Fleiri fréttir

Fyrsti mygluleitarhundur landsins tekin til starfa

"Hann sýnir mér hvar myglan er, hann stendur kyrr og bendir og það gefur okkur vísbendingu um hvar við getum þá leitað af myglunni“, segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari, sem á fyrsta mygluleitarhund landsins.

Offita óléttra kvenna vaxandi vandamál

Fjöldi þungaðra kvenna sem greinast með meðgöngusykursýki hefur þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur fjölgað mikið í hópi barnshafandi kvenna í mikilli offitu. Yfirljósmóðir á Landspítalanum hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir mikilvægt að grípa inn í áður en konur verði ófrískar.

Öldungadeildarþingmaður ræðir við Kínverja sem Pompeo sendir tóninn

Nokkrum dögum eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi Kínverja fyrir afskipti þeirra af norðurslóðum, mætti öldungadeildarþingmaðurinn og flokkssystir hans Lisa Murkowski á Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir ekki þýða að loka augunum fyrir augljósum áhrifum loftslagsbreytinganna.

Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar

Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá.

Sigmundur segir áburðardreifara VG farna af stað

Sigmundur segir RÚV jafnan hafa áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hlýddu ekki kerfinu og gerði slíka menn tortryggilega og benti hann RÚV á það að jafnan vantaði einhverja þingmenn á nefndarfundi.

Vígasveitir í Jemen hörfa

Uppreisnarherinn í Jemen hefur tilkynnt að byrjað sé að fjarlægja vígasveitir hans frá helstu hafnarstæðum landsins.

Ruslamál í Öræfunum ófullnægjandi

Hótelstjóri í Skaftafelli segir að ruslamál í Öræfunum séu ófullnægjandi. Engin grenndarstöð sé á svæðinu þrátt fyrir yfir 500 gistirými og fjölda ferðaþjónustuaðila. Reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu sem skilji öræfin út undan í aðgerðum sínum í umhverfismálum.

Dauða­dóms krafist: „Verri en skepnur“

Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða.

Ráðgera mikinn samdrátt í losun

Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005.

Sjálfstæði EFTA-dómstólsins ógnað

Norski dómarinn við EFTA-dómstólinn ráðlagði forseta Hæstaréttar Noregs að senda mál aftur til EFTA-dómstólsins. Ógn við sjálfstæði dómsins segja lögfræðingar.

Listamenn vilja koma börnum í skákferð

Margir af þekktustu myndlistarmönnum landsins hafa gefið verk sín til að styrkja ferð leikskólabarna á Evrópumótið í skák í sem haldið er í Rúmeníu. Verkin verða boðin upp á Eiðistorgi í dag.

Suu Kyi reyndist stærsta hindrunin

Friðarverðlaunahafi og þjóðarleiðtogi Mjanmar beitti sér af hörku gegn því að blaðamenn Reuters yrðu leystir úr haldi fyrir skrif um stríðsglæpi mjanmarska hersins. Blaðamennirnir fengu Pulitzer fyrir umfjöllun sína.

Blússandi sigling á Farage

Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþings­kosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí.

Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr

Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér.

Málflutningur ekki uppbyggilegur

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi aðkomu Kínverja að norðurslóðamálum á fundi norðurskautsráðsins í Finnlandi í vikunni og gaf í skyn að þeir hefðu einhver annarleg markmið í huga sem stöfuðu ekki af áhyggjum af loftslagsbreytingum.

Mugabe í fjárhagsörðugleikum

Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, hefur auglýst fimm þreskivélar auk annarra framleiðslutækja til sölu á uppboði.

Aldrei fleiri lyfjatengd andlát

Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis.

"Spurning hvort breytingar henti okkur mönnunum“

Skordýralíf á landinu getur tekið stakkaskiptum á örfáum árum vegna loftlagsbreytinga. Klaufhali er dæmi um pöddu sem hefur nú numið land, eftir nokkrar tilraunir, vegna breyttra aðstæðna.

Þarf að endurskoða útgjöld eða afgang

Skera þarf niður útgjöld eða taka fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar að sögn formanns fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir samdrætti á árinu en ekki hagvexti, sem allar áætlanir byggjast á.

Sjá næstu 50 fréttir