Fleiri fréttir

Palli hefði getað valið úr flugvélum

Keflavíkurflugvöllur er tómlegur þessa dagana svo vægt sé til orða tekið. Icelandair heldur úti flugi til Stokkhólms, Boston og London en annars er lítið annað en fraktflutningar sem ratar hingað til lands.

Hvetja Frakka til að hjóla þegar slakað verður á takmörkunum

Biðraðir hafa myndast við hjólaverslanir og verkstæði í París eftir að frönsk stjórnvöld hvöttu landsmenn til að hjóla til að draga úr mannmergð í almenningssamgöngum þegar slakað verður á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins á mánudag.

„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á.

Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO

Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað.

Guðni hefur kosningabaráttu sína

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið kosningabaráttu sína. Guðni tilkynnir í dag framboð sitt til endurkjörs en fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur í ár.

Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“

Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland.

Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump

Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins.

Bjarnheiður áfram formaður SAF

Eitt framboð barst í formannsembætti Samtaka ferðaþjónustunnar og var Bjarnheiður Hallsdóttir því endurkjörinn formaður samtakanna til næstu tveggja ára.

Smituðum fjölgar hratt í Rússlandi

Staðfestum tilfellum af Covid-19 fjölgaði um 10.699 á milli daga í Rússlandi. Smituðum hefur nú fjölgað um meira en tíu þúsund sex daga í röð.

Plastmengun vaxandi vandamál á norðurslóðum

Plastagnir finnast nú nær alls staðar í hafinu á norðurslóðum en frekari rannsóknir skortir til að rekja uppruna þeirra. Framleiðsla á plasti hefur aukist gífurlega á síðustu áratugum og útlit er fyrir að hún margfaldist fyrir miðja þessa öld.

Tesla hleðslustöðvar á völdum stöðvum N1 umhverfis landið

N1 og Tesla hafa undirritað samstarfssamning um uppsetningu á Tesla hraðhleðslustöðvum á völdum N1 stöðvum umhverfis Ísland, sem gerir Tesla eigendum kleift að hlaða sína bíla þegar ekið er um þjóðveg 1. Gert er ráð fyrir því að fyrsta stöðin verði komin í rekstur snemma sumars 2020.

Fella niður mál gegn Flynn

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti.

Sjá næstu 50 fréttir