Fleiri fréttir

Deilur milli ríkis og höfuð­borgar á Spáni

Höfuðborgin Madríd og níu aðliggjandi borgir og bæir hafa fengið fyrirskipun um að grípa til harðra aðgerða til að sporna við útbreiðslu veirunnar en hún er í mikilli útbreiðslu á þessu svæði um þessar mundir.

Bandaríkin: Fyrstu kappræðurnar vöktu mikla athygli

Fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fóru fram aðfaranótt miðvikudagsins. Þar mættust þeir Donald Trump, forseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, á sviði í fyrsta sinn. Óhætt er að segja að úrkoman hafi verið sérstök.

Víða hæg suð­læg eða breyti­leg átt og létt­skýjað

Landsmenn mega margir reikna með hægri, suðlægri eða breytilegri átt þar sem víða verður léttskýjað í dag. Veðurstofan reiknar hins vegar með suðaustan golu eða kalda og stöku skúrir suðvestantil á landinu fram eftir degi.

Mercedes-Benz kynnir áætlun um raf- og vetnisvæðingu vörubifreiða

Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti í framleiðslu á rafknúnum vörubílum á næstu árum. Mun framleiðsla hefjast á eActros vöruflutningabílnum árið 2021 en eActros verður með vel yfir 200 km drægni og er hann er hugsaður í vörudreifingu og þjónustu innan borgarmarka segir í fréttatilkynningu frá Öskju.

Skipuleggjendurnir lofa minni óreiðu næst

Skipuleggjendur kappræðnanna fyrir bandarísku forsetakosningarnar hafa heitið því að breyta skipulagi þeirra svo koma megi í veg fyrir stöðug frammígrip, líkt og gerðist ótt og títt í fyrstu kappræðum kosningabaráttunnar í nótt.

Íslensk börn hafa áhyggjur af kynferðislegri misnotkun á netinu

Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Um þrjú hundruð manns misstu vinnuna í hópuppsögnum nú um mánaðarmótin og atvinnuleysi mælist hátt í tíu prósent. Rætt verður við Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Öllum starfsmönnum Samtakanna '78 sagt upp störfum

Samningar við ríkið og Reykjavíkurborg renna út um áramótin sem þýðir að ekki er grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri samtakanna ef ekki nást nýir samningar fyrir þann tíma að sögn framkvæmdastjóra samtakanna.

Leyfa einum aðstandanda á dag að hitta Covid-sýktan ástvin á Eir

Stjórnendur hjúkrunarheimilisins Eirar hafa ákveðið að leyfa einum aðstandanda á dag að hitta Covid-sýktan ástvin sem dvelur á Covid-deild hjúkrunarheimilisins. Fyllstu varúðar verður gætt og verða aðstandendur í hlífðarfatnaði frá toppi til táar.

Icelandair Laying Off 88 Employees

Icelandair is laying off 88 employees from tomorrow, the 1st of October, a report from RÚV revealed this morning. 68... The post Icelandair Laying Off 88 Employees appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Allir í fjarkennslu vegna smits í MR

Kennari við Menntaskólann í Reykjavík greindist með kórónuveiruna á mánudagskvöld. Þrjátíu sem útsettir þóttu fyrir smiti hafa verið sendir í sóttkví.

Sjá næstu 50 fréttir