Fleiri fréttir

Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku

Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir.

Auka þurfi framboð leikskólakennara til muna

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að mikinn fjölda nýrra leikskólakennara þurfi svo tillaga hennar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi nái fram að ganga. Hún leggur til að dagforeldrar gangi í störf á ungbarnaleikskólum.

Samkynhneigð hjón fá ekki skilnað því ákvæði vantar

Samkynhneigð hjón frá Rússlandi og Lettlandi fengu ekki skilnað hjá sýslumanni þrátt fyrir að hafa gift sig hér á landi. Hjónin geta ekki skilið í heimlöndum sínum því hjónabönd samkynhneigðra eru ekki viðurkennd þar.

Búist við stormi í dag

Veðurstofa Íslands varar við stormi á miðhálendinu í dag. Búist er við allt að átján metrum á sekúndu og snörpum vindhviðum sunnan Vatnajökuls og á sunnanverðum Austfjörðum.

Lögðu hald á Picasso-verk

Tollayfirvöld á frönsku eyjunni Korsikíu lögðu í nótt hald á Picasso málverk sem flytja átti til Sviss.

Héldu uppi skothríð á Þingvöllum

Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra handtóku fjögur ungmenni seint í gærkvöldi eftir að þau höfðu haldið uppi skothríð á bökkum Þingvallavatns í grennd við menn,

Segir dagforeldrakerfið leið til að leysa óþolandi ástand

Þingmaður segir dagforeldrakerfið ekki rísa undir nafni sem kerfi, heldur sé það viðbragð við óþolandi ástandi. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að ef gera eigi breytingar á leikskólum þurfi peninga frá ríki.

Slapp með skrekkinn í flugvél á fjallstoppi

Viðbrögð flugmanns sem lenti í þoku yfir Tröllaskaga í fyrra og brotlenti vél sinni á fjallstoppi urðu til þess að ekki fór verr segir rannsóknarnefnd samgönguslysa. Nefndin varar flugmenn véla án blindflugsbúnaðar við að vanmeta aðstæður.

Sjá næstu 50 fréttir