Fleiri fréttir

Fjölmörg tilefni til að breyta Seðlabankanum

Fjármálaráðherra vill ekki svara því hvort staða Más Guðmundssonar verði auglýst áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. Telur fjölmörg tilefni til að breyta lögum um bankann.

ESB skýrsla herðir stjórnarflokkana í andstöðunni

Utanríkisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar styrkja hann í andstöðu hans við aðilda Íslands að sambandinu. Fjármálaráðherra segir erfitt að sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

„Enginn fótur fyrir ásökunum um dýraníð“

Rekstraraðili minkahundabúsins í Helgadal segir búið uppá sitt besta og hafi hann öll tilskilin leyfi til rekstursins. Dýralæknar og aðrir fagaðilar komi reglulega og yfirfari búið.

Kynferðisbrotamál á Ísafirði fellt niður

Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál gegn tveimur erlendum karlmönnum sem handteknir voru um miðjan desember. Þeir voru grunaðir um kynferðislegt brot á ungri konu í húsi á Ísafirði.

Hægt að bæta upp afnám verndartolla

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir í skýrslu sinni um stöðu aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins að embættismenn ESB hafi ekki séð fram á óleysanleg vandamál í viðræðum um landbúnað.

Vilja Listaháskólann í miðbæinn

Borgarráð beitir sér fyrir því að Listaháskóli Íslands rísi á svokölluðum Stjórnarráðsreit við Sölvhólsgötu. Nú er gert ráð fyrir byggingu þriggja ráðuneyta á reitnum.

Hinsegin fólk upplifir enn fordóma í sinn garð

Í nýrri könnun Samtakanna '78 kemur í ljós að mikill meirihluti hinsegin fólks upplifir fordóma. Formaður samtakanna segir niðurstöðuna ekki koma á óvart og að hún sé skýrt merki um að baráttunni sé ekki lokið.

Þeir sem borða grindhval virðast líklegri til að fá Parkinson´s

Hugmyndir eru komnar fram um að óvenju háa tíðni Parkinson-veiki í Færeyjum megi rekja til neyslu Færeyinga á hvalkjöti. María Skallum Petersen, sem starfar á rannsóknastofu Landspítalans í Þórshöfn greindi frá þessu á ráðstefnu í Tromsö nýverið.

Bland svikari fékk þriggja mánaða dóm

Karlmaður var í morgun dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik. Hann fékk ítrekað greitt fyrir vörur sem hann auglýsti á síðunni Bland.is án þess að afhenda vörurnar.

Sökuð um ósmekklega framgöngu

Spillingaeftirlitið í Taílandi gerir athugasemd við þátt forsætisráðherrans í niðurgreiðslum til hrísgrjónabænda.

Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB

Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins

Sendi dónamynd á unglingsstúlku

Birkir Þór Högnason, framkvæmdastjóri Leikfélags Vestmannaeyja, sagði upp eftir að upp komst að hann hafi sent mynd af getnaðarlim sínum til stúlku undir lögaldri á samskiptamiðlinum Snapchat.

Tony Omos stefnir íslenska ríkinu

Fyrirtöku í máli hælisleitandans Tony Omos um ógildingu á ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurði innanríkisráðuneytisins um synjun á hæli hér á landi var frestað í morgun.

Erfitt að leggja mat á stöðu viðræðna

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir óheppilegt að ekki hafi verið lögð fram samningafstaða í fjórum köflum í samningaviðræðunum við ESB, þegar meta á stöðu viðræðnanna.

Rússland og Eistland semja

Eistland var eina landið sem ekki hafði gert landamærasamning við Rússland þar til í dag.

Evrópuskýrslan í heild sinni

Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina.

Reynt að mæta lýðræðishalla

„Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB.

Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni

„Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB.

Vill einnig sjá fíkniefnahund á tónleikum hjá Sinfó

"Ég skil ekki vinnubrögð lögreglunar í kringum þessa hátíð og þá sérstaklega að mæta með fíkniefnahund í Hörpuna,“ sagði Björn Steinbekk Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík, í samtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir