Fleiri fréttir

Handtekinn tvo daga í röð á Bíldudal

Karlmaður var handtekinn tvo daga í röð á Bíldudal nú í vikunni, annars vegar vegna gruns um að vera valdur að líkamsárás og hins vegar vegna gruns um að hafa ógnað tveimur einstaklingum með hníf.

Marg­faldur Ólympíu­fari tekur við em­bættinu af Mori

Seiko Hashimoto, japanskur ráðherra málefna Ólympíuleikanna í Tókýó, hefur verið skipuð í embætti forseta undirbúningsnefndar leikanna í kjölfar afsagnar Yoshiro Mori vegna ummæla sinna um að konur tali of mikið.

Facebook lokar á fréttir í Ástralíu

Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn.

Fékk ekki að milli­lenda þrátt fyrir „gull­tryggingu með tveimur mót­efna­mælingum“

Ísold Guðlaugsdóttir er búsett í Svíþjóð. Hún var búin að vera á Íslandi í um tvo mánuði en var snemma í gærmorgun mætt á Keflavíkurflugvöll þar sem hún átti flugmiða heim til Stokkhólms með millilendingu í Kaupmannahöfn. Hún fékk aftur á móti ekki að fara um borð í vélina til Kaupmannahafnar þar sem hvorugt skjalið sem hún var með í höndunum um að hún væri með mótefni gegn covid-19 var tekið gilt. Annað reyndist of gamalt og hitt of nýtt.

Kemur til greina að neyslurými verði færanleg

Heilbrigðisráðherra staðfesti í gær reglugerð þar sem rekstur á neyslurýmum er útfærður nánar. Næstu skref liggja þó ekki alveg skýrt fyrir. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins, fagnar skrefinu. Hún bendir á að að dauðsföll af völdum ópíóða og annarra vímuefna, bæði í fyrra og við upphaf þessa árs, séu alvarlegur vitnisburður um mikilvægi úrræðisins.

Rush Limbaugh látinn 70 ára að aldri

Hinn umdeildi bandaríski útvarpsmaður Rush Limbaugh er látinn, 70 ára að aldri. Eiginkona hans Kathryn Adams greindi frá andlátinu í vinsælum útvarpsþætti hans í dag en fjölmiðlamaðurinn hafði glímt við krabbamein í lungum.

Stafrænt kynferðisofbeldi nú refsivert: Fjögur prósent landsmanna fórnarlömb slíks ofbeldis

Fjögur prósent landsmanna verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun um slíkt, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Aðeins fleiri karlar en konur verða fyrir slíkum brotum. Frumvarp sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra vonar að löggjöfin verði til þess að eyða því viðhorfi að slíkt sé í lagi.

Verstu vetrarhörkur í manna minnum

Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum. Íslensk kona í Texas segir þetta verstu vetrarhörkur sem fólk man eftir á svæðinu.

Gefa þarf verulega í við uppbyggingu vegakerfisins

Þrátt fyrir aukin framlög til uppbyggingar innviða að undanförnu er enn uppsöfnuð þörf á framkvæmdum upp á fjögur hundruð og tuttugu milljarða króna á næstu tíu árum. Útlit er fyrir óbreytt ástand á mörgum sviðum og að staðan versni varðandi hafnir og innanlandsflugvelli.

Al­menningur ekki í hættu vegna morð­málsins

Alls hafa átta verið handteknir vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Lögreglan segir rannsókn málsins eina þá umfangsmestu í seinni tíð en tekur fram að almenningur sé ekki í hættu vegna málsins.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjórir hafa verið handteknir til viðbótar vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Átta hafa nú verið handteknir í tengslum við rannsóknina. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón hjá Miðlægri rannsóknardeild um rannsókn málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Umfangsmikil lögregluaðgerð við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn

Lögregluaðgerð stendur yfir við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn þar sem eitthvað grunsamlegt mun vera á seiði. Lögreglan hefur lokað af Dag Hammerskjöld-götu á Austurbrú þar sem sendiráðið er staðsett. Búnaður sprengisveitar lögreglunnar mun meðal annars hafa verið notaður við aðgerðirnar.

Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum

Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum.

„Traustið er laskað“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tímabært að skoða hvernig staðið hafi verið að breytingum á fyrirkomulagi leghálsskimunar. Rýna þurfi málið, forsendur og afleiðingar þess.

Banaslys í Garðabæ

Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Spilavíti Trumps jafnað við jörðu

Trump Plaza spilavítið í Atlantic City í Bandaríkjunum var jafnað við jörðu í dag. Sprengiefni voru notuð til að láta háhýsið falla inn á sig og urðu engar skemmdir á öðrum byggingum sem stóðu þar nærri.

Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær.

Íslendingar komist heim án PCR-prófs en líkast til beittir sektum

Engum íslenskum ríkisborgara verður meinað að koma til landsins samkvæmt reglugerð um kröfu á farþega um að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir koma til Íslands. Framkvæmdin hefur enn ekki verið fullmótuð en grípa þyrfti til viðurlaga ef Íslendingur kemur ekki með neikvætt próf til landsins.

Lög sem taka á stafrænu kynferðisofbeldi samþykkt

Sá sem dreifir í heimildarleysi kynferðislegri mynd, eða mynd sem felur í sér nekt, getur nú átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi. Frumvarp um kynferðislega friðhelgi var samþykkt á Alþingi í dag með 49 samhljóða atkvæðum allra viðstaddra þingmanna.

Uppsöfnuð viðhaldsþörf í innviðum upp á 420 milljarða króna

Uppsöfnuð viðhaldsþörf í innviðum landsins er fjögurhundruð og tuttugu milljarðar króna á næstu tíu árum samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í morgun. Lítið hefur breyst frá því sams konar skýrsla var gerð fyrir fjórum árum.

Fjölda drengja rænt úr skóla í Nígeríu

Vopnaðir menn myrtu minnst einn nemanda og rændu minnst 27 í árás á skóla í Nígeríu í nótt. Þremur starfsmönnum og tólf ættingjum nemenda var einnig rænt í árásinni.

„Ekkert merkilegt“ en sjónrænt eldgos í Etnu

Etna, stærsta virka eldfjall Evrópu, byrjaði að gjósa með látum gær og sendir reyk og ösku hátt til himins. Sérfræðingar á Sikiley segjast þó hafa séð það verra og er eldgosið ekki sagt ógna nærliggjandi byggðum en þrjú þorp eru vöktuð.

Vonandi hægt að opna neyslurými þegar nýr bíll verður afhentur

Hægt verður að opna tímabundið neyslurými í bíl Frú Ragnheiðar þar til varanlegt rými verður tekið í notkun samkvæmt nýrri reglugerð. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir að úrræðið muni bjarga mannslífum og vonast til þess að hægt verði að nýta eldri bíl starfseminnar þegar sá nýji verður afhentur.

Skráðum kynferðisbrotum fjölgar

Skráðum hengingarlagabrotum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði milli mánaða í janúar en þau voru 666. Það sem af er ári hafa borist um sex prósent færri tilkynningar um hegningarlagabrot en bárust að meðaltali á sama tímabili þrjú ár á undan.

Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína

Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína.

Breyta aksturstefnu í Tryggvagötu meðan unnið er að sólartorgi fyrir sumarið

Tryggvagata við Tollhúsið í miðbæ Reykjavíkur verður lokuð fyrir akandi umferð fram á sumar á meðn yfirborðsfrágangi við endurnýjun götunnar stendur yfir. Til stendur að gatan verði tilbúin fyrir sumarið en eftir breytingar vill borgin að mannlíf fái að njóta sín í götunni. Hluti af því er sólartorg fyrir framan listaverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu.

Hafa þróað hermi­líkan um á­hrif bólu­setningar

Hröð bólusetning elstu aldurshópanna dregur mjög úr fjölda þeirra sem veikjast lífshættulega af Covid-19 þótt ljóst sé að afleiðingarnar yrðu miklar á heilbrigðiskerfið ef kæmi til útbreidds faraldurs, jafnvel þótt vel takist að verja elstu hópana.

Sjá næstu 50 fréttir