Bílar

Nýir sjúkrabílar í Dúbæ eru Nissan GT-R og C7 Corvette

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Corvette C7 Grand Sport og Nissan GT-R ættu að vera býsna fljótir á staðinn ef eitthvað kemur upp.
Corvette C7 Grand Sport og Nissan GT-R ættu að vera býsna fljótir á staðinn ef eitthvað kemur upp.

Sennilega er að finna í Dúbæ bókstaflega neyðarþjónustuna með besta viðbragðið. Það er erfitt að fara hraðar í götubíl frá kyrrstöðu upp í 100 km/klst en í Nissan GT-R.

Viðbragðsaðilar eru almennt frekar fljótir í förum í Dúbæ. Lögreglubílaflotinn vakti athygli fyrir nokkru en hann státar af Bugatti Veyron bifreiðum, fleiri en einni, Lamborghini Aventadors, Aston Martin One-77 og Porsche 918 Spyder til að nefna þá helstu.

Corvette-an tekur sig vel út með merkingum viðbragðsaðila.

Sá floti er því líklegur til að hafa haft áhrif á val á sjúkrabílum, þegar kom að því að uppfæra þann flota.

Vélin í Corvette C7 Grand Sport er 6,2 lítra V8 og skilar 460 hestöflum. Nissan GT-R gerir raunar enn betur, vélin í honum er 3,8 lítra V6 og skilar 550 hestöflum. Nissan-inn getur farið frá kyrrstöðu upp í 100 km/klst á undir þremur sekúndum. Corvette-an er litlu hægari en hún er um fjórar sekúndur í 100 km/klst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.