Fleiri fréttir

„Sorglegt að þetta geti farið svona“

Fulltrúar Hafrannsóknarstofnunar munu í næstu viku koma fyrir atvinnuveganefnd Alþingis vegna ákvörðunar um að skera niður veiðiheimildir á sæbjúgu.

Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára

Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag.

Það hreinlega slokknaði allt líf í augum þeirra

Karen Halldórsdóttir segir frá þeirri stund þegar hún færði börnum bróður síns fréttir sem urðu þeim þungt áfall. Að hann sæti í gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra kynferðisbrota.

Aðstandendur á Íslandi undir mestu álagi allra í Evrópu

Ný skýrsla Eurostat sýnir að íslenskur almenningur sinnir meiri umönnun en aðrar þjóðir og langtum meiri en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Formaður Öryrkjabandalagsins segir þessar niðurstöður ríma vel við það sem hefur verið haldið hér fram, að hið opinbera velti ábyrgðinni yfir á fjölskyldur.

Sala Sigurhæða sett í biðstöðu

Bæjarráð Akureyrar hefur falið Akureyrarstofu að skoða hugmyndir sem komið hafa fram um nýja nýtingu á Sigurhæðum, skáldahúsi Matthíasar Jochumssonar. Áætlanir bæjarstjórnar um að selja húsið hafa vakið sterkar tilfinningar í bænum.

Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni

Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.

Ráðherrar vilja grænni spor í byggingariðnaði

Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á öllum Norðurlöndunum vilja að dregið verði úr losun koltvísýrings frá húsnæði og byggingariðnaði. Ráðherra húsnæðismála hér á landi segir að með samræmdum aðgerðum sé hægt að ná betri árangri og tryggja að skref í þá átt verði markvissari.

Segir Ísland áratugum á eftir í úrræðum fyrir heimilislausa

Aðstandandi manns sem var heimilislaus til margra ára og lést á götunni segir Ísland áratugum á eftir nágrannaþjóðum í úrræðum. Formaður Velferðarráðs segir lykilatriði að ríkið komi að í fjármögnun til þess að hægt sé að taka á vanda heimilislausra.

HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt

Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði.

Þrír létust eftir bílasprengju

Að minnsta kosti ellefu hafa látið lífið í hernaðaraðgerðum Tyrkjahers í norðurhluta Sýrlands. Tugþúsundir hafa þurft að flýja heimili sín á sama tíma og Tyrkir sækja dýpra inn í landið.

Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft

Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög.

Fjögurra ára dómur yfir bocciaþjálfara staðfestur

Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, fyrir að nauðga rúmlega tvítugri þroskaskertri konu sem var iðkandi hjá honum.

Tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi

Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir Guðmundi Jónssyni fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. Sem skipaður skiptastjóri dánarbús dró hann sér 53 milljónir úr dánarbúi á þriggja ára tímabili.

Stórefla þarf slysaskráningu hér á landi

Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti.

Perry segir norður­slóðir barma­fullar af orku­auð­lindum

Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta.

Rauði krossinn vinnur gegn blæðingaskömm í Malaví

Rauði krossinn hefur um árabil unnið með stúlkum sem búa við sárafátækt á dreifbýlum svæðum í Malaví. Áhersla er lögð á hreinlæti í tengslum við blæðingar og heilbrigði kvenna ásamt því að vinna gegn blæðingaskömm, sem hamar stúlkum á marga vegu.

Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga

Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga.

Tusk fordæmir hótanir Erdogan

Tyrklandsforseti hótaði á fimmtudag að opna landamærin inn til Evrópu eftir að leiðtogar fordæmdu sókn Tyrkja inn í norðausturhluta Sýrlands.

Á gjörgæslu eftir vinnuslys í Hafnarfirði

Karlmaður sem slasaðist alvarlega þegar hann klemmdist á milli vinnutækja á athafnasvæði málmendurvinnslufyrirtækisins Furu í Hafnarfirði á miðvikudaginn er á gjörgæslu.

Tyrkir verði beittir við­skipta­þvingunum

Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands.

Sjá næstu 50 fréttir