Fleiri fréttir

Hundar hafa jákvæð áhrif á aksturslag

Að aka með hund í bílnum dregur úr streitu og hvetur til öruggari aksturs samkvæmt rannsókn sem unnin var af spænska bílaframleiðandanum SEAT í Bretlandi.

Verkfalli Eflingar hjá nokkrum sveitarfélögum aflýst

Efling og Samband íslenskra sveitarfélaga rituðu skömmu fyrir miðnætti undir nýjan kjarasamning félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ.

Varaforseti Bandaríkjanna í „einangrun“

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ákvað að fjarlægja sig öðru fólki að eigin vali eftir að aðstoðarmaður hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru. Þrír af æðstu embættismönnum sóttvarna eru í sóttkví vegna smits innan Hvíta hússins.

Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun

Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun.

Tækju Flynn aftur með opnum örmum

Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence.

Áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands

Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Áhugamaður um umsvif erlendra herja segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins.

Smitum fjölgar í Þýskalandi eftir tilslakanir

Lýðheilsustofnun Þýskalands segir að nýjum kórónuveirusmitum sé byrjað að fjölga aftur eftir að byrjað var að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Mótmælendur hafa krafist þess að takmörkunum verði aflétt enn hraðar nú um helgina.

Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun

Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld.

Bretum enn sagt að halda sig heima en byrjað að slaka á hömlum

Tilmælum um að Bretar haldi sig heima verður ekki aflétt strax en byrjað verður að slaka á ýmsum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins þegar í þessari viku. Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra, í ávarpi til breska þjóðarinnar í kvöld.

Flugvirkjar taka á sig skerðingu með samningi við Icelandair

Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Formaður Flugvirkjafélagsins segir félagsmenn taka á sig kjaraskerðingu til að veita sveigjanleika vegna ástandsins.

Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli.

Framtíð Icelandair á bláþræði og aðgerðir stjórnvalda í Víglínunni

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hundruð milljaðra aðgerðir stjórnvalda þrengja að ríkissjóði í framtíðinni. Hann ræðir framtíð Icelandair og aðgerðapakka stjórnvalda í Víglínunni ásamt Helgu Völu Helgadóttur formanni velferðarnefndar sem einnig gagnrýnir frumvarp um útlendinga harðlega,

Þriðji dagurinn í röð án smits

Enginn greindist með kórónuveiruna hér á landi síðastliðinn sólarhring samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefsíðunni covid.is.

Sér ekki fyrir endann á deilu sveitarfélaganna og Eflingar

Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki sjá fyrir endann á deilu sambandsins og Eflingar. Hlé var gert á viðræðum á sjötta tímanum í gær og hófust viðræður á ný klukkan 10 í morgun.

Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi

Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar.

Fauci og félagar í sóttkví

Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu.

Vara við annarri bylgju eftir hópsmit sem tengt er við einn mann

Moon-Jae in, forseti Suður-Kóreu, hefur varað við að önnur bylgja kórónuveirunnar gæti skollið fari yfirvöld og landsmenn ekki varlega. Veitingastöðum og börum hefur verið lokað í Seúl á ný eftir að 34 ný tilfelli greindust í gær.

Grunaður um líkamsárás gegn starfsmanni

Tveir ungir menn voru handteknir í verslun í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Annar þeirra var grunaður um að hafa stolið úr versluninni, hinn fyrir líkamsárás gegn starfsmanni þegar höfð voru afskipti af þeim fyrri

Líkamsárás fyrir allra augum í miðbænum

Fimm menn réðust á mann og börðu fyrir framan fjölda fólks sem sat við veitingastaði í Pósthússtræti í miðborg Reykjavíkur í kvöld. Maðurinn sem var ráðist á er sagður lítið særður.

Fleiri en fjórar milljónir hafa smitast af veirunni

Fjöldi staðfestra kórónuveirusmita er kominn yfir fjórar milljónir á heimsvísu samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Þá hafa fleiri en 277.000 manns látið lífið, flestir þeirra í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ítalíu.

Sjá næstu 50 fréttir