Fleiri fréttir

Suu Kui heimsækir Rakhine-hérað

Leiðtogi Mjanmar heimsækir nú Rakhine-hérað í fyrsta sinn síðan átök brutust út á svæðinu í lok ágúst síðastliðinn.

Síminn smekkfullur af áróðursmyndböndum

Forseti Bandaríkjanna vill að Úsbekinn Sayfullo Saipov, sem varð hið minnsta átta að bana er hann ók bíl sínum eftir gangstéttum í New York í upphafi vikunnar, fái dauðadóm.

Hafa karlmenn að féþúfu á öldurhúsum

Mál þriggja Rúmena er til rannsóknar hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en öll þrjú eru grunuð um að hafa með skipulögðum hætti haft fé af karlmönnum sem þau hittu fyrir á öldurhúsum í miðborg Reykjavíkur og á Akureyri um nokkurra mánaða skeið, eða frá því í sumar.

Vill setja upp vindmyllur

Orkusalan hefur óskað eftir viðræðum um uppbyggingu vindorku í Fljótsdalshéraði. Bæjarstjórinn segir fyrirtækið hafa óskað eftir rannsóknaleyfi í landi sveitarfélagsins og leyfi til þess að setja upp vindmyllur.

Pólitísk óvissa hefur áhrif á kjaraviðræður

Bandalag háskólamanna (BHM) lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu kjaraviðræðna sautján aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. Í ályktun sem samþykkt var á aukaaðalfundi BHM í gær er þess krafist að tafarlaust verði gengið til samninga.

Rukka Norðursiglingu í deilu um gjaldtöku

Hafnanefnd Norðurþings reynir nú að innheimta vangoldin farþegagjöld hjá Norðursiglingu á Húsavík. Hvalaskoðunarfyrirtækið skuldar rúmar 30 milljónir og telur gjaldtökuna ólögmæta. Gentle Giants ekki heldur greitt vegna 2015.

Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið

Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli.

Vopnaður og vímaður

Innbrot og ökumenn undir áhrifum eru fyrirferðamikil í dagbók lögreglunnar þennan morguninn.

Ráðherra hættir vegna áreitni

Bretland Sir Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta og æðsti yfirmaður hersins, hefur beðist lausnar. Talsmaður hans staðfesti í gær að blaðakona hefði kvartað undan honum fyrir að hafa lagt hönd á hnéð á henni í kvöldverði árið 2002.

Puigdemont vill yfirheyrslu í Belgíu

Yfirheyra ætti Carles Puigdemont, brottrekinn forseta héraðsstjórnar Katalóníu, í Belgíu. Þar er Puigdemont nú staddur en þetta sagði Paul Bekaert, lögmaður hans, í gær.

Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar

Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki.

„Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast

Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump.

Stefnu Krónunnar vegna brauðbars vísað frá

Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd við að óvarið brauð væri á boðstólum í versluninni því ekkert hindri það að aðilar hnerri eða hósti yfir brauðið.

James Bond myndi varla þekkja aftur Jökulsárlón

Á þeim aldarþriðjungi sem liðinn er frá því Jökulsárlón birtist fyrst í alþjóðlegri stórmynd hefur lónið tvöfaldast að stærð, náð að verða dýpsta vatn Íslands og jökuljaðarinn hefur skroppið saman um 3-4 kílómetra.

Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk

Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær

Finnur til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu kannabisolíu í Danmörku

Móðir drengs sem lést úr krabbameini í fyrra og notaði kannabisolíu til að lina þjáningar sínar fram á síðasta dag segist finna til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu slíkrar olíu í Damörku. Þá segir formaður Krafts að algengt sé að félagsmenn leiti til þeirra með spurningar um efnið en að erfitt sé að mæla með einhverju sem er ólöglegt.

Fagnar dómi í ofbeldismáli móður gegn börnum: „Þau eiga góðar fjölskyldur núna“

Réttargæslumaður þriggja barna sem beitt voru grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu móður segir gagnrýnisvert að foreldrar geti flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. Móðirin var dæmd í tveggja ára fangelsi í gær. Formaður Barnaverndar Reykjavíkur fagnar því að dómur hafi fallið í málinu þar sem oft séu mál látin niður falla vegna skorts á sönnun.

Katrín: Staðan skýrist á morgun

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Móðir var dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir endurtekið ofbeldi gegn börnum sínum þremur yfir margra ára tímabil.

Sjá næstu 50 fréttir