Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2019 12:27 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun óska eftir úttekt á viðskiptaháttum útgerða. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Um er að ræða eina af sjö aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjamálsins til að auka traust á íslensku atvinnulífi. Alþjóðamatvælastofnunin mun á grundvelli úttektarinnar vinna tillögur til úrbóta í samvinnu við aðrar alþjóðlegar stofnanir sem vinna að heilbrigðum viðskiptaháttum, gegn spillingu, mútum og peningaþvætti.Árni Mathiesen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/GVAÁrni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármála- og sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðamatvælastofnuninni. Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji hefur sem kunnugt er verið sakað um stórfelld undanskot undan skatti og mútugreislur til háttsettra embættismanna í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar í landi. Fréttaumfjöllun af málinu hefur leitt til afsagnar tveggja ráðherra og er mikil ólga í Namibíu sem og á Íslandi vegna málsins. Forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar á dögunum og er Björgólfur Jóhannsson settur forstjóri á meðan málið er til skoðunar. Það er bæði á borði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra.Bernhardt Esau, sem nýlega hætti sem sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, saman á fundi árið 2015.Mynd/WikiLeaksÍ tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að Alþjóðamatvælastofnunin sé stærsta alþjóðlega stofnunin sem sinnir reglubundnu starfi hvað varðar aðgerðir til að bæta stjórn fiskveiða og þróun sjávarútvegs á heimsvísu. Á vettvangi stofnunarinnar hafa verið gerðir alþjóðasamningar m.a. til að takast á við ólöglegar veiðar og bæta stjórn og upplýsingagjöf með fiskveiðum. Verkefnið falli því vel að hlutverki stofnunarinnar. Þar segir einnig að hvorki utanríkisráðuneytið, sendiskrifstofur né viðskiptafulltrúar hafi fengið teljandi fyrirspurnir eða athugasemdir frá stjórnvöldum annarra ríkja eða alþjóðlegum og svæðisbundnum samtökum vegna Samherjamálsins. „Utanríkisráðuneytið fylgist með umfjöllun erlendis og hefur undirbúið viðbrögð vegna hugsanlegs orðsporshnekkis en hefur ekki talið ástæðu til að taka frumkvæði í sérstakri kynningu á málinu.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Um er að ræða eina af sjö aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjamálsins til að auka traust á íslensku atvinnulífi. Alþjóðamatvælastofnunin mun á grundvelli úttektarinnar vinna tillögur til úrbóta í samvinnu við aðrar alþjóðlegar stofnanir sem vinna að heilbrigðum viðskiptaháttum, gegn spillingu, mútum og peningaþvætti.Árni Mathiesen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/GVAÁrni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármála- og sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðamatvælastofnuninni. Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji hefur sem kunnugt er verið sakað um stórfelld undanskot undan skatti og mútugreislur til háttsettra embættismanna í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar í landi. Fréttaumfjöllun af málinu hefur leitt til afsagnar tveggja ráðherra og er mikil ólga í Namibíu sem og á Íslandi vegna málsins. Forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar á dögunum og er Björgólfur Jóhannsson settur forstjóri á meðan málið er til skoðunar. Það er bæði á borði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra.Bernhardt Esau, sem nýlega hætti sem sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, saman á fundi árið 2015.Mynd/WikiLeaksÍ tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að Alþjóðamatvælastofnunin sé stærsta alþjóðlega stofnunin sem sinnir reglubundnu starfi hvað varðar aðgerðir til að bæta stjórn fiskveiða og þróun sjávarútvegs á heimsvísu. Á vettvangi stofnunarinnar hafa verið gerðir alþjóðasamningar m.a. til að takast á við ólöglegar veiðar og bæta stjórn og upplýsingagjöf með fiskveiðum. Verkefnið falli því vel að hlutverki stofnunarinnar. Þar segir einnig að hvorki utanríkisráðuneytið, sendiskrifstofur né viðskiptafulltrúar hafi fengið teljandi fyrirspurnir eða athugasemdir frá stjórnvöldum annarra ríkja eða alþjóðlegum og svæðisbundnum samtökum vegna Samherjamálsins. „Utanríkisráðuneytið fylgist með umfjöllun erlendis og hefur undirbúið viðbrögð vegna hugsanlegs orðsporshnekkis en hefur ekki talið ástæðu til að taka frumkvæði í sérstakri kynningu á málinu.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira