Fleiri fréttir

Vilja óháða rannsókn á mistökum lögreglu í máli barnaverndarstarfsmanns

Allsherjar- og menntamálanefnd hefur óskað formlega eftir upplýsingum frá dómsmálaráðherra um hvaða aðgerða hafi verið gripið til vegna mistaka lögreglu í máli starfsmanns barnaverndaryfirvalda. Þingmaður Pírata segir sjálfstætt eftirlit þurfi með störfum lögreglu, ekki sé boðlegt að lögregla rannsaki sjálfa sig.

„Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs

Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum.

Stórkostlegt gáleysi FH-ingsins staðfest af Hæstarétti

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli FH-ingsins Harjit Delay sem krafðist skaðabóta vegna slyss sem varð haustið 2014. Féll hann úr stúku á Þórsvelli þegar hann reyndi að gefa leikmanni FH "fimmu“ úr stúkunni.

Virði stöðugleikaeigna jókst um 20%

Í krónum talið áætlar fjármálaráðuneytið að verðmæti eigna frá slitabúum föllnu fjármálastofnananna hafi aukist um 74 milljarða króna.

Voru ekki látnir vita að fluginu var aflýst

Air Iceland Connect hefur verið gert að greiða hópi erlendra ferðamanna 250 evrur, um 30 þúsund krónur, í skaðabætur vegna þess að flugi þeirra frá Reykjavíkur til Ísafjarðar var aflýst.

Icelandair telur Hvassahraun mögulegt 2027

Sé hratt gengið til verka gæti fyrsti áfangi nýs flugvallar í Hvassahrauni verið tilbúinn innan tíu ára. Þetta er mat Icelandair. Starfshópur um Reykjavíkurflugvöll vill hrinda tillögum Rögnunefndar af stað.

Dagur heldur velli en Eyþór sækir á

Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups.

Sjá næstu 50 fréttir