Fleiri fréttir

Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar

Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 

Dularfull veikindi á Indlandi ekki útskýrð enn

Rúmlega 500 hafa nú verið lagðir inn á sjúkrahús vegna dularfullra veikinda í Andhra Pradesh á Indlandi. Minnst einn hefur dáið en á fjögur hundruð hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.

Fjöru­tíu ár liðin frá and­láti Johns Lennon

Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því John Lennon var myrtur fyrir utan heimili sitt í New York í Bandaríkjunum. Hann hefur því verið látinn jafn lengi og hann lifði en hann varð fertugur hinn 9. október 1980.

Rætt við ráðherra eftir ríkisstjórnarfund

Tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun.

92% Íslendinga ætla í bólusetningu

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu.

Vill Austin sem varnar­mála­ráð­herra

Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar.

Hlýnar ört í veðri

Það verður hæg suðaustlæg átt á landinu í dag og dálítil slydda eða snjókoma með köflum en spáð er rigningu við suðurströndina og hita í kringum frostmark að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður hægara veður og bjartviðri austan til en talsvert frost.

Bretar hefja bólusetningu gegn Covid-19

Bretar hefjast handa við það í dag, fyrstir þjóða, að bólusetja þjóðina gegn kórónuveiru. Um sjötíu spítalar í landinu eru nú í startholunum.

Flýgur til Brussel eftir að 90 mínútna símtal skilaði engu

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fljúga til Brussel í vikunni til fundar við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í von um að viðskiptasamningar náist. Johnson og von der Leyen ræddu saman í 90 mínútur í síma í kvöld en án árangurs.

Áætlar um 200 milljónir í bætur vegna riðunnar

Áætlað er að heildarbætur til bænda vegna riðuveiki í Skagafirði nemi um 200 milljónum króna, samkvæmt frummati á kostnaðinum. Enn stendur yfir vinna við að reikna bæturnar út.

Allt að 250 þúsund Ís­lendingar þurfa bólu­setningu

Tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fimmtíu þúsund Íslendingar þurfa að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni til að bæla faraldurinn niður að mati sóttvarnalæknis. Hann segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu þó lykilatriði sé að sem flestir mæti.

Þór­ólfur búinn að skila minnis­blaði

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum nú síðdegis. Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við fréttastofu.

Mál­flutningur lýta­skurð­læknisins ekki í takt við raun­veru­leg vísindi

Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi.

„Þarna var nýbúið að taka fram úr mér“

Honum Úlfari Snæ Arnarsyni brá nokkuð í brún þegar hann mætti jepplingi ekið á móti umferð á Reykjanesbrautinni í Hafnarfirði í gær. Úlfar telur líklegt að ökumaður bílsins hafi ruglast í ríminu og að hann hafi ekki áttað sig á mistökunum, miðað við hraðann sem hann var á.

Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti

Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda.

Sjö greindust með veiruna innanlands

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir voru allir í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is.

Covid-19 viðvörunarkerfið kynnt til leiks

Covid-19 viðvörunarkerfi hefur verið kynnt sem ætlað er að auka fyrirsjáanleika til lengri tíma varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til í baráttunni við faraldurinn og lágmarka þannig heildarskaðann sem hann veldur í samfélaginu.

Sjá næstu 50 fréttir