Erlent

Á ofshraða með stúlku í fanginu

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Ungur ökumaður missti ökuskírteinið í Noregi um helgina fyrir að aka á alltof miklum hraða. Lögreglumenn veittu honum eftirför þegar hann mældist á 123 kílómetra hraða. Lögreglumennirnir sáu þá fljótlega að það var ekki bara bíllinn sem var á fullri ferð, heldur parið sem var í honum líka.

Stúlkan sat í fangi bílsstjórans. Hann var sviptur skírteininu á staðnum og stúlkan látin keyra bílinn heim, en þá sat hún ein við stýrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×