Erlent

Talibanar færa sig upp á skaftið í Pakistan

MYND/AP
Talibanar eru að herða tök sín í dal sem þeir hertóku í síðustu viku. Dalurinn er aðeins um 100 kílómetra frá höfuðborginni Islamabad.

Talibanar eru sífellt að færa sig upp á skaftið í Pakistan og ráða nú lögum og lofum í stórum landsvæðum. Það hefur vakið mikinn ótta meðal almennings. Hann óttast bæði hernaðaraðgerðir og kærir sig ekkert um að þurfa að lúta bókstarfstrúarlögum talibana.

Þótt Pakistan hafi öflugan her er eins og ríkisstjórnin hafi ekki dug eða vilja til þess að halda talibönum í skefjum. Í febrúar síðastliðnum féllst ríkisstjórnin meira að segja á að leyfa talibönum að innleiða sharia lög sín í Swat héraði, íbúum þar til mikils ama. Gagnrýnendur sögðu þá að það væri eins og að rétta skrattanum litla fingurinn. Það er nú að koma í ljós því dalurinn sem talibanar hafa nú lagt undir sig ere nágrannabyggð Swat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×