Fleiri fréttir

Ástand allra skólanna í borginni verði metið

Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar.

Sveitarstjóri segir starfsmanni hafa orðið fótaskortur á tungunni

„Ég harma það að þessum ágæta starfsmanni hafi orðið fótaskortur á tungunni. Við munum fara yfir það betur hvernig á að svara íbúum, en þetta eru þó mistök sem allir geta gert og ég veit að hann sér mjög eftir því hvernig hann svaraði þessu.“

Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk

Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði.

Fannst heilbrigðiskerfið vilja hylma yfir mistökin í málinu

Börn Guðmundar Más Bjarnasonar upplifðu reiði og vantraust í garð kerfisins eftir andlát föður síns á Landspítalanum. Stöðugur fréttaflutningur af máli hjúkrunarfræðingsins magnaði upp sorgina. Finnst enginn vilja gangast við ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts föður þeirra. Héraðsdómur dæmdi þeim bætur í apríl.

Telur pylsuvagnsmálið vera á misskilningi byggt

Menningar- íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur lagðist gegn því að pylsuvagn risi fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur. Annar þeirra sem hugðist reisa vagninn furðar sig á ákvörðun ráðsins og segir hana hljóta að vera á misskilningi byggða.

Mikilvægt að skima fyrir kynsjúkdómum í fangelsum

Til stendur að hefja skimanir fyrir kynsjúkdómum meðal fanga til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma í fangelsum. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé með fólki í áhættuhópum. Unnið er að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi.

Birkiskógar fái að dreifa úr sér

Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Þetta er meðal stærstu einstaka aðgerð stjórnvalda gegn loftslagsvánni. Til skoðunar er að setja á hvatakerfi fyrir landeigendur til þessa að endurheimta megi votlendi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir segjum við frá áformum stjórnvalda varðandi kolefnisbindingu og endurheimt votlendis sem kynnt voru í dag.

Tekið á móti 75 flóttamönnum á þessu ári

Tekið verður á móti 75 flóttamönnum af hálfu íslenskra stjórnvalda í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), innlend sveitarfélög og Rauða krossinn á Íslandi á þessu ári.

Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast

Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis.

Dvalarheimili á Indlandi fjármagnað með íslenskri erfðagjöf

Anna Kristín Ragnarsdóttir lést árið 2010 en hafði 17 árum áður gert erfðaskrá sem kvað á um að eigur hennar skyldu renna til SOS Barnaþorpanna. Erfðagjöfinni, 15 milljónum króna, hefur nú allri verið ráðstafað samkvæmt óskum Önnu í þremur úthlutunum.

Áhyggjuefni að börn séu send til landa þar sem þau eru ekki örugg

Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins.

Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli

Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs.

Hátt í tuttugu milljónir settar í erlenda samfélagsmiðla

Ráðuneytin og undirstofnanir hafa keypt auglýsingar og kostaðar dreifingar á erlendum samfélagsmiðlum fyrir rúmar 19,5 milljónir króna á síðustu árum. Slík kaup hafa aukist mikið á undanförnum árum. Stefnuleysi segir þingmaður.

Rigning í kortunum um nánast allt land

Í nótt og fyrripart dags á morgun má búast við lélegu skyggni í súld og rigningu sunnan og vestan lands með lægð sem nálgast nú landið suðvestanvert.

Sjá næstu 50 fréttir