Fleiri fréttir

Hátt í þrjúhundruð dauðsföll af völdum vímuefna síðasta áratug

Hátt í þrjúhundruð hafa látist hér á landi af völdum vímuefna síðustu tíu ár, þar af níu á þessu ári, samkvæmt tölum frá Landlækni. Svala Jóhannesdóttir\verkefnastýra frú Ragnheiðar á vegum RKR fær nokkur símtöl í viku frá áhyggjufullu fólki sem vill nálgast mótefni við ofskömmtun lyfja.

Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins

Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi.

Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump

Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg.

Vilja fá Íslendinga til Noregs í víkinganám

Fjórtán nemendur í víkingafræðum koma til Íslands á morgun frá Nordfjordeid. Þeir ætla að skoða víkingaskip, hitta íslenska ásatrúarmenn og skoða söguslóðir fornra víkinga. Lýðheilsuskólinn í Norfjordeid vill fá Íslendinga í námið.

Bjargað eftir 12 klukkustundir í skolpi

Þrettán ára gömlum dreng var bjargað á sunnudag eftir að hafa flotið um í hinu ógnarstóra skolpkerfi Los Angeles-borgar í 12 klukkustundir.

Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni

Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för.

Mývetningum fjölgar ört og breyttir tímar blasa við

Í fyrsta skipti í aldarfjórðung fór íbúafjöldi Skútustaðahrepps yfir 500 manns á dögunum. Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri segir Mývetninga hafa trú á framtíðinni. Hann segir ferðaþjónustuna hafa bjargað atvinnulífinu í sveitinni. Fjölgunin boðar nýjar áskoranir.

Breytingar í þjóðfélaginu geti skýrt aukningu í ávísunum

Mismunandi skammtastærð gæti skýrt að hluta hví við notum meira af þunglyndislyfjum en nágrannaþjóðir. Umtalsverð aukning hefur verið í ávísunum til ungra kvenna. Að mati yfirlæknis getur opinská umræða um sjúkdóminn stuðlað að því að fleiri leiti sér aðstoðar.

Sisi hafði betur með 97 prósent atkvæða

Fyrirsjáanlegur sigur sitjandi forseta Egyptalands var staðfestur í dag. Hann mætti engri raunverulegri mótspyrnu í kosninga­baráttunni. Stjórnarandstæðingar drógu framboð til baka eftir hótanir. Eini mótframbjóðandinn var stuðningsmaður al-Sisi.

Sjá næstu 50 fréttir