Fleiri fréttir

Stendur ekki til að selja tæki HSS

Ekki stendur til að selja tæki í eigu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Fram kemur í yfirlýsingu sem stjórn Starfsmannafélags Suðurnesja sendi frá sér í morgun að ráðuneytið hyggist afla sér fjár með því að selja hluta af tækjum stofnunarinnar sem einkaðilar hafa gefið á undanförnum árum.

Minnt á markmið um hlut kvenna í stjórnum

Jafnréttisráð hefur sent frá sér ályktun um hlutdeild kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs þar sem skorað er á Félag kvenna í atvinnurekstri, Viðskipatráð Íslands og Samtök atvinnulífsins að beita áhrifum sínum til þess að ná sem fyrst fram markmiðum sínum um 40% hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja.

Ekki reyna að flýta ykkur í Noregi

Noregur er eitt af ríkustu löndum í heimi. Albanía er eitt af fátækustu löndum í heimi. Á einu sviði hefur þó Albanía vinninginn; þar er betra vegakerfi.

White Stripes í mál við flugherinn

Dúóið White Stripes, sem skartar þeim Jack og Meg White, ætla að lögsækja varalið bandaríska flughersins fyrir að nota lag þeirra í auglýsingu. Flugherinn frumsýndi auglýsingu þar sem reynt er að fá ungt fólk til þess að skrá sig í herinn og fór hún í loftið á besta tíma, það er á meðan á úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum stóð.

Jafnt kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja mikilvægt

Það er líklegra til árangurs að hafa jafnt hlutfall kynja í stjórnun fyrirtækja og hefur auk þess jákvæð árangur á skilvirkni og vinnulag. Þetta segir Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjárfestingarfyrirtækisins Auður Capital.

Segir löggjöf um spilavíti „forkastanlega hugsun“

Setja þarf sérstaka löggjöf um rekstur spilavíta ef áform Icelandair og Arnars og Bjarka Gunnlaugssona eiga að verða að veruleika. Stjórnarþingmaður segir landið hafa verið eitt stórt spilavíti og segist aldrei ætla að styðja slíka löggjöf.

Aðalmeðferð lokið í mansalsmálinu

Aðalmeðferð í mansalsmálinu svokallaða lauk í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vænta má dóms innan fjögurra vikna. Þinghald í málinu er lokað fjölmiðlum og almenningi. Í málinu eru sex menn ákærðir. Fimm Litháar og einn Íslendingur.

Nauðsynlegt að breyta reglum hjá VG

Formaður kjörstjórnar Vinstri grænna segir nauðsynlegt að breyta kosningareglum flokksins í ljósi þeirrar kvörtunar sem barst eftir forval Vinstri grænna í Reykjavík um síðustu helgi.

Indriði svarar fullum hálsi

Indriði H. Þorláksson aðstoðarmaður fjármálaráðherra og einn samningamanna í Icesave samninganefnd Svavars Gestssonar, rífur niður grein Kristrúnar Heimisdóttur fyrrverandi aðstoðarmannas utanríkisráðherra um Icesave málið í Fréttablaðinu í dag. Hann segir samninga um Icesave hafa legið fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar, þar sem Ísland hafi gengist við lágmarksskuldbindingum vegna Icesave innistæðna.

Sonur Sivjar í framboði

Húnbogi Þorsteinsson, 25 ára gamall sonur Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns og fyrrverandi ráðherra, gefur kost á sér í prófkjöri Neslistans vegna komandi bæjarstjórnarkosninga á Seltjarnarnesi. Húnbogi sækist eftir 5. til 6. sæti. Móðir hans var 28 ára gömul þegar hún var fyrst kjörin í bæjarstjórn Seltjarnarness.

Fluttir til að vera étnir

Í Kenya er verið að safna saman þúsundum sebrahesta sem eiga að verða bráð fyrir ljón og hýenur.

Guðrún áfram oddviti VG í Hafnarfirði

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi, mun líkt og fyrir fjórum leiða framboðslista Vinstri grænna í Hafnarfirði í komandi kosningum. Félagsfundur VG samþykkti fyrr í vikunni tillögu uppstillingarnefndar um röð ellefu efstu á lista flokksins.

Ríkið auki hagkvæmni innkaupa

Ríkisendurskoðun telur að ráðuneytin þurfi að gefa innkaupamálum aukið vægi í starfsemi sinni, setja sér tímasett og mælanleg markmið á þessu sviði og fylgjast með árangri undirstofnana sinna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar um innkaupastefnu ráðuneytanna. Þá er bent á að brýnt sé að innkaup séu merkt sérstaklega í bókhaldi ríkisins eftir innkaupaaðferð til að hægt sé að meta ávinning mismunandi aðferða. Þá þurfi fjármálaráðherra að setja samræmdar reglur um hvenær stofnunum sé heimilt að sneiða hjá rammasamningum. Í skýrslunni er fjármálaráðherra hvattur til að setja samræmdar siðareglur um opinber innkaup sem nái til allra ráðuneyta og stofnana.

Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun boðnar út

Landsvirkjun hefur ákveðið að óska eftir tilboðum í nokkra verkhluta vegna upphafsframkvæmda við Búðarhálsvirkjun: vinnu við gröft jarðganga, skurða og vatnsþróar og tilheyrandi styrkingu með sprautusteypu. Takist samningar um orkusölu og fjármögnum virkjunarinnar verða helstu áfangar framkvæmdarinnar boðnir út síðar á þessu ári, að fram kemur í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Rafbyssa bjargaði allsberu vöðvatrölli

Hvorki lögreglukylfur piparúði né lögregluhundur dugðu til þess að yfirbuga allsbert sex feta vöðvatröll sem gekk berserksgang í bænum Viktoríu í Kanada um síðustu helgi.

Einelti í garð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja linni

Rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er ríkisvaldinu gjörsamlega ofviða og hringlandaháttur stjórnvalda dragi máttinn úr starfsfólki stofnunarinnar, að mati stjórnar Starfsmannafélags Suðurnesja. Stjórnin telur að tími sé kominn til að eineldi stjórnvalda í garð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja linni. Hátt í 50 félagsmenn félagsins starfa á heilbrigðisstofnunni.

160 manns fórust í snjóflóði í Afganistan

Að minnsta kosti 160 manns eru látnir eftir að nokkur snjóflóð féllu í fjölförnu fjallaskarði norður af Kabúl, höfuðborg Afganistans. Björgunarsveitir reyna nú að komast að fólki sem er fast í farartækjum sínum í skarðinu en talið er að nokkur hundruð manns séu enn fastir í skarðinu. Þegar hefur tekist að bjarga um 2500 manns. Frá því á mánudag hafa að minnsta kosti 24 snjóflóð fallið í skarðinu og því er tæplega fjögurra kílómetra vegarkafli lokaður af.

Palestinumenn við þröngan kost

Yfirmaður hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem hefur með málefni palestínumanna að gera segir mikinn fjárskort blasa við.

Samfylkingin rannsaki þátt flokksins í bankahruninu

Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir að kannski sé kominn tími til að Samfylkingin rannsaki þátt flokksins í bankahruninu í stað þess að bíða skjálfandi eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

InDefence hvetur Íslendinga til að hafna Icesavelögunum

InDefence hópurinn hvetur Íslendinga til að hafna Icesavelögunum í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hópurinn boðar til blaðamannafundar í dag og markar sá fundur upphafið að starfi hanss í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um nýju Icesavelögin sem Alþingi samþykkti í lok síðasta árs og forsetinn hafnaði að staðfesta.

Telja að 230 þúsund hafi farist á Haítí

Stjórnvöld á Haítí telja að 230 þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum sem reið yfir landið fyrir fjórum vikum. Þetta eru tæplega 20 þúsund fleiri en fyrri mat gerði ráð fyrir.

Páll Valur efstur í Grindavík

Páll Valur Björnsson sigraði í forvali Samfylkingarinnar í Grindavík sem fór fram í gær. Samfylkingin fékk tvo bæjarfulltrúa kjörna í kosningunum fyrir fjórum árum en þeir sóttust ekki eftir endurkjöri.

Áhættusækni tengist mögulega erfðum

Svæðið í heilanum sem stjórnar ótta fólks virkjast við þá tilhugsun eina að tapa peningum. Þetta leiddi rannsókn á tveimur konum með skemmdir í svæðinu í ljós en báðar voru hvergi bangnar við að leggja fé að veði.

Enn vantar snjó í Vancouver

Nú þegar einungis tveir dagar eru þangað til að Vetrarólympíuleikarnir í Vancouver í Kanada hefjast, hafa skipuleggjendur leikanna enn áhyggjur af snjóleysi og miklum hita. Meðalhiti á svæðinu hefur ekki mælst hærri í meira en 70 ár. Ástandið er einna verst í Cypress fjalli en þar verður keppt á sjóbrettum og í annarri skíðafimi. Flutningabílar og þyrlur hafa verið notaðir til þess að flytja snjó á keppnisbrautirnar.

Réttað yfir hryðjuverkamanni

Réttarhöld yfir karlmanni sem átti aðild að hryðjuverkaárásnum á tvö bandarísk glæsihótel í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í júlí á síðasta ári hófust í gær. Hann er fyrsti maðurinn sem réttað er yfir vegna árásanna en maðurinn á yfir höfði sér dauðadóm.

Ólafur vill leiða VG áfram í Kópvogi

Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi og öldrunarlæknir, býður sig fram í fyrsta sæti á lista VG í Kópavogi í forvali flokksins þann 27. Febrúar. Ólafur hefur verið bæjarfulltrúi VG í Kópavogi frá kosningunum 2006 og varaþingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi frá 2009. Hann er uppalinn í Kópavogi, og hefur búið þar stærstan hluta ævinnar. Helstu baráttumál Ólafs eru fjölskyldu- og velferðarmál, málefni aldraðra og gegnsæ stjórnsýsla, að fram kemur í tilkynningu.

Fluttur á slysadeild með þyrlu

Ökumaður bíls slasaðist alvarlega þegar bíllinn valt út af veginum i Refasveit, rétt norðan við Blönduós um miðnætti. Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem flutti manninn á slysadeild Borgarspítalans, þar sem læknar tóku á móti honum. Hann mun ekki vera í lífshættu. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.

Fleiri bílar innkallaðir

Hrakfallasaga japanskra bílaframleiðenda heldur áfram en bandarísk yfirvöld hafa nú til skoðunar galla í fleiri gerðum Toyota. Þá hefur Honda þurft að innkalla þúsundir bíla.

Netanyahu krefst aðgerða

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, krefst þess að alþjóðasamfélagið bregðist skjótt og með afgerandi hætti við kjarnorkuframleiðslu Írana.

Skáli brann til kaldra kola

Skáli við Hafravatn, í eigu Skógræktarfélags í Mosfellsbæjar, brann til kaldra kola í nótt og leikur grunur á að kveikt hafi verið í honum. Slökkvililiði barst tilkynning um eldinn um klukkan þrjú í nótt og þegar það kom á vettvang var skálinn alelda og að hruni kominn. Eldsupptök eru ókunn, en þar sem ekkert rafmagn er tengt í skálann leikur grunur á íkveikju.

Stöðvuðu 15 ára stúlku með naglamottu

Ofsaakstri fimmtán ára stúlku á stolnum bíl lauk í nótt með því að bíllinn nam staðar eftir að það sprakk samstundis á þremur hjólbörðum, þegar stúlkan ók bílnum yfir svonefnda naglamottu, sem lögreglan á Selfossi hafði lagt á þjóðveginn við hringtorgið í Hveragerði. Stúlkuna og vinkonu hennar sakaði ekki.

Fjöldi tilkynninga vegna aukaverkana

Tilkynningar um aukaverkanir lyfja voru meira en tvöfalt fleiri á árinu 2009 en árið 2008, samkvæmt nýbirtum tölum Lyfjastofnunar. Í fyrra bárust 203 tilkynningar um aukaverkanir en 92 á árinu 2008.

Ræddi við erlendu ráðherrana í gær

„Ég tel við séum í aðalatriðum búin að ná utan um þetta af okkar hálfu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um fund forsvarsmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um Icesave-málið.

Sendi þjóðþing landsins heim

Mahinda Rajapaksa, nýkjörinn forseti á Srí Lanka, hefur leyst upp þing landsins og hyggst boða til þingkosninga.

Tefja fyrir nýjum samningi

Flugskeytavarnar­áform Bandaríkjanna eru ógn við öryggi Rússlands, segir Nikolai Makarov, yfirmaður rússneska heraflans. Hann segir þessi áform, jafnvel í þeirri breyttu mynd sem Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur gefið þeim, hafi tafið fyrir viðræðum ríkjanna um nýjan afvopnunarsamning.

Hafa leiðrétt kynjahlutfallið

Sjö konur og átta karlar verða í fimmtán manna stjórn VR eftir kosningu trúnaðarráðs og trúnaðarmanna, sem lauk í gær.

Fær ekki að gefa einkaskýrslu

Heimildarmaður fréttastofu Stöðvar 2 fær ekki að gefa skýrslu einslega fyrir dómara í meiðyrðamáli fjögurra útrásarvíkinga á hendur starfsmönnum fréttastofunnar. Héraðsdómur kvað upp úrskurð þess efnis í gær.

Uppbyggingarstarf næstu ára skipulagt

Þau Sigríður Þormar, Hrafnhildur Sverrisdóttir og David Lynch ganga til liðs við 24 manna alþjóðlegan hóp sérfræðinga á vegum Rauða krossins sem skipuleggur uppbyggingarstarf hreyfingarinnar á Haítí næstu þrjú árin.

Snjór fluttur í brekkurnar

Vegna snjóleysis í Vancouver og fjöllunum í kringum borgina hefur þurft að flytja snjó í brekkurnar og hafa bæði trukkar og þyrlur verið notaðar til verksins. Alls hafa um 300 tonn af snjó verið flutt í brekkur Cypress-fjalls í útjaðri borgarinnar þar sem meðal annars verður keppt í snjóbrettagreinum á Vetrarólympíuleikunum.

Rafræn skráning brýtur blað

Evrópusambandið (ESB) hefur tekið gilda rafræna hestapassa sem Bændasamtök Íslands hafa komið á fót í samstarfi við Alþjóðasamtök íslenska hestsins. Skráning gagnabankans er á www.worldfengur.com, eða WF.

Trefillinn jafnlangur jarðgöngunum

Á Siglufirði er í gangi óvenjulegt prjónaverkefni en listakonan Fríða Björk Gylfadóttir stendur fyrir því að prjónaður sé 17 kílómetra langur trefill, sem ná á frá miðbæ Siglufjarðar yfir í miðbæ Ólafsfjarðar, og er þá jafnlangur jarðgöngum þeim sem þar munu koma á milli.

Ekki aukning í fyrsta sinn

Starfsemi Landspítala jókst ekki á síðasta ári og er það í fyrsta sinn frá sameiningu árið 2000. Þetta kemur fram í nýjum starfsemisupplýsingum LSH sem birtast í heild á næstu dögum.

Sveitarfélögum settar fjármálareglur

Unnið er að endurskoðun laga og reglna um fjármál sveitarfélaga í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Stefnt er að því að setja sveitarfélögum fjármálareglur þar sem fram koma viðmiðanir um leyfilega skuldsetningu.

Sjá næstu 50 fréttir