Fleiri fréttir

Fækkunin í kirkjunni mest af yngri kynslóð

Þeim fjölgar hratt sem skráðir eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða eru með óskilgreinda trúfélagaskráningu í Þjóðskrá. Að sama skapi fækkar meðlimum þjóðkirkjunnar hratt. Langmest fækkun þar er meðal fólks undir sautján ára.

Mikið um hálkuslys

Á sjötta tug einstaklinga leituðu sér aðstoðar á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa á rúmum sólarhring.

Fyrrverandi flugmenn gramir

Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur.

Tveir látnir eftir árásina í London

Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum.

Ferðatími milli Hvassahrauns og miðborgar skipti mestu máli

Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára.

Mikil þörf reyndist fyrir sárafátæktarsjóð

Hátt í fimm hundruð manns hafa fengið úthlutað úr sárafátæktarsjóði Rauða krossins frá því hann hóf að úthluta styrkjum fyrir níu mánuðum. Sjóðurinn var settur á laggirnar til að styðja við um sex þúsund manna hóp landsmanna sem býr við mestu fátæktina.

Ungmenni mótmæltu svörtum föstudegi á Glerártorgi

Ungmenni á Akureyri gengu fylktu liði að Verslunarmiðstöðinni Glerártorgi í dag til að mótmæla óþarfa neyslu á svörtum föstudegi. Unga fólkið hefur miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum.

Maggi meistari látinn

Magnús Ingi Magnússon, kokkur og fjölmiðlamaður, er látinn 59 ára gamall.

Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin

Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni.

Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London

Nokkur fjöldi fólks er talinn hafa slasast eftir hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni um klukkan tvö í dag. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna málsins og hefur að minnsta kosti einn verið skotinn í tengslum við árásirnar.

Hnéspark í höfuðið við Hlölla

23 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Ingólfstorgi við Hlöllabáta í Reykjavík aðfaranótt fimmtudagsins 20. júlí 2017.

Sviðsstjóri í mál við Sinfóníuna og Hörpu

Í gær var tekið fyrir mál sviðsstjóra hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands gegn hljómsveitinni og tónleikahúsinu Hörpu. Er það vegna bótakröfu í tengslum við vinnuslys sem varð árið 2013.

SGS fordæmir hækkanir

Starfsgreinasambandið (SGS) fordæmir í yfirlýsingu gjaldskrárhækkanir sem víða eru boðaðar hjá sveitarfélögum.

Mikil óánægja á BUGL

Mikil starfsmannavelta er á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna lélegra launa og álags. Fagfólk segir ástandið ganga í berhögg við vilja stjórnvalda um að bæta þjónustu við börn og unglinga.

Fimmtugar hollenskar konur neita sök í kókaínmáli

Tvær rúmlega fimmtugar hollenskar konur neita sök í máli héraðssaksóknara á hendur þeim fyrir innflutning á rúmlega kílói af kókaíni til landsins þann 29. ágúst síðastliðinn. Konurnar eru par og voru með stóran hluta efnisins innvortis.

Frozen II innblásin af íslenskri náttúru

Disney-teiknimyndin Frozen II sem sýnd er í kvikmyndahúsum víða um heim er innblásin af íslenskri náttúru. Glöggir áhorfendur geta vel séð íslenskt landslag í bakgrunni. Íslandsstofa segir þetta vera verðmæta landkynningu, sérstaklega fyrir fjölskyldufólk.

Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að jarðgöng á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar myndu stórefla atvinnusvæðið á Norðurlandi. Ráðherra gerir fastlega ráð fyrir að göngin verði einn af þeim möguleikum sem skoðaðir verða.

Lögreglan varar við ísingu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar íbúa við því að víðast hver sé stórhættuleg ísing á vegum. Sérstaklega í íbúðagötum og á göngu- og hjólreiðastígum.

Kenna lestur með nýrri tækni í grunnskólunum í Breiðholti

Nú í haust tóku allir fimm grunnskólarnir í Breiðholti upp nýja aðferð í lestrarkennslu, PALS. Starfssamningur um innleiðingu hennar var undirritaður í október og er markmið samningsins að mennta sem flesta kennara í aðferðinni. Kennsluaðferðin er sögð veita nemendum öryggi og auka færni þeirra.

Skila kolefnunum aftur í jarðveginn

Jarðgerðarfélagið kennir landsmönnum umhverfisvænustu leiðina til þess að breyta lífrænum úrgangi í plöntumat heima við.

BMW gerir grín að brotnum rúðum í Tesla Cybertruck

Lego hefur þegar gert grín að Cybertruck frá Tesla og sagt sína útgáfu óbrjótanlega. Nú hefur BMW tekið upp þráðinn og gerir grín með skotheldum X5. Þetta er þó raunverulegur bíll og samkvæmt BMW er hann "með skotheldum rúðum og það flísast ekki úr honum ef hann verður fyrir játnkúlu“.

Eftirför á 120 kílómetra hraða

Lögregluþjónar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gerðu í nótt tilraun til að stöðva bíl á Bústaðavegi við Flugvallarveg.

Krefur Vig­dísi um af­sökunar­beiðni

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar fer fram á að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, biðjist afsökunar á ásökunum um spillingu. Í bréfi lögmanns er Vigdísi hótað aðgerðum. Prófessor í sagnfræði man varla eftir öðru eins.

Minni hluti stjórnarmála lagður fram

Innan við helmingur boðaðra þingmála ríkisstjórnarinnar á haustþingi hefur verið lagður fram á Alþingi. Forsætisráðherra segir þingmálaskrána hafa verið metnaðarfulla en ráðherrar verið seinir í gang. Frestur til að leggja fram þingmál rennur út á morgun.

Segir nýja auglýsingu fasíska og stalíníska

Auglýsing um stofnfund Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál hefur vakið mikla athygli. Hafa margir bendlað hana við nasisma og karlrembu. Prófessor við Listaháskólann segir myndmálið fasískt og stalínískt.

Sjá næstu 50 fréttir