Fleiri fréttir

Fangaverðir Epsteins ákærðir

Tveir fangaverðir sem voru á vakt kvöldið sem bandaríski auðkýfingurinn Jeffrey Epstein lést hafa verið ákærðir fyrir gagnafölsun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Það er lýðheilsumál að tekið sé utan um foreldra sem missa barn, segir móðir sem missti dóttur sína fyrir fimm árum. Rætt verður við hana í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða

Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni.

SFS og SA lýsa yfir ánægju með aðgerðir ríkisstjórnarinnar

Bæði Samtök atvinnulífsins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér tilkynningu nú á fimmta tímanum í dag og brugðust við útspili ríkisstjórnarinnar sem á fundi sínum í morgun ákvað að grípa til aðgerða til að auka traust á íslensku atvinnulífi í skugga Samherjamálsins.

Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi

Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans.

Mótmæla fyrirhugaðri skólalokun á borgarstjórnarfundi

Foreldrar og nemendur í Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík fjölmenntu í Ráðhúsið, þar sem nú stendur yfir borgarstjórnarfundur, til að mótmæla áformum borgarinnar um breytingar á grunnskólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi.

Blása á sögusagnir um heilsu Trump

Óundirbúin ferð Donald Trump á sjúkrahús um síðustu helgi hefur vakið spurningar um heilsu hins 73 ára gamla forseta Bandaríkjanna.

Sam­þykkir að taka fyrir nauðgunar­mál

Hæstiréttur hefur fallist á beiðni saksóknara um að taka til meðferðar mál þar sem karlmaður var dæmdur í Landsrétti fyrir að brjóta á fyrrverandi eiginkonu sinni og syni.

Klósett er munaður þeirra efnameiri í heiminum

Hreint neysluvatn, viðunandi salernisaðstaða og hreinlæti eru samofnir þættir í verkefnum sem unnin eru fyrir ísenskt þróunarfé í samstarfslöndum Íslendinga, Malaví og Úganda. Í Mósambík hafa Íslendingar verið í samstarfi við UNICEF um stórt verkefni á þessu sviði.

Krefst sex til átta ára fangelsisdóms yfir Alvari og Einari

Saksóknari í umfangsmiklu amfetamínsmáli krefst sex til átta ára fangelsis yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökuli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni sem sæta ákæru fyrir amfetamínsframleiðslu í sumarbústaði í Borgarfirði.

Bein útsending: Engin fátækt í háskerpu

Engin fátækt í háskerpu er yfirskrift fundar í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag klukkan 12:30. Um er að ræða annan fundinn í viðburðarröð HÍ um helstu áskoranir sem þjóðir heims standa frammi fyrir.

„Menn náðu að halda ró sinni“

Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð.

Bátur brann og sökk í höfnina í Vogum

Stór trébátur brann í höfninni í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Ekki tókst að slökkva eldinn heldur sökk báturinn og hvílir nú á botni hafnarinnar.

Ef krakkar fengju völdin

Í Kópavogi verður haldið upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála SÞ á morgun með ýmsum hætti. Stór hluti barna bæjarins tekur þátt í dagskrá í Menningarhúsunum og víðar.

Foringjar gætu fallið

Stjórnarsamstarfi Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata í Þýskalandi er ógnað að innan. Báðir flokkarnir hafa mátt þola ósigra í kosningum á árinu. Líkur eru á að róttækari armar gætu komist til valda í vetur, sem leiti frekar

Sjá næstu 50 fréttir