Fleiri fréttir Töluverðar hækkanir á gjaldskrám leikskóla milli ára Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla og fæði hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. febrúar 2012 til 1. janúar 2013. 10.1.2013 15:48 Fíkniefni í jólapakkanum Tollgæslan í Reykjavík stöðvaði í nóvember og desember á nýliðnu ári, fimmtán sendingar, sem reyndust innihalda fíkniefni. 10.1.2013 15:09 Mynd Spielbergs með flestar tilnefningar Kvikmynd Stevens Spielberg, Lincoln, hlaut flestar tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna að þessu sinni. Alls voru það tólf tilnefningar. Life of Pi, mynd Angs Lee hlaut 11 tilnefningar og Silver Lining Playbook hlaut tilnefningar í sex helstu flokkum. 10.1.2013 15:05 Flensutilfellum fjölgar Inflúensutilfellum fer nú fjölgandi, segir á vef Landlæknis. Meðalaldur þeirra sem greinast er um fertugt og hefur flensan verið staðfest í öllum landshlutum nema í Vestmannaeyjum og á Vestfjörðum. 10.1.2013 14:56 Hobbitinn náði sjöunda sætinu á einni viku Kvikmyndin Hobbitinn er í sjöunda sæti yfir þær kvikmyndir sem fengu mesta aðsókn hér á landi samkvæmt tilkynningu frá Smáís. Athygli vekur að 35 þúsund manns sáu myndina á einni viku. Myndin þénaði þannig tæplega 45 milljónir á viku. 10.1.2013 14:28 Ásatrúarfélagið fagnar söfnun þjóðkirkjunnar Ásatrúarfélagið fangar fyrirhugaðri landsöfnun þjóðkirkjunnar og hvetur hana til góðra verka í ályktun sem samþykkt var á fundi lögréttu á þriðjudaginn í tilefni af umræðum um fyrirhugaða fjársöfnun þjóðkirkjunnar til tækjakaupa fyrir Landspítalann. 10.1.2013 13:58 Finnur auð bílastæði Einn notadrýgsti búnaður sem hugsast getur í bíl er vafalaust upplýsingar um hvar má finna laus bílastæði í fjölmennum borgum. Líklega er ekki langt að bíða slíks búnaðar í nýjum bílum því fyrirtækið Inrix hefur þegar þróað hann fyrir 18.000 bílastæði í Bandaríkjunum og 42.000 í 36 Evrópulöndum. Öll eru þessi stæði í bílastæðahúsum. Ekki er nóg með að búnaðurinn láti vita af hvar auð bílastæði er að finna heldur fylgja með upplýsingar um hve mörg þau eru, hvað það kostar að leggja í þau og hver opnunartími húsanna eru. Lausnin byggir á WiFi tengingu bílsins við gagnabanka Inrix sem fær rauntímaupplýsingar frá bílastæðahúsunum. Það fylgir ekki sögunni hvort einhver bílaframleiðandi hafi keypt þennan búnað nú þegar en vonandi verður það sem fyrst. 10.1.2013 13:55 Djúpið hlaut ekki tilnefningu til Óskarsins Íslenska myndin Djúpið er ekki á meðal þeirra fimm mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna í flokknum besta erlenda myndin. Djúpið komst í hóp níu mynda sem komu til greina í tilnefningunum. Fimm myndir voru tilnefndar. 10.1.2013 13:47 Myndefnið óljóst og krafðist ítarlegrar skoðunar Myndefni, sem lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst rétt fyrir jól, þar sem Karl Vignir Þorsteinsson viðurkennir kynferðisbrot var óljóst og krafðist ítarlegrar skoðunar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér í hádeginu. Með yfirlýsingunni bregst lögreglan við gagnrýni sem kom fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að lögreglan sótti gögnin til RÚV fimmtudaginn 20. desember. Efnið hafi verið óklippt og tekið nokkurn tíma að yfirfara það allt, en það var að mestu gert á milli jóla og nýárs. 10.1.2013 12:26 Vonast eftir yfirvegaðri umræðu um kynferðisbrotamál "Það sem ég vona bara innilega er að þessi umræða sem hefur komið upp á þessum þremur dögum skili því að við sem samfélag getum farið að takast á við þetta," segir Gunnar Hansson leikari. Hann er einn þeirra sem hefur, í samtali við Kastljósið á RÚV, lýst brotum Karls Vignis Þorsteinssonar gegn sér. Um fátt hefur verið meira rætt í þessari viku en þá umfjöllun og kynferðisbrot Karls Vignis. "Viðbrögðin hafa verið 10.1.2013 12:17 Bein útsending - Fær Baltasar Óskarstilnefningu? Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu hér á Vísi þegar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða kynntar í dag klukkan 13.30. 10.1.2013 11:15 Kostnaður vegna geðrofslyfja fer lækkandi Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna geðrofslyfja fara lækkandi. Í fyrra lækkuðu útgjöldin um 83 milljónir kr. á sex mánaða tímabili. 10.1.2013 10:44 Brynvarin lúxuskerra Toyota Sequoia jeppi er ekki líklegast bíllinn til að vera brynvarinn og þola handsprengjur, jarðsprengjur og öflugustu rifla. Líklegra er að slíkir bílar séu þýskir eða bandarískir eðalvagnar. Eigandi þessa bíls vill einmitt ekki að það standi stórum stöfum utan á honum að þar fari einhver sem efni hefur á því að gæta fyllsta öryggis með eigið líf og annarra farþega. Ekki var þó meiningin að láta sér líð illa um borð í Toyotunni og því var bíllinn innréttaður á þennan boðlega hátt. Þar má finna vínkæla, stóran LCD flatskjá og inní bílnum má fylgjast með öllu umhverfinu kringum bílinn gegnum mýmargar faldar myndavélar. Sætin eru úr hágæða leðri og innréttingin alsett fallegum viði. Það læðist að sú tilfinning að eigandi bílsins sé með vott af ofsóknarbrjálæði. Það er fyrirtækið Lexani Motorcars sem fengið var til verksins og sérhæfir sig í svona breytingum. Herlegheitin má betur virða fyrir sér í meðfylgjandi myndbandi. 10.1.2013 10:37 Tillaga um að gera hlé á aðildarviðræðum lögð fram Formleg tillaga um að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið var lögð fram formlega á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun. Eins og fram kom í fréttum fyrir jól mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur meirihluta í nefndinni með Jóni Bjarnasyni, þingmanni VG, um að leggja tillöguna fram. 10.1.2013 10:27 Fær 112 daga styttingu á fangavist Möguleg refsing sem bandaríski hermaðurinn Bradley Manning kann að verða dæmdur til hefur verið milduð samkvæmt úrskurði dómara við herdómstólinn í Fort Meade í Maryland í Bandaríkjunum. 10.1.2013 10:00 Láta af mestu ritskoðuninni Ritstjórn blaðsins Suðrið vikulega í Guangzhou í Kína verður ekki refsað fyrir mótmæli sín og niðurlagningu starfa, samkvæmt samkomulagi sem náðist við yfirstjórn blaðsins í gær. 10.1.2013 10:00 Skógareldarnir í Ástralíu að ná inn á virkt sprengjusvæði Stórhættulegar aðstæður eru að skapast við einn af þeim yfir 100 skógareldum sem geysa í Nýju Suður Wales í Ástralíu. 10.1.2013 09:07 Plástra vanda vegna myglusvepps Mögulega þarf að seinka ákveðnum breytingum sem fyrirhugaðar voru á húsnæði Landspítalans til að bregðast við myglusvepp sem upp er kominn við leka glugga í elsta hluta spítalans. 10.1.2013 09:00 80 mótmælendur handteknir Sérsveitum grísku lögreglunnar var beitt til þess að koma á braut mótmælendum sem um tíma höfðu uppi setuverkfall á skrifstofum eins stjórnmálaflokksins í grísku fjölflokkastjórninni í miðbæ Aþenu. Þá var niðurnítt hús í miðbæ Aþenu rýmt af hústökufólki. 10.1.2013 09:00 Sigurður Rósant kominn í leitirnar Pilturinn sem lýst var eftir í gær Sigurður Rósant Júlíusson hefur gefið sig fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 10.1.2013 08:27 Allt að helmingur matvæla í heiminum endar á ruslahaugum Allt að helmingur þeirra matvæla sem framleidd eru í heiminum eru ekki borðuð og enda á ruslahaugum. 10.1.2013 08:22 Lítill ábati af kauphækkunum Miklar hækkanir launa við endurskoðun gildandi kjarasamninga munu ekki bæta kaupmátt launafólks heldur einungis kynda undir verðbólgu. Þetta segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í grein í Fréttablaðinu í dag. 10.1.2013 08:00 Lífeyrissjóður opnar snjallvef Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur opnað nýja útgáfu af vefsíðu sinni www.live.is. Vefsíðan er þar með orðin sú fyrsta sinnar tegundar sem er sniðin fyrir snjallsíma og spjaldtölvur auk hefðbundinna tölva. 10.1.2013 08:00 Tveir teknir með tæpt kíló af kókaíni Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú tvö fíkniefnamál, þar sem tveir karlmenn reyndu að smygla til landsins tæpu kílói af kókaíni. 10.1.2013 07:22 Gullgrafaraæði á gistimarkaði Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir mikla fjölgun ferðamanna undanfarin ár hafa valdið gríðarlegri aukningu á ósamþykktu gistirými, sérstaklega í miðborg Reykjavíkur. „Það er gullgrafaraæði í gangi. Það hefur komið mikil viðbót á gistirými til að taka við þessari fjölgun sem hefur orðið. Miðbærinn er orðinn fullur af íbúðum sem eru leigðar út til ferðamanna. Þetta er algjörlega eftirlitslaust og virðist að miklu leyti vera leyfislaust. Menn geta þá ímyndað sér hvernig skattskil eru.“ 10.1.2013 07:00 Hafnar ásökunum fórnarlamba Róbert R. Spanó, fyrrum formaður vistheimilanefndar forsætisráðuneytisins, hafnar ásökunum Ernu Agnarsdóttur og Maríu Haraldsdóttur um að orð þeirra um að Karl Vignir Þorsteinsson hafi beitt þær og fleiri börn á vistheimilinu Kumbaravogi kynferðisofbeldi hafi ekki verið tekin trúanleg. 10.1.2013 07:00 Beðið um aðstoð til að bjarga 11 háhyrningum á Hudson flóa Bæjarstjórinn í bænum Inukjuak við norðanverðann Hudson flóann hefur beðið stjórnvöld um aðstoð við að bjarga 11 háhyrningum sem þar eru fastir í ís. 10.1.2013 06:54 Mikill vatnsleki á hjúkrunarheimili, rúm vistmanna umflotin vatni Slökkviliðið á Akureyri ásamt ýmsum öðrum aðilum, sem hafa verið ræstir út, vinna nú að því að dæla vatni út úr hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð við Vestrusíðu á Akureyri, eftir að sver vatnsleiðsla sprakk þar um klukkan fimm í morgun og kalt vatn tók að flæða um allt. 10.1.2013 06:49 Tilraun til innbrots í skartgripaverslun á Akureyri Maður gerði tilraun til að brjótast inn í úra- og skartgripaverslun í miðbæ Akureyrar í nótt. 10.1.2013 06:45 Þyrla Gæslunnar þurfti að hverfa frá sjúkraflugi vegna veðurs Þyrla Landhelgisgæslunnar varð frá að hverfa vegna veðurs og aðstæðna, þegar til stóð að sækja veikan sjómann um borð í togara norður á Halamiðum í gærkvöldi. 10.1.2013 06:43 Reyna að ráða niðurlögum skógarelda fyrir næstu hitabylgju Slökkviliðsmenn í suðurhluta Ástralíu vinna nú allan sólarhringinn við að ráða niðurlögum skógarelda sem geisa þar áður en næsta hitabylgja skellur á svæðinu um helgina. 10.1.2013 06:40 Lindsay Lohan leikur Marilyn Monroe Leikkonan Lindsay Lohan á að leika Hollywood goðsögnina Marilyn Monroe í nýrri mynd um líf hennar. 10.1.2013 06:38 Útlendingur rændur, neyddist til að sofa í fangaklefa í nótt Útlendingur leitaði á náðir lögreglu upp úr miðnætti og sagðist hafa verið rændur á Laugaveginum í Reykjavík. 10.1.2013 06:35 Löglegt að fresta embættistöku Hugo Chavez Hæstiréttur Venesúela hefur úrskurðað að það sé löglegt að fresta embættistöku Hugo Chavez forseta landsins. 10.1.2013 06:29 Mannfjöldi jarðar nær tíu milljörðum um næstu aldamót Í nýrri úttekt Sameinuðu þjóðanna um fjölda jarðarbúa í lok þessarar aldar kemur fram að fjöldinn muni hafa náð jafnvægi við 10 milljarða manna. 10.1.2013 06:23 Feðgar vilja byggja tíu hótel Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður og faðir hans Hreiðar Hermannsson trúa á áframhaldandi vöxt í ferðaiðnaði og hyggjast reisa tíu hótel með samtals 1.001 herbergi. Áætlaður kostnaður er sex milljarðar króna. 10.1.2013 06:00 Fá ekki bætt tapið á almenningssímum Póst- og fjarskiptastofnun hefur hafnað 40 milljóna króna kröfu Símans um framlag úr sjóði vegna taps á rekstri almenningssíma í alþjónustu. Forsvarsmenn Símans eru ósáttir við niðurstöðuna og íhuga að fara lengra með málið. 10.1.2013 06:00 Fólk veikt vegna myglusvepps á LSH Starfsfólk á Landspítalanum hefur fundið fyrir ofnæmiseinkennum af myglusveppi sem greinst hefur í einni af eldri byggingum spítalans. Ekki greinst á nærliggjandi gjörgæsludeild. Viðgerðir hafa ekki áhrif á áætlun um tækjakaup. 10.1.2013 06:00 Fólk lýsir hrikalegum aðstæðum Lofthiti lækkaði í Suður-Ástralíu í gær eftir að hafa náð methæðum. Þar með dró heldur úr hættunni á áframhaldandi eyðileggingu af völdum kjarrelda sem síðustu daga hafa valdið tjóni á um 200 stöðum í landinu. 10.1.2013 05:00 Engin merki um flúor í beinum Engin merki eru um flúoreitrun í grasbítum í Reyðarfirði þrátt fyrir flúormengun í grasi í sumar í kjölfar bilunar í mengunarvarnarbúnaði Fjarðaáls. Þetta er niðurstaða rannsóknar dýralækna á beinsýnum grasbíta. 10.1.2013 05:00 Deilan leysist ekki án viðbótarfjármagns Landspítalinn hefur ekki bolmagn til þess að endurráða hjúkrunarfræðinga sem sagt hafa upp störfum á betri kjörum án þess að til komi viðbótarfjárframlag frá ríkinu. 10.1.2013 05:00 Biðja Cameron að hætta ekki ESB-aðild Milljarðar punda af skatttekjum gætu glatast færi svo að flosnaði upp úr Evrópusambandsaðild Breta. Viðskiptajöfrar biðla til forsætisráðherra landsins að stíga varlega til jarðar í samskiptum við ESB. Cameron er andsnúinn meiri völdum ESB. 10.1.2013 04:00 Berlusconi hnýtir í dómara Embættismenn dómstóla í Mílanó í Ítalíu hafa áréttað hlutleysi dómara réttarins eftir yfirlýsingar Silvios Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. 10.1.2013 04:00 Rýnt í árið framundan Meiriháttar breytingar á efnahagskerfi heimsins, og ferskir vindar í íslenskri pólitík er meðal þess sem koma skal að mati stjörnuspekingsins Gunnlaugs Guðmundssonar. 9.1.2013 23:48 Ostasmyglari staðinn að verki Norskir tollverðir komu upp um stórtækan smyglara á leið frá Svíþjóð, við venjubundið eftirlit við landamærabrúna yfir Svínasund fyrr í vikunni. Í bifreið hans fundust 106 kíló af osti, 120 kíló af jógúrti, 40 kíló af súrkáli og annað eins af kjötvörum. 9.1.2013 23:45 Sjá næstu 50 fréttir
Töluverðar hækkanir á gjaldskrám leikskóla milli ára Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla og fæði hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. febrúar 2012 til 1. janúar 2013. 10.1.2013 15:48
Fíkniefni í jólapakkanum Tollgæslan í Reykjavík stöðvaði í nóvember og desember á nýliðnu ári, fimmtán sendingar, sem reyndust innihalda fíkniefni. 10.1.2013 15:09
Mynd Spielbergs með flestar tilnefningar Kvikmynd Stevens Spielberg, Lincoln, hlaut flestar tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna að þessu sinni. Alls voru það tólf tilnefningar. Life of Pi, mynd Angs Lee hlaut 11 tilnefningar og Silver Lining Playbook hlaut tilnefningar í sex helstu flokkum. 10.1.2013 15:05
Flensutilfellum fjölgar Inflúensutilfellum fer nú fjölgandi, segir á vef Landlæknis. Meðalaldur þeirra sem greinast er um fertugt og hefur flensan verið staðfest í öllum landshlutum nema í Vestmannaeyjum og á Vestfjörðum. 10.1.2013 14:56
Hobbitinn náði sjöunda sætinu á einni viku Kvikmyndin Hobbitinn er í sjöunda sæti yfir þær kvikmyndir sem fengu mesta aðsókn hér á landi samkvæmt tilkynningu frá Smáís. Athygli vekur að 35 þúsund manns sáu myndina á einni viku. Myndin þénaði þannig tæplega 45 milljónir á viku. 10.1.2013 14:28
Ásatrúarfélagið fagnar söfnun þjóðkirkjunnar Ásatrúarfélagið fangar fyrirhugaðri landsöfnun þjóðkirkjunnar og hvetur hana til góðra verka í ályktun sem samþykkt var á fundi lögréttu á þriðjudaginn í tilefni af umræðum um fyrirhugaða fjársöfnun þjóðkirkjunnar til tækjakaupa fyrir Landspítalann. 10.1.2013 13:58
Finnur auð bílastæði Einn notadrýgsti búnaður sem hugsast getur í bíl er vafalaust upplýsingar um hvar má finna laus bílastæði í fjölmennum borgum. Líklega er ekki langt að bíða slíks búnaðar í nýjum bílum því fyrirtækið Inrix hefur þegar þróað hann fyrir 18.000 bílastæði í Bandaríkjunum og 42.000 í 36 Evrópulöndum. Öll eru þessi stæði í bílastæðahúsum. Ekki er nóg með að búnaðurinn láti vita af hvar auð bílastæði er að finna heldur fylgja með upplýsingar um hve mörg þau eru, hvað það kostar að leggja í þau og hver opnunartími húsanna eru. Lausnin byggir á WiFi tengingu bílsins við gagnabanka Inrix sem fær rauntímaupplýsingar frá bílastæðahúsunum. Það fylgir ekki sögunni hvort einhver bílaframleiðandi hafi keypt þennan búnað nú þegar en vonandi verður það sem fyrst. 10.1.2013 13:55
Djúpið hlaut ekki tilnefningu til Óskarsins Íslenska myndin Djúpið er ekki á meðal þeirra fimm mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna í flokknum besta erlenda myndin. Djúpið komst í hóp níu mynda sem komu til greina í tilnefningunum. Fimm myndir voru tilnefndar. 10.1.2013 13:47
Myndefnið óljóst og krafðist ítarlegrar skoðunar Myndefni, sem lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst rétt fyrir jól, þar sem Karl Vignir Þorsteinsson viðurkennir kynferðisbrot var óljóst og krafðist ítarlegrar skoðunar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér í hádeginu. Með yfirlýsingunni bregst lögreglan við gagnrýni sem kom fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að lögreglan sótti gögnin til RÚV fimmtudaginn 20. desember. Efnið hafi verið óklippt og tekið nokkurn tíma að yfirfara það allt, en það var að mestu gert á milli jóla og nýárs. 10.1.2013 12:26
Vonast eftir yfirvegaðri umræðu um kynferðisbrotamál "Það sem ég vona bara innilega er að þessi umræða sem hefur komið upp á þessum þremur dögum skili því að við sem samfélag getum farið að takast á við þetta," segir Gunnar Hansson leikari. Hann er einn þeirra sem hefur, í samtali við Kastljósið á RÚV, lýst brotum Karls Vignis Þorsteinssonar gegn sér. Um fátt hefur verið meira rætt í þessari viku en þá umfjöllun og kynferðisbrot Karls Vignis. "Viðbrögðin hafa verið 10.1.2013 12:17
Bein útsending - Fær Baltasar Óskarstilnefningu? Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu hér á Vísi þegar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða kynntar í dag klukkan 13.30. 10.1.2013 11:15
Kostnaður vegna geðrofslyfja fer lækkandi Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna geðrofslyfja fara lækkandi. Í fyrra lækkuðu útgjöldin um 83 milljónir kr. á sex mánaða tímabili. 10.1.2013 10:44
Brynvarin lúxuskerra Toyota Sequoia jeppi er ekki líklegast bíllinn til að vera brynvarinn og þola handsprengjur, jarðsprengjur og öflugustu rifla. Líklegra er að slíkir bílar séu þýskir eða bandarískir eðalvagnar. Eigandi þessa bíls vill einmitt ekki að það standi stórum stöfum utan á honum að þar fari einhver sem efni hefur á því að gæta fyllsta öryggis með eigið líf og annarra farþega. Ekki var þó meiningin að láta sér líð illa um borð í Toyotunni og því var bíllinn innréttaður á þennan boðlega hátt. Þar má finna vínkæla, stóran LCD flatskjá og inní bílnum má fylgjast með öllu umhverfinu kringum bílinn gegnum mýmargar faldar myndavélar. Sætin eru úr hágæða leðri og innréttingin alsett fallegum viði. Það læðist að sú tilfinning að eigandi bílsins sé með vott af ofsóknarbrjálæði. Það er fyrirtækið Lexani Motorcars sem fengið var til verksins og sérhæfir sig í svona breytingum. Herlegheitin má betur virða fyrir sér í meðfylgjandi myndbandi. 10.1.2013 10:37
Tillaga um að gera hlé á aðildarviðræðum lögð fram Formleg tillaga um að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið var lögð fram formlega á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun. Eins og fram kom í fréttum fyrir jól mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur meirihluta í nefndinni með Jóni Bjarnasyni, þingmanni VG, um að leggja tillöguna fram. 10.1.2013 10:27
Fær 112 daga styttingu á fangavist Möguleg refsing sem bandaríski hermaðurinn Bradley Manning kann að verða dæmdur til hefur verið milduð samkvæmt úrskurði dómara við herdómstólinn í Fort Meade í Maryland í Bandaríkjunum. 10.1.2013 10:00
Láta af mestu ritskoðuninni Ritstjórn blaðsins Suðrið vikulega í Guangzhou í Kína verður ekki refsað fyrir mótmæli sín og niðurlagningu starfa, samkvæmt samkomulagi sem náðist við yfirstjórn blaðsins í gær. 10.1.2013 10:00
Skógareldarnir í Ástralíu að ná inn á virkt sprengjusvæði Stórhættulegar aðstæður eru að skapast við einn af þeim yfir 100 skógareldum sem geysa í Nýju Suður Wales í Ástralíu. 10.1.2013 09:07
Plástra vanda vegna myglusvepps Mögulega þarf að seinka ákveðnum breytingum sem fyrirhugaðar voru á húsnæði Landspítalans til að bregðast við myglusvepp sem upp er kominn við leka glugga í elsta hluta spítalans. 10.1.2013 09:00
80 mótmælendur handteknir Sérsveitum grísku lögreglunnar var beitt til þess að koma á braut mótmælendum sem um tíma höfðu uppi setuverkfall á skrifstofum eins stjórnmálaflokksins í grísku fjölflokkastjórninni í miðbæ Aþenu. Þá var niðurnítt hús í miðbæ Aþenu rýmt af hústökufólki. 10.1.2013 09:00
Sigurður Rósant kominn í leitirnar Pilturinn sem lýst var eftir í gær Sigurður Rósant Júlíusson hefur gefið sig fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 10.1.2013 08:27
Allt að helmingur matvæla í heiminum endar á ruslahaugum Allt að helmingur þeirra matvæla sem framleidd eru í heiminum eru ekki borðuð og enda á ruslahaugum. 10.1.2013 08:22
Lítill ábati af kauphækkunum Miklar hækkanir launa við endurskoðun gildandi kjarasamninga munu ekki bæta kaupmátt launafólks heldur einungis kynda undir verðbólgu. Þetta segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í grein í Fréttablaðinu í dag. 10.1.2013 08:00
Lífeyrissjóður opnar snjallvef Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur opnað nýja útgáfu af vefsíðu sinni www.live.is. Vefsíðan er þar með orðin sú fyrsta sinnar tegundar sem er sniðin fyrir snjallsíma og spjaldtölvur auk hefðbundinna tölva. 10.1.2013 08:00
Tveir teknir með tæpt kíló af kókaíni Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú tvö fíkniefnamál, þar sem tveir karlmenn reyndu að smygla til landsins tæpu kílói af kókaíni. 10.1.2013 07:22
Gullgrafaraæði á gistimarkaði Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir mikla fjölgun ferðamanna undanfarin ár hafa valdið gríðarlegri aukningu á ósamþykktu gistirými, sérstaklega í miðborg Reykjavíkur. „Það er gullgrafaraæði í gangi. Það hefur komið mikil viðbót á gistirými til að taka við þessari fjölgun sem hefur orðið. Miðbærinn er orðinn fullur af íbúðum sem eru leigðar út til ferðamanna. Þetta er algjörlega eftirlitslaust og virðist að miklu leyti vera leyfislaust. Menn geta þá ímyndað sér hvernig skattskil eru.“ 10.1.2013 07:00
Hafnar ásökunum fórnarlamba Róbert R. Spanó, fyrrum formaður vistheimilanefndar forsætisráðuneytisins, hafnar ásökunum Ernu Agnarsdóttur og Maríu Haraldsdóttur um að orð þeirra um að Karl Vignir Þorsteinsson hafi beitt þær og fleiri börn á vistheimilinu Kumbaravogi kynferðisofbeldi hafi ekki verið tekin trúanleg. 10.1.2013 07:00
Beðið um aðstoð til að bjarga 11 háhyrningum á Hudson flóa Bæjarstjórinn í bænum Inukjuak við norðanverðann Hudson flóann hefur beðið stjórnvöld um aðstoð við að bjarga 11 háhyrningum sem þar eru fastir í ís. 10.1.2013 06:54
Mikill vatnsleki á hjúkrunarheimili, rúm vistmanna umflotin vatni Slökkviliðið á Akureyri ásamt ýmsum öðrum aðilum, sem hafa verið ræstir út, vinna nú að því að dæla vatni út úr hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð við Vestrusíðu á Akureyri, eftir að sver vatnsleiðsla sprakk þar um klukkan fimm í morgun og kalt vatn tók að flæða um allt. 10.1.2013 06:49
Tilraun til innbrots í skartgripaverslun á Akureyri Maður gerði tilraun til að brjótast inn í úra- og skartgripaverslun í miðbæ Akureyrar í nótt. 10.1.2013 06:45
Þyrla Gæslunnar þurfti að hverfa frá sjúkraflugi vegna veðurs Þyrla Landhelgisgæslunnar varð frá að hverfa vegna veðurs og aðstæðna, þegar til stóð að sækja veikan sjómann um borð í togara norður á Halamiðum í gærkvöldi. 10.1.2013 06:43
Reyna að ráða niðurlögum skógarelda fyrir næstu hitabylgju Slökkviliðsmenn í suðurhluta Ástralíu vinna nú allan sólarhringinn við að ráða niðurlögum skógarelda sem geisa þar áður en næsta hitabylgja skellur á svæðinu um helgina. 10.1.2013 06:40
Lindsay Lohan leikur Marilyn Monroe Leikkonan Lindsay Lohan á að leika Hollywood goðsögnina Marilyn Monroe í nýrri mynd um líf hennar. 10.1.2013 06:38
Útlendingur rændur, neyddist til að sofa í fangaklefa í nótt Útlendingur leitaði á náðir lögreglu upp úr miðnætti og sagðist hafa verið rændur á Laugaveginum í Reykjavík. 10.1.2013 06:35
Löglegt að fresta embættistöku Hugo Chavez Hæstiréttur Venesúela hefur úrskurðað að það sé löglegt að fresta embættistöku Hugo Chavez forseta landsins. 10.1.2013 06:29
Mannfjöldi jarðar nær tíu milljörðum um næstu aldamót Í nýrri úttekt Sameinuðu þjóðanna um fjölda jarðarbúa í lok þessarar aldar kemur fram að fjöldinn muni hafa náð jafnvægi við 10 milljarða manna. 10.1.2013 06:23
Feðgar vilja byggja tíu hótel Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður og faðir hans Hreiðar Hermannsson trúa á áframhaldandi vöxt í ferðaiðnaði og hyggjast reisa tíu hótel með samtals 1.001 herbergi. Áætlaður kostnaður er sex milljarðar króna. 10.1.2013 06:00
Fá ekki bætt tapið á almenningssímum Póst- og fjarskiptastofnun hefur hafnað 40 milljóna króna kröfu Símans um framlag úr sjóði vegna taps á rekstri almenningssíma í alþjónustu. Forsvarsmenn Símans eru ósáttir við niðurstöðuna og íhuga að fara lengra með málið. 10.1.2013 06:00
Fólk veikt vegna myglusvepps á LSH Starfsfólk á Landspítalanum hefur fundið fyrir ofnæmiseinkennum af myglusveppi sem greinst hefur í einni af eldri byggingum spítalans. Ekki greinst á nærliggjandi gjörgæsludeild. Viðgerðir hafa ekki áhrif á áætlun um tækjakaup. 10.1.2013 06:00
Fólk lýsir hrikalegum aðstæðum Lofthiti lækkaði í Suður-Ástralíu í gær eftir að hafa náð methæðum. Þar með dró heldur úr hættunni á áframhaldandi eyðileggingu af völdum kjarrelda sem síðustu daga hafa valdið tjóni á um 200 stöðum í landinu. 10.1.2013 05:00
Engin merki um flúor í beinum Engin merki eru um flúoreitrun í grasbítum í Reyðarfirði þrátt fyrir flúormengun í grasi í sumar í kjölfar bilunar í mengunarvarnarbúnaði Fjarðaáls. Þetta er niðurstaða rannsóknar dýralækna á beinsýnum grasbíta. 10.1.2013 05:00
Deilan leysist ekki án viðbótarfjármagns Landspítalinn hefur ekki bolmagn til þess að endurráða hjúkrunarfræðinga sem sagt hafa upp störfum á betri kjörum án þess að til komi viðbótarfjárframlag frá ríkinu. 10.1.2013 05:00
Biðja Cameron að hætta ekki ESB-aðild Milljarðar punda af skatttekjum gætu glatast færi svo að flosnaði upp úr Evrópusambandsaðild Breta. Viðskiptajöfrar biðla til forsætisráðherra landsins að stíga varlega til jarðar í samskiptum við ESB. Cameron er andsnúinn meiri völdum ESB. 10.1.2013 04:00
Berlusconi hnýtir í dómara Embættismenn dómstóla í Mílanó í Ítalíu hafa áréttað hlutleysi dómara réttarins eftir yfirlýsingar Silvios Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. 10.1.2013 04:00
Rýnt í árið framundan Meiriháttar breytingar á efnahagskerfi heimsins, og ferskir vindar í íslenskri pólitík er meðal þess sem koma skal að mati stjörnuspekingsins Gunnlaugs Guðmundssonar. 9.1.2013 23:48
Ostasmyglari staðinn að verki Norskir tollverðir komu upp um stórtækan smyglara á leið frá Svíþjóð, við venjubundið eftirlit við landamærabrúna yfir Svínasund fyrr í vikunni. Í bifreið hans fundust 106 kíló af osti, 120 kíló af jógúrti, 40 kíló af súrkáli og annað eins af kjötvörum. 9.1.2013 23:45