Fleiri fréttir

Kvíði og ótti vegna óvissunnar

Margrét Gauja Magnúsdóttir er ein þeirra sem er ekki lengur með covid-19 en slær þó niður með reglulegu millibili með tilheyrandi flökurleika, hausverk og hita.

Fjölmiðlafulltrúi Mike Pence með Covid-19

Katie Miller, fjölmiðlafulltrúi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, greindist með kórónuveiruna í dag, daginn eftir að annar starfsmaður Hvíta hússins greindist með veiruna.

75 ár liðin frá uppgjöf nasista

Sjötíu og fimm ár eru liðin í dag frá því Nasistar gáfust upp fyrir herjum Bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Kórónuveirufaraldurinn setur svip sinn á fagnaðarlæti dagsins.

Lögreglan eflir landamæraeftirlit með nýjum bíl

Dómsmálaráðherra afhenti í dag Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nýjan bíl sem ætlaður er til landamæraeftirlits í höfnum og á flugvöllum. Bíllinn og búnaðurinn eru til kominn vegna athugasemda Evrópusambandsins um að embættið uppfyllti ekki skilyrði í Schengen-samstarfinu.

Fjöldi látinna kominn yfir 30.000 á Ítalíu

Fleiri en 30.000 manns eru nú látnir á Ítalíu vegna nýs afbrigðis kórónuveiru samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda. Mannskaðinn á Ítalíu er sá þriðji mesti í heiminum og sá mesti innan Evrópusambandsins.

Dómur staðfestur yfir Júlíusi Vífli fyrir peningaþvætti

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerðist sekur um peningaþvættimeð því að geyma ávinning af skattalagabroti inn á erlendum bankareikningi í sínu nafni og ráðstafa ávinningnum síðar á nýjan bankareikning í eigu vörslusjóðs sem hann var rétthafi að.

Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi

Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu.

Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi

Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu.

Palli hefði getað valið úr flugvélum

Keflavíkurflugvöllur er tómlegur þessa dagana svo vægt sé til orða tekið. Icelandair heldur úti flugi til Stokkhólms, Boston og London en annars er lítið annað en fraktflutningar sem ratar hingað til lands.

Hvetja Frakka til að hjóla þegar slakað verður á takmörkunum

Biðraðir hafa myndast við hjólaverslanir og verkstæði í París eftir að frönsk stjórnvöld hvöttu landsmenn til að hjóla til að draga úr mannmergð í almenningssamgöngum þegar slakað verður á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins á mánudag.

„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á.

Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO

Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað.

Guðni hefur kosningabaráttu sína

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið kosningabaráttu sína. Guðni tilkynnir í dag framboð sitt til endurkjörs en fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur í ár.

Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“

Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland.

Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump

Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins.

Sjá næstu 50 fréttir