Fleiri fréttir

Segir Rússagrýluna hræðsluáróður

Sendiherra Rússlands á Íslandi segir að ekki eigi að láta hræðsluáróður um Rússagrýlu hafa áhrif á samstarf Rússa og Íslands.

Hjúkrunarfræðingar gagnrýna McKinsey skýrsluna

Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala lýsir yfir áhyggjum af litlu vægi hjúkrunar í ráðleggingum til úrbóta í heilbrigðiskerfinu í nýútkominni skýrslu sem unnin var af ráðgjafafyrirtækinu McKinsey fyrir velferðarráðuneytið.

Gunnar segir grafið undan formanninum

Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast.

Óvíst um þinglok

Almennar stjórnmálaumræður, eldhúsdagsumræður, fara fram klukkan 19.40 í kvöld og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Starfsáætlun Alþingis gerir svo ráð fyrir að síðasti þingfundur fyrir kosningar fari fram á fimmtudaginn. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, er ekki tilbúinn til þess að fullyrða að sú starfsáætlun standist.

Takast á við riðutilfelli aftur

Ragnheiður G. Kolbeins, bóndi á Brautarholti í Skagafirði, þarf að skera allt sitt fé í annað sinn eftir að riða greindist í fjögurra vetra kind á búinu. Hún segir verið að taka af henni lifibrauðið en lítið fáist í bætur.

Lagði áherslu á réttarríkið

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerði menntun og baráttuna fyrir bættu stjórnarfari og virðingu fyrir réttarríkinu að meginefni ræðu sinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York á laugardaginn.

Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi

Utanríkisráðherra Bretlands veltir því fyrir sér hvort Rússlandsher gerist sekur um stríðsglæpi. Bílalest með nauðsynjavörum varð fyrir árás á leið til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi. Rússar neita ábyrgð og kenna Bandaríkjamönnum

Næstum þriðji hver fangi vill ekki vinna

Nægjanlegt vinnuframboð er fyrir fanga á Litla-Hrauni og Sogni. 19 af 69 föngum á Litla-Hrauni vilja ekki vinna. Flestir fangarnir á Sogni í vinnu eða skóla.

Sjá næstu 50 fréttir