Erlent

Hríðskotarifflum beitt í Bangkok í morgun

Frá mótmælunum í Bangkok
Frá mótmælunum í Bangkok MYND/AP
Hríðskotarifflum var beitt í Bangkok á Tælandi í morgun þegar herinn lét til skarar skríða gegn mótmælendum sem vilja forsætisráðherra landsins frá völdum. Fjöldi ferðamanna hefur afpantað ferðir sínar til landsins.

Tælenskir hermenn skutu af hríðskotarifllum á mótmælendur í Bangkok í dag og þeir svöruðu fyrir sig með eldsprengjum og grjóti. Einhverjir mótmælendanna hafa einnig verið vopnaðir byssum því tveir hermenn urðu fyrir skotum.

Mótmælendurnir vilja hrekja Abhisit Vejajiva frá völdum en hann tók við embætti í desembere síðastliðnum eftir að Thaksin Sinawatra forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum eftir svipuð mótmæli.

Þær óeirðir höfðu slæm áhrif á efnahag landsins. Flugvellir voru þá lokaðir svo dögum skipti og hundruð þúsunda ferðamanna urðu innlyksa.

Í kjölfarið afpöntuðu ferðamenn fyrirhugaðar sumarleyfisferðir í stórum stíl. Átökin núna verða síst til þess að auka ferðamannastrauminn til Tailands.

Það er alvarlegt áfall þar sem Tailand hefur ekki farið varhluta af heimskpreppunni og þarf nauðsynlega á að halda öllum þeim erlenda gjaldeyri sem hægt er að skrapa saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×