Fleiri fréttir

For­seta­kosningar fara fram í Hvíta-Rúss­landi í dag

Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður.

Tveir smitaðir nú á sjúkrahúsi

Landlæknir greindi frá því á upplýsingafundi almannavarna að maður á níræðisaldri hafi verið lagður inn á sjúkrahús í gær, en að hann þurfi ekki gjörgæslumeðferð.

Munu sekta og jafn­vel loka veitinga­stöðum sem virða ekki tilmæli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun frá og með í dag byrja að sekta þá veitingastaði þar sem ekki er farið að tilmælum um sóttvarnir og fjöldatakmarkanir. Ljóst sé að lögregla sé nauðbeygð til að herða aðgerðir og ekki sé lengur hægt að höfða einungis til skynsemi veitingamanna og gesta.

Tveir smitaðir í Eyjum og 79 í sóttkví

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum kemur fram að Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum hafi skimað einstaklinga í sóttkví og sú skimun hafi verið vel sótt.

Kári vill loka landinu

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands.

Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur

Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar.

Bleyta í kortunum fyrir næstu daga

Landsmenn mega reikna með suðaustankalda eða strekkingi, átta til fimmtán metrum, með rigningu í dag, þar sem verður þó hægara og úrkomulítið norðaustanlands.

Fleiri í sóttkví vegna smits hjá DV

Fleiri starfsmenn útgefanda Fréttablaðsins og DV, Torgs ehf, þurfa að fara í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni DV fyrir helgina.

Ætlar að boða til snemmbúinna kosninga

Kröftug mótmæli hafa brotist út í líbönsku höfuðborginni Beirút eftir sprenginguna sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Sprengingin kostaði að minnsta kosti 158 manns lífið og má rekja hana til ammóníum-nítrats sem hafði verið geymt í miklu magni í geymslu á hafnarsvæði borgarinnar.

Grímuskyldu komið á í fjölförnum svæðum Parísar

Frá og með mánudeginum verður Parísarbúum skylt að klæðast andlitsgrímum á meðan þeir ferðast í gegnum ákveðin fjölfarin svæði höfuðborgarinnar. Líkt og hér á landi hefur faraldur kórónuveirunnar sótt í sig veðrið á undanförnum vikum í Frakklandi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Til greina kemur að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna í einstaka lögregluumdæmum vegna kórónuveirufaraldursins. Þrír greindust með veiruna innanlands í gær. Mikill viðbúnaður var á Hrafnistu vegna gruns um smit sem síðar reyndist neikvætt.

Heim­sóknar­reglur hertar á Drop­lauga­stöðum

Frá og með mánudeginum 10. ágúst verða heimsóknarreglur á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum hertar. Heimilinu verður ekki lokað alveg en heimsóknir verða takmarkaðar við einn nánasta aðstandanda.

Sjá næstu 50 fréttir