Bílar

JCB Fastrac Two hraðskreiðasti traktor heims

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
JCB Fastrac Two notar fallhlíf til að hægja á sér.
JCB Fastrac Two notar fallhlíf til að hægja á sér. Vísir/JCB
JCB Fastrac Two hefur náð sér í nafnbótina hraðskreiðasti traktor í heimi. Hann hefur hlotið viðurkenningu Heimsmetabókar Guinness sem slíkur.JCB náði 218,7 km/klst. sem er stórbæting á fyrra meti sem var 166,7 km/klst. Gamla metið var sett í júní á þessu ári af JCB Fastrac One.Breytingarnar sem gerðar voru á milli metanna voru þónokkrar. Yfirbyggingin er straumlínulagaðara og hann er um 10% léttari. Hámarkshraðinn sem náðist var 247,5 km/klst. En meðaltal var tekið af tveimur tilraunum, einni í hvora átt.

Fastrac er byggður á JCB Fastrac sem seldur er í umboðum um víða veröld. Metið var staðfest af Guinnes. Hraðinn mældur á 1 km. langri atrennu fram og til baka.„Að ná fimm tonna traktor á öruggan hátt á um 240 km/klst. er ekki auðvelt. En við erum ótrúlega stolt af því að ná þessum markmiðum okkar,“ sagði Tim Burnhope, þróunar og vaxtarstjóri JCB.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.