Fleiri fréttir

Lokatölur úr Kraganum - Ögmundur verður þingmaður áfram

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra nær kjöri sem þingmaður í Suðvesturkjördæmi eftir að lokatölur hafa verið birtar. Samkvæmt tölunum fær VG tvo þingmenn í kjördæminu. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir verður annar þeirra og Ögmundur hinn. Eftir að fyrstu tölur voru birtar í Suðvesturkjördæmi leit ekki út fyrir að Ögmundur næði kjöri.

Samstarf vinstri flokkanna ekki sjálfgefið

Ekki er sjálfgefið að Samfylkingin leiti eftir stjórnarsamstarfi við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð, að mati Magnúsar Orra Schram, sem er nýr þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Lúðvík Geirsson er inni

Lúðvík Geirsson bæjarstjóri er aftur kominn með sæti á Alþingi, en hann er fimmti maður Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi. Þeir Lúðvík Geirsson og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa skipst á jöfnunarsætinu það sem af er nóttu. Enginn veit enn hvernig sú staða endar.

VG með þrjá þingmenn í NV kjördæmi

Vinstri hreyfingin - grænt framboð nær þremur mönnum á þing í Norðvesturkjördæmi eins og staðan lítur út þegar búið er að telja atkvæði úr öllum kjördeildum. Þar með er VG með flesta þingmenn í kjördæminu. Einn maðurinn nær þó sæti sem jöfnunarþingmaður. Þingsætin skiptast með eftirfarandi hætti.

Lúðvík úti - Jón Gunnarsson aftur inn

Hafnfirski bæjarstjórinn og Samfylkingarmaðurinn Lúðvík Geirsson er aftur dottinn út af þingi í suðvesturkjördæmi. Fyrr í kvöld sagði hann við Vísi að hann væri Samúel Örn kosninganna en hann datt inn og út af þingi heila nótt þar til hann endaði sem varaþingmaður.

Lúðvík Geirsson: Ég er Samúel Örn þessara kosninga

„Ég er svona Samúel Örn þessara kosninga,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar sem segir það ekki sáluhjálparatriði hvort hann detti inn sem jöfnunarþingmaður eða einhver annar Samfylkingarmaður. Hann telur gott gengi Samfylkingarinnar útskýrast á evrópustefnu flokksins.

Samfylkingin hagnast á uppbótarþingsætum

Alls eru níu þingmenn komnir inn vegna uppbótarþingsæta. Ástæðan fyrir uppbótarþingsætum er vegna þess að niðurstöður kosninga, sætanna það er að segja, er skipt á milli kjördæma til þess að jafna atkvæðavægi.

Ekki stærsti sigur Samfylkingarinnar

Samfylkingin nær ekki því kjörfylgi sem flokkurinn hafði árið 2003 ef niðurstöður verða þær sömu þegar búið er að telja öll atkvæði og þau eru núna. Árið 2003 hlaut flokkurinn 31% atkvæða. Eins og staðan er núna er flokkurinn með tæplega 30% atkvæða. Flokkurinn var hins vegar með heldur minna fylgi fyrst þegar Samfylkingin bauð fram árið 1999 og árið 2007, en þá var fylgið 26,8%.

Gríðarlegar sviptingar hjá þingmönnum

Nokkuð hefur breyst síðan Vísir sagði frá því að þingmenn væru að detta út fyrr í nótt. Formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, Arnbjörg Sveinsdóttir, er dottinn inn sem jöfnunarþingmaður í norðausturkjördæmi. Þá er Birgir Ármannsson kominn á þing á ný sem jöfnunarþingmaður.

27 nýir þingmenn

Samkvæmt nýjustu tölum eru tuttugu og sjö nýir þingmenn að fara hefja sitt fyrsta kjörtímabil á Alþingi. Flestir þeirra tilheyra Samfylkingunni, eða níu þingmenn. Samfylkingin er jafnframt með mestu endurnýjunina. Það koma hinsvegar fæstir nýjir þingmenn frá Sjálfstæðisflokknum og því endurnýjun flokksins minnst.

Lokatölur úr Reykjavík suður

Lokatölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður voru lesnar upp á fjórða tímanum. Samkvæmt þeim er Birgir Ármannssson með þingsæti. Lokatölur eru annars eftirfarandi.

Sigurður Kári dottinn út af þingi

Þingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson er dottinn út af þingi en hann var jöfnunarmaður í Reykjavík suður. Hann var þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins en Ásta Möller einnig dottinn út af þingi.

Óvíst um áhrif af umræðu um Drekasvæðið og Icelandair

Það er erfitt að segja til um það hvort umræða um Icelandair Group og olíuvinnslu á Drekasvæðinu hafi haft áhrif á fylgi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins.

Þau eru að missa vinnuna

Töluvert af sitjandi þingmönnum eru að detta út, þar af eru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal þingflokksformaðurinn. Það eru Arnbjörg Sveinsdóttir, Birgir Ármannsson, Ásta Möller og svo Jón Gunnarsson. Varaþingmaðurinn Erla Ósk Ásgeirsdóttir er ekki heldur inni á þingi.

Þingflokksformaður ekki inn á þingi

Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Arnbjörg Sveinsdóttir er ekki inni á þingi samkvæmt nýjustu tölum úr norðaustukjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar talsvert í kjördæminu. Þingmaðurinn Kristján Þór Júlíusson og svo Tryggvi Þór Herbertsson eru öruggir inn.

Sigmundur hlakkar til að taka til starfa

„Jú, ég er bara farinn að hlakka til að taka til starfa á nýjum vettvangi," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson nýr þingmaður Samfylkingarinnar í samtali við fréttastofuna. Það er búið að vera sérstakt að horfa á

Kemur vel til greina að hafa utanþingsráðherra áfram

Þau Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir segja bæði vel koma til greina að halda áfram með utanþingsráðherra. Þau voru spurð að þessu í formannaspjalli á Ríkisútvarpinu. Þau sögðu bæði ákaflega góða reynslu af því að fá þau Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra og Rögnu Árnadóttur til liðs við ríkisstjórnina þrátt fyrir að þau sitji ekki á þingi.

Þorgerður Katrín: Þetta er grautfúlt

„Þetta er grautfúlt," sagði þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður sjálfstæðisflokksins um afhroð Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í viðtali á RÚV. Hún sagði að flokkurinn þyrfti að halda áfram, ekki mætti dvelja í fortíðinni heldur horfa fram á við og læra af reynslunni: „Eins og ég segi alltaf, það er eitt skref til hægri og ekkert til vinstri."

Kosningaskýring: Samfylkingin komin í lykilstöðu

Meginniðurstaða kosninganna er sú að Samfylkingin hefur tekið við lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins sem stærsti flokkur landsins. Þetta gerir það að verkum að Samfylkingin hefur nú möguleika á því að mynda meirihluta með einum flokki hvort sem er til vinstri eða hægri við sig.

Samfylkingin að stíga á sviðið sem kjölfestuflokkur

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingin sé með kosningunum nú að stíga á sviðið sem kjölfestuflokkur í íslenskum stjórnmálum. Þetta kom fram í viðtali við hann í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins.

Krefst afsagnar formanns Frjálslynda flokksins

„Ég tel að formaðurinn hafi keyrt flokkinn í þrot og hann eigi að segja sér sem og öll stjórnin," segir Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og fyrrum varaformaður hans en honum er brugðið vegna slæmrar útreiðar flokksins í kosningunum.

Jóhanna segir Evrópumálin eiga þátt í sigri Samfylkingarinnar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist telja að Evrópumálin eigi verulegan þátt í sigri Samfylkingarinnar í kosningunum. Jóhanna sagði í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 að Samfylkingin hafi lagt verulega áherslu á evrópumálin. Það sé sannfæring flokksins að sú stefna sé leiðin út úr vandræðunum. Hún segist telja að fólkið vilji fá að kjósa um þá kosti sem séu til staðar varðandi Evrópusambandið.

Möguleiki á þremur stjórnarmeirihlutum Samfylkingarinnar

Samfylkingin hefur möguleika á því að mynda þrennskonar ríkisstjórnir miðað við hvernig fylgið lítur út núna. Í fyrsta lagi getur Samfylkingin endurnýjað samstarfið við Vinstri hreyfinguna grænt framboð. Í öðru lagi getur flokkurinn myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Í þriðja lagi getur flokkurinn myndað þriggja flokka meirihluta með Borgarahreyfingunni og Framsóknarflokknum.

Talningu lokið

Nú er talningu lokið í Alþingiskosningunum. 193.934 greiddu atkvæði en síðustu tölur komu frá Norðausturkjördæmi. Úrslit kosninganna eru á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn missir níu þingmenn á landsvísu, með 22.9 prósent og fá þeir 16 þingmenn kjörna.

Munum sækja fylgið til baka

„Við erum með fólkið. Við erum með stefnuna í farteskinu til að snúa stöðunni við. Og við munum sækja fylgið til baka," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins.

Á von á að viðræður hefjist á morgun

„Ég geri ráð fyrir að við hittumst jafnvel strax á morgun," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, fyrir stundu um möguleika á stjórnarsamstarfi VG og Samfylkingarinnar. Steingrímur sagði í samtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins að úrslit kosninganna væru söguleg. Þetta væri hrun Sjálfstæðisflokksins og nýfrjálshyggjunnar. Um væri að ræða gríðarlega vinstri sveiflu í þessum kosningum. Hann sagði að það væru mikil tíðindi hve mikinn stuðning VG fær í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi Steingríms.

Ríkisstjórnin heldur velli

Ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt fyrstu tölum allra kjördæma. Ríkisstjórnin hefur 52,9 prósent eða 35 þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn er að tapa í öllum kjördæmum.

Ögmundur Jónasson: Sallarólegur þrátt fyrir að vera ekki inni

„Ég hef áður reynt að vera inni og úti alla nóttina, síðast var það í þingkosningum árið 1995," segir heilbrigðisráðherrann Ögmundur Jónasson sem er ekki inni fyrir Vinstri græna í suðvestukjördæmi. Hann segist haga sér eins og hann gerði nóttina árið 1995: „Ég er sallarólegur og að landið rísi með nóttinni."

Mikið um útstrikanir í Reykjavík

Fyrrum formaður Samfylkingarinar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, var mikið strikuð út samkvæmt RÚV, en ekki er búið að birta nákvæmar tölur um útstrikanir. Það verður ekki get fyrr en eftir helgi. Athygli vekur að Ingibjörg er mikið strikuð út en hún vermdi síðasta sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.

Kosningaskýring: ESB sinnuð framboð sigurvegararnir

Evrópusambandssinnar eru sigurvegarar þessa kosninga. Samfylkingin hlýtur sína bestu kosningu frá upphafi og bætir við sig fjórum þingmönnum. Og Borgarahreyfingin er sem stendur með þrjá menn kjördæmakjörna á suðvesturhorni landsins.

VG stærst í Norðaustur kjördæmi

Vinstri Grænir eru stærsti í Norðaustur kjördæmi með 1819 atkvæði eða 30,3 prósent. Samfylkinging er næst stærst með rúm 26 prósent atkvæða.

Svínaflensa veldur vá gegn almannaheilsu

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lýsti nú í kvöld yfir vá gegn almannaheilsu um allan heim vegna svínaflensu sem greinst hefur í Mexíkó og Bandaríkjunum.

Kosningasjónvarpið í beinni á Vísi

Kosningasjónvarp Stöðvar 2 er í beinni útsendingu á Vísi frá klukkan níu í kvöld. Fréttastofa Stöðvar 2 verður með fréttatíma klukkan tíu í kvöld og aftur á miðnætti. Logi Bergman Eiðsson mun hins vegar halda úti eldhressum kosningaþætti í opinni dagskrá. Logi mun fylgjast með gangi mála í bland við lauflétt skemmtiatriði. Félagarnir Auddi og Sveppi munu einnig heimsækja kosningavökur og taka púlsinn á frambjóðendum flokkanna.

Sóttvarnarlæknir í viðbragðsstöðu vegna svínaflensu

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin varaði í dag við mögulegum heimfaraldri svínaflensu. Sjúkdómurinn hefur dregið nærri sjötíu til dauða í Mexíkó síðan um miðjan mars. Sóttvarnarlæknir er í viðbragðsstöðu.

Þarf að nást samstaða um Evrópusambandið

„Aðild að Evrópusambandinu hefur fengið miklu meiri hljómgrunn en margir áttu von á. Niðurstaðan er þannig að við erum í mjög sterkri stöðu varðandi það," sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í samtali við RÚV. Þá sagði Steingrímur að það væri sögulegt að vinstri flokkarnir fengu meirihluta í kosningum. Össur sagði að Samfylkingin þyrfti að ræða við samstarfsflokkinn á morgun en það þyrfti að nást samstaða um Evrópusambandið. Það yrði reynt til þrautar.

Kosningaskýring: Samningsstaða VG hefur versnað

Þótt Vinstri grænir geti vel unað við kosningaútslitin, enda auka þeir þingmannafjölda sinn um fjóra menn, er staðreyndin samt sú að samningsstaða þeirra hefur versnað. Einkum hvað varðar aðildarviðræður við Evrópusambandið sem var höfuðstefnumál Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni.

Jóhanna: Ég er hrærð, stolt og auðmjúk

„Okkar tími er kominn," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra við stuðningsmenn sína á Grand hótel fyrir stundu og fjöldinn ærðist þegar þau fögnuðu góðu gengi flokksins eftir að fyrstu atkvæði hafa verið talinn.

Steingrímur er fyrsti þingmaður í Norðausturkjördæmi

Steingrímur J. Sigfússon er fyrsti þingmaður í Norðausturkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Vinstri grænna sem þeir eru með fyrsta þingmann í kjördæmi. „Við erum samkæmt þessum fyrstu tölum stærsti flokkurinn í Norðausturkjördæmi. Það eru auðvitað bara frábær tíðindi ef það gengur eftir. Það sýnir bara hvað hann hefur styrkt sig - ekki bara í kjördæminu heldur á landinu öllu," sagði Katrín Jakobsdóttir í kosningasjónvarpi Stöðvar 2.

Á von á áframhaldandi stjórnarmynstri

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á von á því að stjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og Vinstri grænna verði endurnýjað ef stjórnin fær eins stóran meirihluta og fyrstu tölur benda til.

Sjá næstu 50 fréttir