Fleiri fréttir

Ákvörðun um auknar greiðslur til skattrannsóknarstjóra skoðuð

"Það var ákveðið að taka af embætti skattrannsóknarstjóra eingreiðslu úr ríkissjóði síðustu tveggja til þriggja ára sem veitt var ár hvert þegar byrjað var að fara í frekari skattrannsóknir. Ekki var lengur talin þörf á þessu viðbótarframlagi nú. En það er með þessa stofnun eins og margar aðrar að þær vilja halda í einskiptisgreiðslur sem þær hafa fengið.“

Skotar ráði tekjuskatti

Samkomulag tókst meðal skosku flokkanna um tillögur að auknu sjálfstæði Skotlands í skattamálum.

Olíuverðið hrapaði

Eftir að OPEC ríkin ákváðu að draga ekki úr olíuframleiðslu hríðféll verð á olíu, í kjölfar 30 prósent lækkunar frá í sumar.

Eldur í íbúðarhúsi í Hlíðunum

Um fjörutíu mínútur tók að slökkva eldinn sem kom upp í þaki hússins. Rífa þurfti ofan af þakinu til að komast að eldinum.

Sérþekking var sótt til verktaka

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari sagði í fréttum Stöðvar tvö að verktakar sem hafa fengið tugi illjóna í laun hefðu verið ráðnir vegna sérstakrar þekkingar þeirra.

Hæstiréttur staðfestir 80 milljóna króna sekt

Hæstiréttur staðfesti í dag 80 milljóna króna sekt á móðurfélag Síldar og fisks og Matfugls fyrir ólögmætt lóðrétt samráð félaganna við Bónus um smásöluverð og afslátt af því í verslunum Bónuss.

Styttu fangelsisdóm í tólf mánuði

Björgvin Hallgrímsson hafði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir aðild að innflutningi amfetamíns, en hæstiréttur hefur stytt dóminn.

PD James er látin

Breski glæpasagnarithöfundurinn PD James lést í morgun, 94 ára að aldri.

Ofbauð og þreif sjálf klósettið á Landspítalanum

Sjúklingur á Landspítalanum segir farir sínar ekki sléttar eftir dvöl sína og telur að stofan sem hún var á hafi langt því frá verið þrifin nægilega vel. Sjúklingurinn tók hátt í fimmtíu myndir.

Fjölga nýjum félagslegum leiguíbúðum um 500

Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að heimila Félagsbústöðum að fjölga félagslegum leiguíbúðum Reykjavíkurborgar um fimm hundruð á næstu fimm árum.

Vaxandi spenna í Bandaríkjunum

Gríðarleg reiði hefur brotist út meðal þeldökkra Bandaríkjamanna eftir að ákveðið var að sækja ekki til saka lögreglumanninn sem skaut óvopnaðan ungan mann í St. Louis í sumar. Málið hefur vakið mikla athygli en er engan veginn einsdæmi í Bandaríkjunum.

Sameining ráðuneyta kostaði 437 milljónir

Heildarkostnaður við sameiningu ráðuneyta á síðasta kjörtímabili nam rúmum 437 milljónum króna. Inni í þeirri upphæð er ekki kostnaður sem kom til vegna starfsmanna ríkisins sem fóru á biðlaun þegar ráðuneyti voru sameinuð.

Sjá næstu 50 fréttir