Fleiri fréttir

Maður sak­felldur fyrir að reyna að stela Magna Carta

Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að stela afriti af Magna Carta frá dómkirkjunni í Salisbury í Bretlandi. Magna Carta er enskur lagabálkur frá árinu 1215 sem takmarkaði völd konungs og er elsti vísir að þingræði sem til er.

Á­nægja með raf­rænt ökus­kir­teini

Áður en langt um líður ættu Ís­lendingar að geta fengið öku­skír­teini sín í far­símann. Vonir standa til að stafræn ökuskírteini verði komin í gagnið í vor en þróun þeirra hefur staðið yfir undanfarna mánuði á vegum Ríkislögreglustjóra og Stafræns Íslands.

Deildu um lögþvingun

Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig.

Nallinn ómar í Háskólabíó

BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Bandalag háskólamanna, Sameyki og Sjúkraliðafélag Íslands stóðu í dag fyrir baráttufundi opinberra starfsmanna í Háskólabíó.

WHO lýsir yfir neyðarástandi

Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, hefur ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu.

Vonar að menntuðum lögreglumönnum fjölgi hratt

Nýtt lögregluráð tók til starfa í dag. Staða löggæslu á Íslandi var meðal annars til umræðu en menntaðir lögreglumenn eru á þriðja hundrað færri en greiningardeild ríkilögreglustjóra telur ásættanlegt. Dómsmálaráðherra vonandi til að faglærðum lögreglumönnum fjölgi hratt á næstu árum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýtt lögregluráð tók til starfa í dag. Staða löggæslu á Íslandi var meðal annars til umræðu en menntaðir lögreglumenn eru á þriðja hundrað færri en greiningardeild ríkilögreglustjóra telur ásættanlegt.

Fallbyssukúla fannst í kjallara í Eyjum

Tveir liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar og sprengjusveitar Ríkislögreglustjóra fóru til Vestmannaeyja í dag eftir að fallbyssukúla fannst í kjallara Byggðasafnsins þar.

John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2

Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi.

Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi

Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent.

Euro NCAP aldrei prófað fleiri bíla

Evrópska öryggisstofnunin Euro NCAP, sameign evrópsku bifreiðaeigendafélaganna hefur greint frá því að árið 2019 hafi verið umfangsmesta ár sitt frá upphafi. Alls gengust 55 bílar undir próf samtakanna, bílarnir voru frá 26 framleiðendum.

Fær sex mánaða laun

Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín.

WHO endurskoðar að lýsa yfir neyðarástandi

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir framgöngu veirunnar undanfarna daga, og þá sérstaklega í nokkrum löndum og með tilliti til smita á milli manna, vera áhyggjuefni.

Upptökur sýna fangaverði og hjúkrunarfræðing hæðast að sárveikum fanga sem dó

Í stað þess að veita hinum 26 ára gamla Terral Ellis viðeigandi læknisaðstoð hæddust fangaverðir og hjúkrunarfræðingur í Ottawa sýslu í Bandaríkjunum að honum þegar Ellis bað um hjálp og sagðist vera veikur. Hjálparbeiðnir hans voru ítrekað hunsaðar og var hann settur í einangrun. Nokkrum klukkutímum síðar dó hann.

Sjá næstu 50 fréttir