Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum Heimsljós 30. september 2020 15:07 Rauði krossinn Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög og tryggja að óbreyttir borgarar njóti verndar. Alþjóðaráð Rauða krossins hvetur deiluaðila til að grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að líf óbreyttra borgara og innviðir séu virtir og verndaðir, í samræmi við skyldu þeirra til að virða grundvallarreglur alþjóðlegra mannúðarlaga. „Við ítrekum að við aðstoðum og styðjum þá sem verða fyrir áhrifum af þessari stigmögnun átaka sem og að starfa sem hlutlaus milliliður,“ sagði Martin Schüepp, fulltrúi Rauða krossins. „Við hvetjum aðila til að framfylgja meginreglum alþjóðlegra mannúðarlaga eins og hægt er“. Alþjóðaráðið hefur starfað á svæðinu síðan 1992 og unnið mannúðarstarf í tengslum við deiluna í Nagorno-Karabakh. Í gegnum sendinefndirnar í Baku og Jerevan og verkefnið í Nagorno-Karabakh styður Alþjóðaráðið samfélög sem búa eftir víglínunni og á landamærum Armeníu og Aserbaídsjan. Alþjóðaráðið vinnur einnig að því að komaast að örlögum týndra einstaklinga og hjálpa fjölskyldum þeirra, heimsækir fanga og starfar sem hlutlaus milliliður til að auðvelda flutning og heimflutning þeirra sem sleppt hefur verið úr haldi. Rauði krossinn á Íslandi hefur um árabil unnið náið með Rauða krossinum í Armeníu og á Kákasussvæðinu að uppbyggingu neyðarvarna í samstarfi við önnur Rauða kross félög með stuðningi Evrópusambandsins, og naut áður styrks frá utanríkisráðuneytinu. Sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi hafa séð um námskeið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins í Armeníu, m.a. um sálrænan stuðning vegna áfalla og um samskipti og samstarf við fjölmiðla þegar hamfarir verða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent
Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög og tryggja að óbreyttir borgarar njóti verndar. Alþjóðaráð Rauða krossins hvetur deiluaðila til að grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að líf óbreyttra borgara og innviðir séu virtir og verndaðir, í samræmi við skyldu þeirra til að virða grundvallarreglur alþjóðlegra mannúðarlaga. „Við ítrekum að við aðstoðum og styðjum þá sem verða fyrir áhrifum af þessari stigmögnun átaka sem og að starfa sem hlutlaus milliliður,“ sagði Martin Schüepp, fulltrúi Rauða krossins. „Við hvetjum aðila til að framfylgja meginreglum alþjóðlegra mannúðarlaga eins og hægt er“. Alþjóðaráðið hefur starfað á svæðinu síðan 1992 og unnið mannúðarstarf í tengslum við deiluna í Nagorno-Karabakh. Í gegnum sendinefndirnar í Baku og Jerevan og verkefnið í Nagorno-Karabakh styður Alþjóðaráðið samfélög sem búa eftir víglínunni og á landamærum Armeníu og Aserbaídsjan. Alþjóðaráðið vinnur einnig að því að komaast að örlögum týndra einstaklinga og hjálpa fjölskyldum þeirra, heimsækir fanga og starfar sem hlutlaus milliliður til að auðvelda flutning og heimflutning þeirra sem sleppt hefur verið úr haldi. Rauði krossinn á Íslandi hefur um árabil unnið náið með Rauða krossinum í Armeníu og á Kákasussvæðinu að uppbyggingu neyðarvarna í samstarfi við önnur Rauða kross félög með stuðningi Evrópusambandsins, og naut áður styrks frá utanríkisráðuneytinu. Sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi hafa séð um námskeið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins í Armeníu, m.a. um sálrænan stuðning vegna áfalla og um samskipti og samstarf við fjölmiðla þegar hamfarir verða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent