Fleiri fréttir

Boða til upplýsingafundar

Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 14 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ræða málin. 

Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst.

Úlfaveiðar leyfðar á ný á Grænlandi

Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila veiðar á úlfum á ný eftir 32 ára veiðibann. Veiðarnar verða þó háðar ströngum takmörkunum og aðeins leyfðar veiðimönnum sem búa á svæðum þar sem úlfarnir halda sig.

Alma Geirdal látin

Alma hafði háð baráttu við krabbamein eftir að hún greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 2017.

Fólk hugi að lausa­munum utan­dyra

„Það er eiginlega ekki bætandi á stöðuna að þurfa að fara að eltast við lausa muni ofan á hitt,“ skrifar lögreglan í tilkynningu.

Einn smitaður í Melaskóla

Nemandi í sjöunda bekk í Melaskóla greindist með Covid-19 í gær. Þetta kemur fram í póst sem skólastjóri Melaskóla, Björgvin Þór Þórhallsson, sendi foreldrum og forráðamönnum nemenda í gær.

Ekki rétt að leita að sökudólgum

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri.

Vill „allt í lás“ næstu vikurnar

Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti.

Meðalaldur smitaðra lægri en áður

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku.

75 greindust með veiruna

75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.

Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs

Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar.

Íslendingar fara í hundana

Hundaskortur er nú á Íslandi. Eftirspurn eftir því að taka að sér hund er miklu meiri en framboðið.

Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú

Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði.

Sjá næstu 50 fréttir