Fleiri fréttir

Allt að 21 stigs hiti á Suðurlandi

Spáð er allt að 21 stigs hita syðst á landinu og fremur björtu veðri. Gert er ráð fyrir norðvestlægri átt, víða 3 til 8 metrum á sekúndu, en 8-13 með suðurströndinni og á norðaustanverðu landinu.

Hvað verður í nýjum Mercedes-Benz S-Class

Nýr Mercedes-Benz S-Class er væntanlegur seinna á árinu. Spennan er yfirleitt gríðarleg þegar nýr S-Class er kynntur. Í S-Class er yfirleitt að finna nýstárlega tækni sem verður orðin staðalbúnaður í nýjum bílum eftir 10-15 ár.

„Þú munt drepa mig, maður“

Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur.

Bolsonaro segist hafa það gott í veikindunum

Engan bilbug er að finna á Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem segist hafa það „mjög gott“ þrátt fyrir að hann hafi greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann þakkar malaríulyfi sem hann hefur hampað mjög hversu mild einkenni hann hafi fengið til þessa.

Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump

Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust.

Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs

Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu.

Kveikt var í styttu af Melania Trump

Kveikt var í viðarskúlptúr af Melaniu Trump forsetafrú Bandaríkjanna nærri Sevnica, heimabæ hennar í Slóveníu aðfaranótt 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna.

Forsætisráðherrann lést eftir ríkisstjórnarfund

Amadou Gon Coulibaly, forsætisráðherra Fílabeinsstrandarinnar, lést eftir að hann veiktist á miðjum ríkisstjórnarfundi í dag. Coulibaly var nýkominn heim úr meðferð vegna hjartveiki í Frakklandi en hann átti að vera forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins í forsetakosningum í haust.

Bylting að eiga sér stað á leigumarkaði

Með tilkomu Bjargs byggingarfélags verkalýðshreyfingarinnar er að eiga sér stað bylting á húsaleigumarkaði fyrir fólk með lægstu tekjurnar og í lægri millitekjuhópum.

Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl

Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forstjóri Icelandair segir félagið ekki komast lengra í viðræðum við flugfreyjur sem kolfelldu nýgerðan kjartasamning. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Vondaufur um að fundahöld skili nokkru

Forstjóri Icelandair Group segir stöðuna sem upp er komin eftir að félagsmenn FFÍ kolfelldu kjarasamning við flugfélagið ekki vera góða. Tilgangslaust er að mati forstjórans að funda um málið, lengra verði ekki komist í samningsátt.

Enn á gjörgæslu eftir brunann

Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra telur sig hafa borið kennsl á einstaklingana þrjá sem létu lífið í brunanum á Bræðraborgarstíg í lok júní. 

Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn

Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni.

Kári fór á fund Katrínar í morgun

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun.

Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair

Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag.

Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu

Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma.

Sjá næstu 50 fréttir