Fleiri fréttir

Eldur logar í Pablo Discobar

Eldur brennur nú í húsi við Veltusund þar sem skemmtistaðurinn Pablo Discobar er til húsa. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum og er verið að vinna í því að slökkva eldinn.

Apollo-geimfarinn Al Worden látinn

Al Worden, bandaríski geimfarinn sem fór á braut um tunglið í Apollo 15-leiðangrinum árið 1971, lést í dag, 88 ára að aldri. Á heimleiðinni varð Worden fyrsti maðurinn til að fara í geimgöngu utan sporbrautar jarðarinnar.

Gefa leigjendum sínum fría leigu í tvo mánuði

Tugir leigjenda hjá leigufélaginu Þórsgarði fengu gleðifréttir í dag þegar þeir fengu símtal þess efnis að leigufélagið hygðist veita leigjendum sínum fría leigu í tvo mánuði.

Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum

Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins.

Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví

Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess.

Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur.

Býst við því að einhver starfsmanna hafi smitast

Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví.

Markmiðið að tryggja afkomu fólks á óvissutímum

„Það er auðvitað verið að horfa til ýmissa þeirra athugasemda sem hafa komið fram, til dæmis varðandi starfshlutfall og annað slíkt og þetta þarf auðvitað allt að kostnaðarmeta og setja í samhengi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en þingfundi sem átti að vera á morgun var frestað til föstudags til að endurmeta frumvarp um atvinnuleysisbætur. 

Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús

Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins.

Fimm ára fangelsi fyrir grófa líkamsárás og nauðgun á sambýliskonu

Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að beita sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðga henni í íbúðargámi þar sem þau bjuggu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þetta er annar fangelsisdómurinn sem maðurinn hlýtur fyrir að misþyrma sömu konu.

Frum­varp um bætur í hluta­starfi mun taka breytingum

Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fimm liggja á Landspítalanum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar sem koma til landsins að fara í sóttkví.

Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar

Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf.

Varar eindregið við heimaprófum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega.

Brýnt að halda áfram lífsbjargandi aðgerðum

Kórónaveiran hefur nú breiðst út til rúmlega 140 landa. Sumar þjóðanna sem glíma við veiruna áttu fyrir í harðri lífsbaráttu vegna vopnaðra átaka, náttúruhamfara og afleiðinga loftslagsbreytinga.

Þróunin þurfi ekki að koma á óvart

43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart.

Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins

Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist.

Stakkaborg lokuð í tvær vikur

Tveir starfsmenn á leikskólanum Stakkaborg í Bólstaðahlið í Reykjavík eru veikir og hefur annar greinst með staðfest smit af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Sjá næstu 50 fréttir