Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Það þykir kraftaverki líkast að erlendir ferðamenn skyldu ekki slasast alvarlega þegar öflug gassprenging varð við metandælu bensínstöðvar við Ártúnshöfða

Tekist á um framtíð þjóðar

Eldhúsdagsumræður á Alþingi voru haldnar í gær. Þrír þingmenn allra flokka sem sæti eiga á þingi ræddu stöðu lands og þjóðarbús þegar tæpar fimm vikur eru til kosninga.

Tugir bankamanna saksóttir á Spáni

Réttarhöld eru hafin á Spáni yfir 65 bankamönnum, þar á meðal Rodrigo Rato sem var yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á árunum 2004-2007. Hann var einnig um hríð fjármálaráðherra Spánar fyrir Lýðflokkinn, helsta hægriflokk landsins.

Gert var ráð fyrir auknum launakostnaði

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi reiknað með auknum launakostnaði í kringum Evrópumótið í fótbolta hvort sem það yrðu ráðnir fleiri starfsmenn eða núverandi starfsmenn fengju aukamánuð greiddan vegna álags sem fylgdi mótinu.

Íbúar Húnaþings í meiri hættu

Yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar á Hvammstanga segir íbúa svæðisins í meiri hættu vegna fjarlægðar við lögregluþjóna á vakt. Viðbragðstími lögreglu allt að tvær klukkustundir. Íbúar finna fyrir óöryggi.

Dýr atkvæði Davíðs

Talsverður munur var á kostnaði þeirra fjögurra sem flest atkvæði fengu í forsetakosningunum. Halla Tómasdóttir rak ódýrustu kosningabaráttuna en Davíð Oddsson þá dýrustu. Hann borgaði mest úr eigin vasa, rúmar 11 milljónir.

Katla lætur vita af sér

Skjálfti um 3,9 á Richter mældist í sunnanverðri Kötluöskjunni í gær. Skjálftinn er sá stærsti í nokkrar vikur en mikil virkni stórra skjálfta hefur verið í Kötlu undanfarið. Þann 29. ágúst mældust stærri skjálftar, eða 4,5 og 4,6 á Richter. Það voru sterkustu skjálftar sem höfðu fundist í Kötlu síðan 1977.

Segir Ögmund vera verkkvíðinn

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina ekki geta tekið skýrslu Vigdísar Hauksdóttur til umfjöllunar fyrir þinglok. Vigdís segir formanninn vera verkkvíðinn og vanhæfan til að fjalla um málið.

Óttast fjársvelti heilsugæslustöðva

Svæðis- og fagstjóri lækninga hjá Heilsugæslunni í Grafarvogi segir heilsugæslustöðvar sjá fram á verulegan niðurskurð vegna nýs greiðslufyrirkomulags. Hann segir að verið sé að einkavæða kerfið með því að þynna út fjármögn

Íbúar Breiðholts vilja ekki Heklu í Mjóddina

Íbúar í Breiðholti leggjast gegn því að bílaumboðinu Heklu verði veitt lóð undir starfsemi sína í Suður-Mjóddinni. Ályktun þess efnis var samþykkt á fjölmennum íbúafundi sem haldin var í kvöld í hátíðarsal Breiðholtsskóla.

Sjá næstu 50 fréttir