Fleiri fréttir

Vill vita innkaupastefnu Rimlakjara

Helgi Hrafn Gunnarsson vill vita hvernig innkaupastefnu og verðlagningu er háttað í versluninni Rimlakjörum á Litla-Hrauni.

Læknaskortur er viðvarandi

Landlæknir segir að hættuástand hafi ekki skapast vegna skorts á læknum hér á landi en hvað varði röntgen- og krabbameinslækningar séum við á þunnum ís. Hann segir ástandið óviðunandi, það verði að finna lausn.

Ráðherrar íhuga lög

Þrír ráðherrar auk forseta Alþingis hafa sagt opinberlega að þeir vilji kanna setningu sérlaga á vegarlagningu um Teigsskóg á sunnanverðum Vestfjörðum.

Bjarni Ben á CNBC: „Við viljum ekki staðna“

"Ég er ekki viss um að stöðugleikinn sem þú vísar til hjá öðrum Evrópuþjóðum sé eftirsóknarverður af okkar hálfu. Við viljum ekki staðna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali á NBC í morgun.

Ríkissaksóknari fundar um meintar símhleranir

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari mætti á fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um klukkan hálf tíu í morgun. Tilefni fundarins er umræða um símhleranir.

Segir ofbeldi ekki beitt á Kærabæ

„Málið er komið í feril hjá félagsmálayfirvöldum. Þetta er ekki ofbeldismál og í raun og veru ekkert annað um það að segja,“ segir Eva Björk Harðardóttir, oddviti sveitarstjórnar Skaftárhrepps, um ásakanir á hendur leikskólastjóranum á heilsuleikskólanum Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri.

Sextán ára tekinn undir stýri á druslu

Nánast allt var í ólagi við bíl, sem lögreglan stöðvaði í Hafnarfirði upp úr miðnætti, auk þess sem ökumaðurinn var aðeins 16 ára og því réttindalaus. Að sögn lögreglu var bíllinn dældaður allan hringinn, rúða var brotin í honum og öll ljósker brotin og bíllinn því ljóslaus nema hvað enn týrði á einu stöðuljósi.

Frakki í höndum vígamanna

Frönskum ríkisborgara hefur verið rænt í Alsír af herskáum íslamistum sem sagðir eru hafa tengsl við hið íslamska ríki í Írak og Sýrlandi. Þetta staðfestir utanríkisráðherra Frakka en myndbandi hefur verið dreift þar sem maðurinn sést í höndum vígamanna.

Gerðu árásir á ISIS innan landamæra Sýrlands

Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hófu í nótt loftárásir á bækistöðvar hins íslamska ríkis innan landamæra Sýrlands. Þau ríki sem þátt taka í árásunum ásamt Bandaríkjamönnum eru öll af Arabíuskaganum að því er talsmaður hersins segir en þetta er í fyrsta sinn sem látið er til skarar skríða gegn vígamönnunum innan sýrlensku landamæranna.

Björgun fær tvö ár til að rýma Sævarhöfða

„Viðræður síðustu mánaða og ára hafa ekki borið árangur og því óhjákvæmilegt að undirbúa nauðsynlegar aðgerðir til að rýma lóðina,“ segir í samþykkt stjórnar Faxaflóahafna sem ákvað í gær að segja upp lóðarleigusamningi fyrirtækisins Björgunar við Sævarhöfða.

Ósátt að fá ekki arfinn tveimur árum eftir andlát föður

"Pabbi borgaði sjö milljónir fyrir búseturétt í sinni íbúð. Þann pening átti hann að fá aftur ef hann flytti út úr íbúðinni eða þá að peningurinn átti að greiðast til erfingja ef hann félli frá. Við höfum engan pening fengið tveimur árum eftir andlát hans og ekki fengið nein skýr svör um hvort við fáum hann yfirhöfuð, segir Halldóra Hafsteinsdóttir.

Þúsundir nemenda í verkfall

Þúsundir mennta- og háskólanema lögðu niður námsbækur sínar og hófu vikulangt verkfall til að mótmæla kínverskum stjórnvöldum.

Engin merki um að eldgosið sé í rénun

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með sama hætti og síðustu daga. Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun en þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.

Sjálfstæðissinnar í Skotlandi segjast sviknir

Það verður mikið vandaverk að standa við öll loforðin sem Skotum voru gefin höfnuðu þeir sjálfstæði. Nú þarf að standa við stóru orðin og sjálfstæðisbaráttan er ekki dauð.

Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju

Þingmenn eru sammála um að það þoli enga bið að finna leið til lausnar vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum. Innanríkisráðherra segir til greina að setja lög vegna málsins.

„Ég áttaði mig ekki á að mér var að blæða út”

Björgunarsveitarmaðurinn Daníel Magnússon lenti í alvarlegu slysi þar sem hann var einn á ferð í fjallgöngu á Botnssúlum í Hvalfirði, en þangað fór hann til að kanna aðstæður fyrir nýliðapróf Björgunarfélags Akraness.

Meðdómari víki sæti

Hæstiréttur Íslands komst í dag að þeirri niðurstöðu að meðdómsmanninum Bjarna Frímanni Karlssyni beri að víkja sæti í máli sem hefur verið höfðað gegn bræðrunum Karli og Steingrími Wernerssonum og fleiri aðilum vegna kaupa á hlutabréfum af systur sinni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar til heimsins

Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti.

Sjá næstu 50 fréttir