Fleiri fréttir

Bandaríkjaher áfram í Suður-Kóreu

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa tekið af allan vafa um áframhaldandi veru Bandaríkjahers í landinu, sama hvernig samningaviðræður milli ríkjanna á Kóreuskaga kunna að þróast.

Líkfundur á kvennaklósetti

Kanadíska lögreglan segir að líkamsleifar karlmanns hafi fundist á bakvið vegg almenningssalernis þar í landi.

Hefur áhyggjur af velferð og réttindum fólks í ferðaþjónustu

Formaður Framsýnar á Húsavík segist sjá alvarleg brot í íslenskri ferðaþjónustu. Starfsmenn hér á landi fái laun sín greidd á erlenda reikninga fram hjá kjarasamningum og skattskilum hér á landi. „Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur.“ Upplýsingafulltrúi SAF segir undirboð á vinnumarkaði ólíðandi.

Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast

Verkalýðsforingjar um land allt vígreifir í ræðum sínum á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Formaður VR boðar baráttu sem ekki hefur sést í áratugi og verkföll minni hópa í stað allsherjarverkfalla.

Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan

Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið.

Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu

Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum.

Illdeilur Ísraels og Írans harðna

Netanjahú birti gögn sem hann sagði sýna fram á leynilega kjarnorkuvopnaáætlun Írana. Sagði þá ljúga að alþjóðasamfélaginu. Íranar svöruðu, kölluðu Netanjahú lygara og ríkisstjórn hans barnamorðingja.

Lögreglan í París handtók 200 óeirðaseggi

Lögreglan í París hefur handtekið tæplega 200 manns sem höfðu unnið skemmdarverk á búðum og kveikt í bílum. Nota þurfti þrýstivatnsslöngur og táragas til að dreifa hópnum.

Taj Mahal tapar litnum

Hæstiréttur Indlands hefur fyrirskipað stjórvöldum að gera betur í að verðveita ástand Taj Mahal eftir að hafa hlýtt á málflutning umhverfisverndarsinna.

Ljósmæður gapandi og orðlausar yfir bréfi ráðuneytisins

Ljósmæður í Reykjavík og á Akureyri hafa ákveðið að falla frá aðgerðum um yfirvinnubann eftir að fjármálaráðuneytið lýsti því yfir að þessar aðgerðir væru ólöglegar. Þær eru gapandi og orðlausar vegna málsins.

Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum

Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka.

Sirkus fær framhaldslíf á Seyðisfirði

Skemmtistaðurinn Sirkus verður opnaður á ný og nánast í upprunalegri mynd á Seyðisfirði innan tíðar. Græjunar, barborðið og stólarnir frá gamla staðnum sitja í gámi við hafnarbakkann.

Airbnb hvetur til ábyrgrar ferðamennsku á Íslandi

Airbnb hefur lýst yfir stuðningi við verkefni Íslandsstofu, The Icelandic Plegde, eða Íslandseiðinn. Eiðurinn felur í sér skuldbindingu í átta liðum um ábyrga hegðun á ferðalagi um Ísland.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að félagið muni beita skæruverkföllum og lama bæði stofnanir og samgöngur til að knýja fram breytingar á kjörum almennings.

Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla.

Enn fækkar bandamönnum Taívana gegn Kínastjórn

Dómíníkanska lýðveldið hefur rift öllum opinberum tengslum við ríkisstjórnina í Taívan og þess í stað formlega viðurkennt stjórnvöld í Pekíng sem hin einu réttmætu kínversku yfirvöld. Það þýðir að aðeins 19 ríki í heiminum viðurkenna nú taívönsku stjórnina, aðallega smáríki sem eru háð efnahagsaðstoð sem þau fá í skiptum.

Réttað yfir fjármálastjóra Páfagarðs vegna fjölda kynferðisbrota

Ástralskur dómari hefur úrskurðað að næg sönnunargögn liggi fyrir til að rétta yfir kardinálanum George Pell vegna kynferðisbrota gegn börnum en hann er fjármálastjóri Páfagarðs. Pell, sem hefur verið kallaður þriðji æðsti ráðamaður Vatíkansins, neitaði sök fyrir rétti í morgun.

Skúrir og slydduél í kortunum

Það er spáð skúrum eða éljum, einkum suðvestan- og vestan lands í dag og rigningu eða slyddu norðaustan til annars þurru veðri, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir