Fleiri fréttir

Aðkoman á slysstað skelfileg

Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun.

Tveir líflátnir með hengingu í Japan

Alls hafa því fimmtán manns verið teknir af lífi í landinu á árinu og er fjöldinn sá næsthæsti frá því að tölur um líflátna voru gerðar opinberar árið 1998.

Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni

Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun. Félögin slitu sig nýverið úr samfloti með Starfsgreinasambandinu. Formaður VLFA væntir ekki stórtíðinda af fundinum en félögin muni ganga hart eftir svörum frá SA.

Vill heimavist í borgina

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir er meðal yngstu þingmanna sem sest hafa á hið háa Alþingi Íslendinga. Sonur hennar kom í vettvangsferð þangað á eins árs afmælinu.

Deilt um hleðslu rafbíla

Á húsfundi í vor var um það rætt að koma upp hleðslustaurum fyrir rafbíla á kostnað húsfélagsins.

Jörðin skalf á Ítalíu

Að minnsta kosti 28 meiddust þegar 4,8 stiga jarðskjálfti reið yfir Sikiley, nærri eldfjallinu Etnu, í gær.

Björgunarstarf reynst erfitt vegna veðuröfga

Mikil úrkoma torveldar björgunarstarf á Jövu eftir að flóðbylgja skall á strandbyggðum á laugardaginn. Á fimmta hundrað látin. Veðrið, ölduhæð og áframhaldandi eldgos valda áhyggjum af möguleikanum á annarri flóðbylgju.

Allir verða líffæragjafar eftir áramót

Frá og með áramótum verður gert ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar, hafi annað ekki verið ákveðið og skráð. Yfirlæknir á Landspítalanum telur þörf á fleiri líffæragjöfum á næstu árum.

Trump-hjónin brugðu sér óvænt til Írak

Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, eru nú stödd í Írak meðal bandarískra hermanna sem varið hafa jólahátíðinni þar í landi.

Kostnaður vegna snjómoksturs vanáætlaður undanfarin ár

Kostnaður vegna snjómoksturs og vetrarþjónustu hefur verið vanáætlaður í Reykjavíkurborg undanfarin ár. Síðan 2014 hefur kostnaður að meðaltali farið ríflega 280 milljónum fram úr því sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Borgarstjóri segir að finna þurfi rétta milliveginn.

Landsbjörg býður tré í stað flugelda

Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi.

Einni skipað í heiðursflokk

Eftirmyndir af Höfða og Alþingishúsinu eru á meðal sköpunarverka mikillar áhugakonu um piparkökuhúsabakstur. Hún vann jólakeppni Kötlu svo oft að henni var einni skipað í heiðursflokk.

„Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“

Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun Japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum.

Feitir munkar áhyggjuefni

Tælenskir búddamunkar eru sagðir hafa hlaupið svo í spik á undanförnum árum að réttast sé að tala um offitufaraldur í þeirra röðum.

Lögreglan hefur áhyggjur af stöðu fólks í geðrofi

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það allt of oft koma fyrir að fólk, sem lögregla telur að sé geðrofi, gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Lögreglan geti ekki haldið fólkinu lengur en lög heimila og eru nokkrir einstaklingar, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, lausir úti í samfélaginu þar sem ekkert úrræði er í boði.

Jarðskjálfti skók Sikiley í nótt

Jarðskjálfti sem mældist 4.8 á Richterskala skók ítölsku eyjuna Sikiley í nótt. Fjöldi slasaðist og þó nokkrar byggingar fóru illa úr skjálftanum.

Sumarhús brann til kaldra kola

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning upp úr klukkan sex í morgun um alelda bústað en það var fólk í sumarbústað í nágrenninu sem tilkynnti um eldinn.

Flugeldamengun blæs líklega í burtu um áramótin

Spáð er köldu og kyrru veðri yfir áramótin. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líklega verði þó nógu mikill vindur á gamlárskvöld til að blása flugeldamengun í burtu.

Sjá næstu 50 fréttir