Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

E.coli-smit í Bláskógabyggð, áherslu stjórnvalda í fíkniefnamálum og staða flóttabarna er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld.

Segir áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim verst settu

Áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, að sögn Helga Gunnlaugssonar, prófessors í afbrotafræði. Í nýrri löggæsluáætlun sé lögð áhersla á að draga úr framboði efnanna sem rannsóknir sýni fram á að hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Það þurfi að breyta stefnunni í málaflokknum, en ábyrgðin liggi hjá Alþingi.

Gagn­rýnir May og segir sendi­herrann vera heimskan

Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday.

Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II

Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan.

Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi

Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra.

Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna.

Kókaín flýtur á land á Filippseyjum

Undanfarna mánuði hafa kókaínkubbar, sem áætlað er að séu mörg hundruð milljón króna virði, flotið á land við austurströnd Filippseyj

Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi

Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda.

Mitsotakis settur í embætti

Grikkland Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi mið-hægriflokksins Nýtt lýðræði (ND), var í gær settur inn í embætti forsætisráðherra Grikklands.

Hvessir á Suðurlandi

Ökumenn á Suðurlandi eru varaðir við vindstrengjum sem þar geta myndast með kvöldinu.

Nýr samningur markar tímamót í Afríku

Nýr fríverslunarsamningur allra Afríkuríkja utan Erítreu markar tímamót í sögu álfunnar. Þetta sagði Moussa Faki Mahamat, forseti Afríkusambandsins, í gær. Nígería, með sitt stærsta hagkerfi álfunnar, og Benín undirrituðu samninginn á sunnudag og voru síðustu ríkin, utan Erítreu, til þess að skrifa undir.

Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér

Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjöl­skyldum ný tíma­skil­yrði reglu­gerðar um út­lendinga sem Þór­dís Kol­brún Gylfa­dóttir Reyk­fjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstu­dag. Lög­maður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar.

Verði ákærðir fyrir þjófnað úr verslun Bauhaus

Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í tilkynningu vegna þjófnaðarmáls sem Fréttablaðið sagði frá að verslunin hafi í vor leitað til lögreglu vegna gruns um að tilteknir menn stunduðu þjófnað úr versluninni.

Kæra skipulag í Elliðaárdal

Hollvinasamtök Elliðaárdals hafa ítrekað andstöðu sína við breytt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdal sem meirihluti borgarráðs samþykkti í síðustu viku.

Epstein kveðst saklaus

Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein sem hefur verið ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, kveðst saklaus og lýsti því fyrir dómstólum í dag.

Sárnaði þegar hún sá starfsauglýsingar Landspítalans: "Mér bara hreinlega blöskraði“

Kona, sem Landspítalinn notaði í starfsauglýsingu fyrir starf í eldhúsi, segist sár yfir því hvernig spítalinn dragi upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund, í starfsauglýsingum sem birtust í dag. Þá hafi hún ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. Verkefnastjóri félags kvenna af erlendum uppruna blöskrar auglýsingarnar.

Sjá næstu 50 fréttir