Fleiri fréttir

Baldur: Samningar aldrei á lokastigi

Baldur Guðlaugsson sem var í hópi embættismanna sem átti í viðræðum um Icesave í tíð ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, segir langt í frá að viðræður hafi verið komnar á það stig áður en ríkisstjórnin fór frá, að endanlegt samkomulag væri í sjónmáli.

Ökumenn virða ekki gangbrautarrétt

Það virðist hafa færst í aukana að ökumenn taki af stað á gulu blikkandi ljósi þó svo að fótgangendur séu enn á gangbraut. Umferðastofu hefur borist töluverður fjöldi kvartana vegna þessa og virðist vandamálið sérstaklega áberandi á Hringbraut við Þjóðminjasafnið og Háskóla Íslands.

Fangar hrella á Facebook

Breska dómsmálaráðuneytið hefur látið loka þrjátíu Facebook síðum vegna þess að fangar í breskum fangelsum notuðu þær til þess að hrella fórnarlömb sín og fjölskyldur þeirra.

Sektaður fyrir að smygla Rolex úri og silkihálsbindum

Karlmaður hefur verið dæmdur til þess að greiða fjögur hundruð þúsund krónur í sekt í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að koma með tollskyldan varning inn í landið án þess að tilgreina hann sem slíkan.

Ákærendafélag Íslands gerir athugasemd við frétt

Helgi Magnús Gunnarsson, formaður Ákærendafélags Íslands, sem lætur sig varða starfsumhverfi ákærenda, hefur fyrir hönd félagsins gert eftirfarandi athugasemdir við frétt sem birtist á Vísi 3. febrúar síðastliðinn. Athugasemdirnar birtast hér að neðan:

Jóhanna snýr aftur

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, snýr aftur úr fríi í dag en ríkisstjórnarfundur verður haldinn í fyrramálið. Samkvæmt aðstoðarmanni Jóhönnu, Hrannari B. Arnarsyni, þá mun hún sitja ríisstjórnarfundinn.

Skyndihjálparnámskeið getur bjargað lífi

Miklu getur breytt á slysstað að þar komi að fólk sem nýlega hefur farið á skyndihjálparnámskeið. Það er líklegast til að treysta sér til að veita ókunnugum og bráðveikum eða alvarlega slösuðum einstaklingi skyndihjálp. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var fyrir 112.

Hollywood skiltið hverfur í dag

Hollywood skiltið fræga mun hverfa sjónum manna í dag. Það verður þó aðeins í dag. Það eru samtök umhverfisverndarsinna sem standa fyrir þessu.

Myrti eins árs gamlan son kærustu sinnar

Kviðdómur í Kaliforníu sakfelldi í gær bandarískan karlmann fyrir að hafa myrt eins árs gamlan son kærustu sinnar í september 2008. Maðurinn, sem er 23 ára gamall, myrti drenginn í reiðikasti á meðan hann gæti hans og kom líkinu fyrir í ruslakistu í Long Beach.

Lögreglumaður sýknaður af ákæru um ofbeldi

Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann var ákærður af ríkissaksóknara fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás.

Lægri þrýstingur á heita vatninu á Akranesi og í Borgarnesi

Vegna vinnu við tengingu aðveituæðar Orkuveitu Reykjavíkur frá Deildartungu til Akraness má búast við lægri þrýsting á heita vatninu hjá notendum á Akranesi og í Borgarnesi í dag og á morgun. Notendur eru beðnir um að fara sparlega með heita vatnið í dag svo komast megi hjá vatnsskorti, að fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni.

Búist við átökum í Íran

Stjórn og stjórnarandstaðan í Íran boða til fjöldafunda í dag til að minnast byltingarinnar í landinu árið 1979 þegar íslamska lýðveldið var stofnað. Búist er við átökum milli öryggissveita stjórnvalda og umbótasinna.

Festust í lyftu í hæsta turni heims

Fimmtán ferðamenn festust nýverið í lyftu sem bilaði í Burj Khalifa turninum í Dubai sem er hæsta bygging heims. Er þar loks komin skýringin á því að turninum var skyndilega lokað fyrir ferðamönnum fyrr í vikunni. Eftir að hafa heyrt skruðninga, sjá gler brotna og ryk feykjast inn um lyftudyrnar sat fólkið dauðhrætt og hjálparvana í lyftunni í tæpa klukkustund. Fólkið var þá statt á 124 hæð byggingarinnar sem er 160 hæða.

Good Time Charlie látinn

Fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaðurinn Charlie Wilson er látinn, 76 ára að aldri. Hann var jafnan kallaður Good Time Charlie og þekktur fyrir mikið gjálíf og vera í tygjum við fjölda kvenna. Hann aðstoði afganska uppreisnarmenn á 9. áratug síðustu aldar við að flæma sovéska hermenn frá Afganistan.

Varað við að senda greiðslur til Íslands

Fyrirtæki í Taívan, sem nýverið keypti hunda- og kattamat frá Murr ehf í Súðavík, var varað við að senda greiðslur til Íslands fyrir sendinguna, þar sem íslenskir bankar væru á hausnum og því væri ekki víst að seljandinn fengi greiðsluna.

Tuttugu ár frá því Mandela var sleppt

Hátíðarhöld fara fram í Suður-Afríku í dag þegar þess verður minnst að 20 ár eru síðan að Nelson Mandela var sleppt úr fangelsi í eftir að hafa verið pólitískur fangi í 27 ár.

Leiðtogar ESB ræða um efnahagskrísu Grikkja

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna koma saman síðar í dag til að ræða efnahagsástandið í Grikklandi sem hefur versnað hratt á síðustu mánuðum. Ríkisstjórnin glímir við gífurlegan skuldavanda og hefur kynnt umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir sem var mótmælt á götum úti í gær. Grikkir þurfa að fá tugmilljarða evra að láni til að reisa landið við.

Þjófar réðust á bíleigenda

Bíleigandi í Grafarvogi telur sig hafa átt fótum fjör að launa þegar hann ætlaði að handsama mann, sem hafði brotið rúðu í bíl hans í nótt, þegar samverkamaður þjófsins kom æðandi með brugðinn lurk og hugðist lumbra á bíleigandanum.

Eldur kveiktur í stórri stæðu af vörubrettum

Eldur var kveiktur í stórri stæðu af vörubrettum, sem stóð við vegg iðnaðarhúsnæðis við Mjölnisholt í Reykjavík um klukkan hálf fjögur í nótt og lagði mikinn reyk frá eldhafinu, þegar slökkvilið kom á vettvang. Margar tilkynningar bárust um eldinn, enda sást bjarminn víða að.

Enn snjóar á austurströnd Bandaríkjanna

Mikill hríðarbylur geisar enn á austurströnd Bandaríkjanna en daglegt líf fólks á svæðinu hefur undanfarna daga farið úr skorðum. Snjó hefur kyngt og fjölmörg met fallið. Skólahaldi hefur víða verið aflýst og þá er fjölda stofnanna lokað.

Spáir rúmlega sex þúsund nýjum störfum

Ný skýrsla Capacent, sem kynnt verður bæjarráði Reykjanesbæjar í dag, spáir því að nýjum störfum, beinum og afleiddum, muni fjölga um 6.500 ársverk fram til 2013 vegna áforma um ýmsar stórframkvæmdir á Suðurnesjum.

Krefjast bóta af klámhundum

Tvítug bandarísk kona, sem nefnd er Amy í dóm­skjölum, krefst þess að fá bætur frá hundruðum sakborninga, sem höfðu í fórum sínum barnaklámmyndir sem frændi hennar tók af henni fyrir rúmum áratug. Þótt frændi hennar hafi hlotið dóm fyrir afbrot sín eru myndirnar af Amy enn í dag meðal þeirra sem útbreiddastar eru í heimi barnaníðinga.

Allir samningarnir í lagi

Allir samningar milli leikskólasviðs Reykjavíkur og skóla Hjallastefnu Margrétar Pálu Ólafsdóttur eru í lagi og enginn ágreiningur um þá. Þetta segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri sviðsins.

Þjóðlífið lamað í sólarhring

Opinber þjónusta lá nánast algerlega niðri í Grikklandi í gær þegar efnt var til sólarhrings verkfalls til að mótmæla fyrirhuguðum aðhaldsaðgerðum stjórnvalda.

Ríkisvaldið stendur í veginum

„Vestmannaeyjabær hefur fullan vilja og getu til að reka Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Bærinn veitir nú þegar alla félagslega þjónustu og nánast alla öldrunarþjónustu í bæjarfélaginu.

Leyniskjalið gert opinbert

Bresk stjórnvöld neyddust í gær til að aflétta leynd af skjölum, þar sem lýst er illri meðferð á breskum ríkisborgara í fangabúðum Bandaríkjahers á Kúbu. Áfrýjunardómstóll kvað upp þann úrskurð að stjórnvöldum væri ekki stætt á því að halda skjölunum leyndum.

Catalina til ríkissaksóknara

Rannsókn lögreglu á máli Catalinu Mikue Ncogo er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Gæsluvarðhald yfir henni var framlengt til 26. febrúar í fyrradag. Hún situr inni til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. Hún er grunuð um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi.

Mansal hefur aukist verulega

Mansal er vaxandi vandamál í Kína, að því er fram kemur í umfjöllun dagblaðsins South China Morning Post. Ástæðan er í blaðinu rakin til þess að karlar, einkum í sveitum landsins, eigi erfitt með að finna sér eiginkonur, þar sem þær sæki í auknum mæli í þéttbýlið í leit að fjölbreyttari vinnu.

Bensínstöð óafgreidd eftir þrjú ár í kerfinu

„Þetta eru alveg ótrúleg vinnubrögð. Ég bara botna ekkert í þessu,“ segir Eyjólfur Vilhelmsson, eigandi jarðarinnar Fögrubrekku í Hrútafirði, um áralangar tafir á að sveitarstjórn Bæjarhrepps afgreiði umsókn um heimild til að reisa bensínstöð á landi hans.

Öryggisverðir björguðu ekki 15 ára stúlku

Lögreglan í Seattle í Bandaríkjunum hefur nú til skoðunar mál þriggja öryggisvarða sem hjálpuðu ekki 15 ára gamalli stúlku þegar hópur ungmenna réðist á hana inni í strætóstöð fyrir skömmu.

Bretar óttast að þeir þurfi að taka þátt í björgunaraðgerðum

Bretar óttast að þeir verði neyddir til þess að taka þátt í að fjármagna björgunarpakka fyrir þau evrulönd sem kreppan hefur skollið hvað harðast á. Breskir þingmenn leggja hart að Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, að einungis þjóðir sem eigi aðild að myntbandalagi Evrópu taki þátt í slíkum aðgerðum.

Össur segir góðar líkur á að sest verði að samningaborðinu

Össur Skarphéðinsson segir góðar líkur á því að sest verði að nýju við samningaborðið með Bretum og Hollendingum um Icesave. Hann segir nauðsynlegt að sterk pólitísk aðkoma verði að málinu og samkomulag verði um það á milli stjórnar og stjórnarandstöðu.

Íslenskir læknar kæra foreldra langveikra stúlkna

Íslenskir læknar hafa kært foreldra langveikra stúlkna til barnaverndar. Ástæðan er sú að foreldrarnir vilja fara með aðra stúlkuna til Bandaríkjanna í aðgerð. Læknaprófessor við Harward sem annast hefur stúlkuna þar, segir að aðgerðin sé nauðsynleg.

Tólf fengu andmælabréf

Tólf einstaklingar fengu að koma á framfæri sjónarmiðum sínum við Rannsóknarnefnd Alþingis með sérstökum andmælabréfum.

Bjartsýni um fjármögnun Búðarhálsvirkjunar

Hluti jarðvinnu við Búðarhálsvirkjun fer í útboð strax á morgun og kveðst forstjóri Landsvirkjunar bjartsýnn á að unnt verði að bjóða út aðalverkþættina fyrir mitt ár. Fara þarf nýjar leiðir í fjármögnun sem gætu falið í sér tímabundna eignaraðild annarra fjárfesta í virkjuninni.

Icelandair velur milli Airbus A320 og Boeing 737-800

Ákvörðun um kaup á nýrri þotutegund fyrir flugflota Icelandair verður tekin fyrir í stjórn félagsins síðar í mánuðinum. Rætt er um kaup á allt að fimm þotum og stendur valið milli tveggja tegunda.

Enn skelfur jörð við Eldey

Snarpur skjálfti varð við Eldey um klukkan 17:21 í dag. Hann var 3,8 á Richter. Nokkur skjálftavirkni hefur verið þarna á svæðinu að undanförnu, en á mánudagskvöld mældust að minnsta kosti fjórir skjálftar þar yfir 3 stig á Richter.

Innflytjendur almennt með jákvæða upplifun af Íslandsdvöl

Innflytjendur á Íslandi virðast almennt hafa jákvæða upplifun af því að búa hér á landi þrátt fyrir sumir þeirra hafi upplifað ákveðna erfiðleika við komuna til landsins. Margir þeirra telja sig þó hafa orðið varir við aukna fordóma í þeirra garð á síðastliðnum árum. Þetta kemur fram í skýrslu sem byggir á viðtalsrannsókn sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst stóð fyrir á sumar og haustmánuðum 2009.

Bankster og Jöklar á Íslandi fengu bókmenntaverðlaunin

Forseti Íslands afhenti í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Guðmundur Óskarsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir bók sína Bankster og Helgi Björnsson hlaut verðlaunin í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis fyrir verkið Jöklar á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir