega eiga von á suðlægri átt í dag, víða átta og þrettán metrum á sekúndu, og rigningu eða skúrum, og talsverðri rigningu á Suðausturlandi. Úrkomulítið verður um landið norðaustanvert. 26.2.2021 07:15