Erlent

Sérsveitarmenn skutu sómalska sjóræningja

Sjóræningjarnir hertóku franskt skip um helgina.
Sjóræningjarnir hertóku franskt skip um helgina. MYND/AP
Bandarískir og franskir sérsveitarmenn létu til skarar skríða gegn sómölskum sjóræningjum um helgina. Bandarísku sérsveitarmennirnir skutu til bana þrjá af fjórum sjóræningjum sem héldu bandarískum skipstjóra í gíslingu. Skipstjórinn slapp ómeiddur.

Franskir sérsveitarmenn réðust um borð í snekkju þar sem fimm frökkum hafði verið haldið í gíslingu í viku. Tveir sjóræningjar voru skotnir til bana og þrír teknir höndum. Einn frönsku gíslanna féll einnig í valinn.

Ekki er ljóst hvort hann varð fyrir skotum sjóræningja eða frönsku hermannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×