Fleiri fréttir

Smakkaði ekki kökuna fyrr enn eftir sigurinn

Í fyrsta sinn kemur kaka ársins ekki frá bakaríi á höfuðborgarsvæðinu. Bakarinn vinnur hjá Stofunni Bakhúsi í Vestmannaeyjum. Kakan er lagskipt og í henni er möndlukókosbotn, hindberjahlaup og sykurfrómas með lime.

Seðlabankinn hunsar vegan

Seðlabanki Bretlands mun ekki taka núverandi fimm punda seðla úr umferð þrátt fyrir ákall samtaka vegan fólks

Bændur spara marga tugi milljóna með sjálfboðaliðum

Samkvæmt ASÍ spara bændur sér rúmlega eitt hundrað milljónir í hverjum mánuði með því að nýta sér þjónustu sjálfboðaliða. Þeir séu hins vegar ekki tryggðir og bændur því ábyrgir fyrir slysum.

Eldri borgarar hafa það ágætt

Hátt í sjötíu prósent eldri borgara hafa sjaldan eða aldrei fjárhagslegar áhyggjur. Þetta kemur fram í nýrri könnun.

Trump sakar fjölmiðla um blint hatur

Dondald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fréttir af tengslum samstarfsmanna sinna við Rússa vera samsæriskenningar, til þess ætlaðar að draga athyglina frá mistökum Hillary Clinton. Á blaðamannafundi sagði hann fréttaumfjöllun um máli

Umræðan um Kópavogshæli óþægileg

Aðstandandi heimilismanns á Kópavogshæli fagnar skýrslu um hælið og fundi gærdagsins. Hann skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur. Skýrslan var kynnt á fundi á Grand hóteli í gær.

Tvísýnt um verslun í vinsælli sumarhúsabyggð

Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð.

Stærsta einstaka pöntun frá upphafi

Nýlega voru sendir utan tugir þúsunda hjálpargagna í nafni 600 íslenskra fyrirtækja og var kostnaðurinn þrjár milljónir króna. Er þetta stærsta einstaka pöntun frá upphafi, samkvæmt tilkynningu frá UNICEF.

Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur

46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja.

Vilja létta aftur á byssulöggjöfinni

Öldungadeild Bandaríkjaþings, undir forystu Repúblikanaflokksins, hefur kosið að fella úr gildi lög Barack Obama sem komu í veg fyrir að fólk sem er á örorku vegna geðrænna vandamála og þarf annan aðila til að sjá um fjármál sín gætu keypt byssur.

Trump kennir fjölmiðlum um afsögn þjóðaröryggisráðgjafa

Öldungadeildarþingmenn bæði Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum þrýsta á að að ítarleg rannsókn fari fram á samskiptum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump forseta og annarra starfsmanna framboðs hans við rússnesku leyniþjónustuna.

Einfaldara líf með heimskan en þó nautsterkan farsíma

Nokia 3310 farsíminn hefur ekki verið fáanlegur í smásölu í ein tólf ár, engu að síður eru enn tæplega sex hundruð slíkir símar í notkun á Íslandi. Líkur eru á að Skriðdrekinn, eins og síminn er oft kallaður, verði brátt fáanlegur á ný.

Sjá næstu 50 fréttir