Fá ekki bætt tapið á almenningssímum 10. janúar 2013 06:00 Afar fáir símaklefar eru til í dag, enda hefur almenningssímum fækkað mjög á síðustu árum. Síminn fær ekki bætt meint tap af rekstri slíkra síma í alþjónustu. FRéttablaðið/VAlli Póst- og fjarskiptastofnun hefur hafnað 40 milljóna króna kröfu Símans um framlag úr sjóði vegna taps á rekstri almenningssíma í alþjónustu. Forsvarsmenn Símans eru ósáttir við niðurstöðuna og íhuga að fara lengra með málið. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur hafnað kröfu Símans um 40 milljóna króna framlag úr Jöfnunarsjóði alþjónustu vegna reksturs almenningssíma á árunum 2007 til 2011. Sjóðurinn er starfræktur til að jafna kostnað vegna alþjónustukvaða, en með því er átt við þjónustu sem skal standa landsmönnum til boða óháð búsetu, þar á meðal að starfrækja almenningssíma um land allt. Í umsókn Símans segir að tap á rekstri almenningssíma í alþjónustu hafi numið rúmum 40 milljónum króna á tímabilinu. Það sé „ósanngjörn byrði“ með vísan til fjarskiptalaga og sjóðnum bæri því skylda til þess að bæta tapið. PFS hafnar hins vegar umsókn Símans með þeim rökum að meint tap hafi ekki verið af þeirri stærðargráðu að um sé að ræða „ósanngjarna byrði“. Tap Símans vegna reksturs almenningssíma borið saman við afkomu fyrirtækisins á talsímasviði og það væri óverulegt í því sambandi. Þá hafi Síminn meðal annars getað gripið til ýmissa ráðstafana til að bregðast við tapinu. Meðal annars hafi verið heimilt að loka mörgum þeim almenningssímum sem tap var á og hækka gjaldskrá. Sú stóð í stað fyrir almenningssíma á umræddu árabili á meðan gjaldskrá fyrirtækisins í talsímakerfinu hækkaði mikið. Almenningssímum á Íslandi hefur fækkað mikið síðustu ár, með aukinni farsímaeign landsmanna og eru nú 127 talsins. Á vef PFS segir að öll rök standi til þess að fækka símum undir alþjónustu. Alþjónusta Símans hefur verið framlengd út þetta ár, en um leið boðar PFS samráð um hvort ástæða sé til að viðhalda núverandi kvöð til alþjónustu. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir niðurstöðuna ekki í samræmi við fjarskiptalög að þeirra mati og fyrirtækið velti nú fyrir sér hvort farið verði lengra með málið. Um sé að ræða umtalsverða fjárhæð sem hafi þýðingu fyrir hvaða fyrirtæki sem er. Varðandi það að taka almenningssíma inn með talsímakerfinu, segir hún það vera í andstöðu við fyrri áherslur PFS um að hver þjónusta Símans standi undir sér. „Niðurgreiðsla talsíma á almenningssímum væri væntanlega í andstöðu við það sjónarmið,“ segir hún. Varðandi framhaldið segir Gunnhildur að í ljósi niðurstöðunnar muni Síminn íhuga að gera kröfu um að PFS aflétti kvöðum til Símans um rekstur almenningssíma. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hefur hafnað 40 milljóna króna kröfu Símans um framlag úr sjóði vegna taps á rekstri almenningssíma í alþjónustu. Forsvarsmenn Símans eru ósáttir við niðurstöðuna og íhuga að fara lengra með málið. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur hafnað kröfu Símans um 40 milljóna króna framlag úr Jöfnunarsjóði alþjónustu vegna reksturs almenningssíma á árunum 2007 til 2011. Sjóðurinn er starfræktur til að jafna kostnað vegna alþjónustukvaða, en með því er átt við þjónustu sem skal standa landsmönnum til boða óháð búsetu, þar á meðal að starfrækja almenningssíma um land allt. Í umsókn Símans segir að tap á rekstri almenningssíma í alþjónustu hafi numið rúmum 40 milljónum króna á tímabilinu. Það sé „ósanngjörn byrði“ með vísan til fjarskiptalaga og sjóðnum bæri því skylda til þess að bæta tapið. PFS hafnar hins vegar umsókn Símans með þeim rökum að meint tap hafi ekki verið af þeirri stærðargráðu að um sé að ræða „ósanngjarna byrði“. Tap Símans vegna reksturs almenningssíma borið saman við afkomu fyrirtækisins á talsímasviði og það væri óverulegt í því sambandi. Þá hafi Síminn meðal annars getað gripið til ýmissa ráðstafana til að bregðast við tapinu. Meðal annars hafi verið heimilt að loka mörgum þeim almenningssímum sem tap var á og hækka gjaldskrá. Sú stóð í stað fyrir almenningssíma á umræddu árabili á meðan gjaldskrá fyrirtækisins í talsímakerfinu hækkaði mikið. Almenningssímum á Íslandi hefur fækkað mikið síðustu ár, með aukinni farsímaeign landsmanna og eru nú 127 talsins. Á vef PFS segir að öll rök standi til þess að fækka símum undir alþjónustu. Alþjónusta Símans hefur verið framlengd út þetta ár, en um leið boðar PFS samráð um hvort ástæða sé til að viðhalda núverandi kvöð til alþjónustu. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir niðurstöðuna ekki í samræmi við fjarskiptalög að þeirra mati og fyrirtækið velti nú fyrir sér hvort farið verði lengra með málið. Um sé að ræða umtalsverða fjárhæð sem hafi þýðingu fyrir hvaða fyrirtæki sem er. Varðandi það að taka almenningssíma inn með talsímakerfinu, segir hún það vera í andstöðu við fyrri áherslur PFS um að hver þjónusta Símans standi undir sér. „Niðurgreiðsla talsíma á almenningssímum væri væntanlega í andstöðu við það sjónarmið,“ segir hún. Varðandi framhaldið segir Gunnhildur að í ljósi niðurstöðunnar muni Síminn íhuga að gera kröfu um að PFS aflétti kvöðum til Símans um rekstur almenningssíma. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira