Fleiri fréttir

27 ung­lingar á flótta fengu að fara í land á Ítalíu

Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, samþykkti á laugardag að hleypa 27 fylgdarlausum unglingum í land á Ítalíu en þeir höfðu verið fastir um borð í björgunarskipinu Open Arms undan ströndum Ítalíu í meira en 16 daga.

Prjónar aðallega út í loftið

Hópur kvenna hefur í sumar prjónað yfir hundrað og þrjátíu flíkur sem gefnar verða í gott málefni. Sú elsta í hópnum er 95 ára en lætur ekki skerta sjón stoppa sig og gefur hinum yngri ekkert eftir við prjónaskapinn.

Enn kviknar skógareldur á Kanarí

Álag hefur aukist á slökkviliðsmenn á Kanarí-eyjum eftir að þriðji skógareldurinn á rúmri viku á kviknaði á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria.

Mannréttindabaráttu lýkur aldrei

"Mannréttindabaráttu lýkur aldrei. Það er nú bara einfaldlega þannig. Þannig að nú gleðjumst við yfir þeim áfanga sem við höfum náð og höldum áfram með þá sem við þurfum að ná næst,“ segir Felix Bergsson.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti.

Neytendasamtökin skera upp herör gegn smálánastarfsemi

Neytendasamtökin hafa sent inn umsögn um fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðuneytisins um til breytingar á lögum til að taka á ólöglegri smálánastarfsemi. Formaður samtakanna segir þau hafa skorið upp herör gegn smálánastarfsemi undanfarið.

Ásökunum um kynferðisofbeldi á bandarískum fósturheimilum fer fjölgandi

Ásökunum um kynferðislega misnotkun og annað ofbeldi gegn börnum sem tekin hafa verið frá foreldrum sínum við komu til Bandaríkjanna fer fjölgandi. Lögmaður sem hefur farið fyrir nokkrum fjölskyldum sem höfða nú mál á hendur bandaríska ríkinu segir málsóknir vegna slíkra mála koma til með að verða fleiri en þær eru nú.

Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur

Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans.

Bandaríkin áfram sterkur bandamaður

Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Hann þakkar eiginkonu sinni það að vera nú í sporum sendiherra. Hann ítrekar að varnarskuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart Íslandi á grundvelli varnarsamningsins standi óhagga

Þaulsætni kanslarinn

Angela Merkel sækir Ísland heim sem gestur fundar norrænna forsætisráðherra. Hefur setið lengur en nær allir Þýskalandskanslarar og getið sér gott orð.

Efast um samninga fyrir 15. september

Kjaraviðræður opinberra starfsmanna eru nú að fara af stað aftur eftir sumarfrí. Formaður BHM hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir um að klára samninga fyrir 15. september.

Níddist á brotnum stúlkum

Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér.

Lífið á Hverfisgötu

Blaðamaður heimsótti litla saumastofu, sælkeraverslun og veitingastað á Hverfisgötu og ræddi við eigendur um reksturinn og lífið. Framkvæmdir í götunni hafa dregist á langinn og haft áhrif á reksturinn.

Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum

Þegar Andri Snær Magnason rithöfundur var beðinn um að skrifa texta á minnismerki um Ok, jökulinn sem hvarf, hélt hann sig vera að skrifa fyrir örfáa einstaklinga. Nú er þetta líklega orðið hans mest lesni texti frá upphafi.

Slétt sama um lykilorðin

Fjórðungur notenda Password Checkup frá Google skipti ekki um lykilorð eftir að hafa verið tilkynnt um að því hefði verið stolið. Líklegri til að endurnýta stolin lykilorð á nýja aðganga en að velja nýtt.

Af Arnarhóli til Kúala Lúmpúr

Már Guðmundsson seðlabankastjóri, sem lætur af embætti í næstu viku eftir að hafa stýrt Seðlabanka Íslands í tíu ár, er að ganga frá samningum um tímabundið starf í Kúala Lúmpúr, höfuðborg Malasíu, fyrir samtök seðlabanka Suð-Austur Asíu (SEACEN).

Ekki skylda að leggja sæstreng

Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara.

Björn Ingi reisti eigið bænahús við Akrafjall

Björn Ingi Hrafnsson hefur reist bænahús á jörð fjölskyldunnar í Hvalfirði undir Akrafjalli. Í framtíðinni hyggst Björn Ingi búa á jörðinni. Er alinn upp á trúuðu heimili og segir eigið bænahús hafa lengi verið draum móður sinnar.

Foreldrar Noru krefjast svara

Nora verður lögð til hinstu hvílu nálægt heimahögum sínum og fjölskyldu, sem búsett er að mestu í Frakklandi og á Írlandi.

Sjá næstu 50 fréttir